Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 27.–30. maí 20166 Fréttir Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun Ráðherrabílaflotinn endurnýjaður Þessir bílar hafa verið keyptir á kjörtímabilinu Ráðherra Tegund bifreiðar Kaupverð Kaupár Utanríkisráðherra Land Rover Discovery 13.229.810 2014 Fjármála- og efnahagsráðherra Mercedes Benz E250 9.587.850 2014 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Land Cruiser 150 VX 12.699.900 2015 Forsætisráðherra Mercedes Benz S-350 12.785.000 2015 Innanríkisráðherra BMW X5 40e xDrive 9.150.000 2016 Fimm nýir bílar keyptir fyrir: 57,4 milljónir króna Fjórir gamlir bílar seldir fyrir: 9 milljónir króna Mismunur: 48,4 milljónir króna G engið hefur verið frá kaup- um á nýrri ráðherrabifreið fyrir Ólöfu Nordal innanrík- isráðherra. Er ráðherra nú kominn á glæsilegan BMW X5-jeppa sem leysir af hólmi níu ára gamlan Mercedes-Benz ráðherrabíl innanríkisráðuneytisins sem var mikið ekinn og þarfnast lagfæringa. Kaupverðið á nýja ráðherrabílnum nemur 9.150.000 króna og var hann afhentur fyrr í þessum mánuði. Þetta er fimmta ráðherradrossían sem endurnýjuð er á núverandi kjör- tímabili en áður höfðu forsætisráð- herra, fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra og utanríkisráðherra fengið nýj- ar og glæsilegar bifreiðar. Kaupverð þessara fimm nýju ráðherrabifreiða nemur rúmlega 57 milljónum króna. Á móti hafa fengist um 9 milljón- ir króna með sölu á þeim fjórum bifreiðum sem áður höfðu verið endurnýjaðar. Gamli þarfnast lagfæringa Gamla ráðherrabifreið innanríkis- ráðuneytisins, Mercedes-Benz E 280 CDI 4Matic, var keypt ný árið 2007 fyrir það sem þá hét dómsmála- og mann- réttindaráðuneytið. Eins og venja er annast Ríkiskaup nú söluna á gömlu bifreiðinni og er hún nú auglýst á upp- boðsvefnum Bílauppboð.is. Þar kem- ur fram að bifreiðin sé ekin rúma 220 þúsund kílómetra en hafi sem ráð- herrabifreið alltaf fengið gott viðhald enda lítur hún afar vel út. Hins vegar þarfnist hún lagfæringa. Bremsur þarf að fara að laga og líklegt er talið að skipta þurfi um bremsuklossa. Búið sé að skipta um loftpúðadempara að framan vinstra megin. Bifreiðin var skráð á uppboðsvefinn á þriðjudags- kvöld og því enn ekki seld. Glæsilegur BMW-jeppi Nýi ráðherrajeppinn er hins vegar hinn glæsilegasti. Um er að ræða BMW X5 40e, sem er Plug-in hy- brid og því knúinn áfram af sam- spili bensínvélar og rafmagns. Af þeim sökum eyðir hann aðeins um 3,3 lítrum á 100 kílómetra auk þess sem CO2 mengun hans er aðeins 78g/km. Þrátt fyrir að vera eyðslugrannur og umhverfisvænn þá er hann engu að síður kraftmikill. Þessi sjálfskipti jeppi er 313 hestöfl, með tog upp á 450Nm og er 6,8 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða samkvæmt upp- lýsingum frá umboði. Ráðherrabíll- inn stenst því vel þær öryggis-, um- hverfis- og gæðakröfur sem gerðar eru til ráðherrabifreiða. Oftast er mið- að við að CO2 mengun skuli ekki fara yfir 170g/km, eldsneytiseyðsla eigi að vera undir 7 lítrum á hundraði í blönduðum akstri, tog ekki undir 400 Nm og viðbragð bifreiðar frá 0–100 km/klst. sé ekki yfir 8 sekúndum. Nýi ráðherrajeppinn var keypt- ur þann 11. maí síðastliðinn í kjölfar örútboðs þar sem tilboði BL ehf. upp á rúma 9,1 milljón króna var tekið. Ráðherrar hafa enga aðkomu Rétt er að benda á að ráðherrar hafa enga aðkomu að þeirri ákvörðun að hefja innkaupaferli né ákvörðun um hvaða tilboði er tekið. Það er á hendi embættismanna viðkomandi ráðu- neyta. Ákvörðun um kaup á ráð- herrabílum er samkvæmt upplýsing- um sem DV fékk frá ráðuneytum á sínum tíma tekin á grundvelli faglegra og rekstrarlegra forsendna. Þá vegi ör- yggisþátturinn þungt. Þá er líka litið til þess að um viðhafnarbifreið er að ræða og er miðað við kröfur frá embætti Rík- islögreglustjóra um slíka bíla. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dýrar drossíur Fyrir kaupin á bifreið innanríkisráðuneytisins höfðu fjórar ráðherrabifreiðar verið endurnýjaðar á kjörtímabilinu. Innanríkisráðherra fær glæsilegan BMW-jeppa n Ráðuneytið skiptir út níu ára Benz n Kaupverðið 9,1 milljón króna Komin á nýjan og betri Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra er nú komin á þennan nýja BMW X5-jeppa. Guðmundur hefur hafið afplánun Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri fjárfestingafélagsins Mile- stone, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Hæstarétti í Milestone-málinu í lok apríl. Var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og afplánar nú, samkvæmt heim- ildum DV, á Kvíabryggju. Guð- mundur var ásamt bræðrunum Karli og Steingrími Wernerssonum ákærður fyrir að hafa látið Mile- stone fjármagna kaup bræðranna á hlutafé systur þeirra, Ingunnar, í félaginu. Samkvæmt ákærunni var það með öllu óvíst hvenær eða með hvaða hætti Milestone fengi fjármunina til baka. Guðmundur hætti síðasta sumar störfum í fyrir- tækjaráðgjöf MP banka. Tók hann þá við starfi forstjóra orkufyrirtæk- isins Arctic Green Energy China, áður Orka Energy. Hann hefur nú látið af því starfi og sagt sig úr stjórn Arctic Green Energy. Bláa lónið græðir 2,3 milljarða Bláa lónið hagnaðist um 2,3 milljarða króna á árinu 2015 en tekjur fyrirtækisins námu þá 7,9 milljörðum króna. Nýtt met var sett í fjölda heimsókna á árinu en 919 þúsund manns heim- sóttu þá laugasvæði fyrirtækisins. Þeta kemur fram í ársskýrslu Bláa lónsins fyrir árið 2015. Eignir fé- lagsins námu 76 milljónum evra í lok árs 2015, eða jafnvirði 10,6 milljarða íslenskra króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.