Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Page 15
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Umræða 15
Gleraugnaverslunin Eyesland
5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015
Létt og þægileg í veiðina
Veiðigleraugu með og án styrktarglugga
Kíktu við og mátaðu!
Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322
CNC renniverkstæði
og að við Óli værum þar með að láta
gamlan draum rætast, láta verða af
þessu sem við höfðum talað um í tíu,
tuttugu ár. Og þá kom í ljós að þetta
hafði einnig verið draumur Arnald-
ar og vinar hans og samstarfsmanns,
Sæbjörns Valdimarssonar, sem nú
er látinn. Og það varð að samkomu-
lagi að við myndum allir halda hóp-
inn, þeir á sínum bíl sem þeir myndu
leigja, og við á okkar gamla. Og ætl-
unin var að leggja í hann um 20. apr-
íl 2006. Þegar til kom neyddumst við
Óli til að fresta okkar för um mánuð,
einn úr föruneytinu var kallaður inn
í smá aðgerð, en frestunin hentaði
ekki Arnaldi, því að hann ætlaði að
útskrifa son sinn úr menntaskóla um
það bil sem við Óli myndum leggja í
hann. Niðurstaðan varð sú að Arnald-
ur og Sæbjörn færu af stað svona viku
á eftir okkur, flygju til Denver inni á
miðri heimsálfunni, og svo héldum
við allir hópinn seinni hluta leiðar-
innar. En fyrir einhvern misskiln-
ing þá gleymdist að ákveða hvernig
við myndum hittast eða verða í sam-
bandi; ég hélt að forlagið hefði geng-
ið frá slíku við Arnald, en þar á bæ
héldu menn að ég myndi sjá um það,
svo að þegar til kom vorum við ekki
í neinu sambandi og hittumst ekk-
ert á leiðinni; þá voru farsímar mun
ófullkomnari en nú er og farsímakerfi
virkuðu lítt í dreifbýli, og enginn okk-
ar sérlega tækjasinnaður. Ameríka er
óhemju flæmi eins og menn vita, og
þótt tveir bílar séu á svipuðum slóð-
um á svipuðum tíma er næstum úti-
lokað, bara út frá líkindareikningi, að
þeir muni hittast; við „ferðafélagarn-
ir“ vorum semsé einungis á þann hátt
samferðamenn að við vorum á ferð
í sömu heimsálfunni sömu vikurn-
ar. En á endastöð, í milljónaborginni
San Fransisco, hittumst við samt fyrir
tilviljun; ég var einn á gangi einhvers
staðar miðsvæðis þegar ég heyri Arn-
ald kalla til mín.
Allt sem bilað gat ...
Fyrsti hluti leiðarinnar var frá New
York og til Chicago. Þar hefst Route
66 og liggur fyrst að mestu í suðurátt
og svo í vestur alla leið til Los Ang-
eles. Í Chicago beið okkar hálfr-
ar aldar gamli kagginn, og virtist
satt best að segja ekki vera í sérlega
góðu standi; fyrsta hluta leiðarinn-
ar fórum við á öðrum örlítið yngri.
Þar sem við Sveinn í Plúsfilm vor-
um saman á gangi í útjaðri Chicago
og í námunda við verkstæðið þar
sem var verið að tjasla saman kagg-
anum gengum við fram á bílasölu og
þar skellti Svenni sér á gamlan BMW
með topplúgu; úr henni myndi hann
geta filmað ef einhver keyrði fyrir
hann. Og við lögðum semsé af stað
þessa óraleið á tveimur gömlum og
slitnum bílum sem alltaf voru að bila
á víxl, og stundum báðir í einu. Setti
þetta mjög svip á okkar för, sem varð
ólíkt minna túristaleg fyrir vikið; í
stað þess að stoppa eingöngu á þeim
merkilegustu stöðum á leiðinni þar
sem allir stoppa og túristabækur
mæla með, þá vorum við líka
langdvölum í hinum fáheyrð-
ustu plássum, því það var ver-
ið að reyna að laga bílana. Eitt
sinn vorum við á vegamóteli þar
sem við höfðum gist þá nóttina,
vorum að fá okkur morgunverð
og búa okkur til farar, og hittum
þá þýskan ferðamann sem var
á sömu leið og við, nema hvað
hann var á reiðhjóli! Þótti okkur
það ærið kúnstugt, enda leiðin
óralöng, og óskuðum við hon-
um glottandi góðrar ferðar, von-
uðum að hann myndi um síðir
ná lokatakmarkinu. Svo spænd-
um við úr hlaði á köggunum okk-
ar. Þegar liðið var á dag hittumst
við aftur; hann hjólaði framhjá og
veifaði elskulega til okkar þar sem
við vorum að reyna að laga bílana
í vegarkanti.
Sérvitringar í svækju
Það varð ærið heitt inni í bílunum,
sérstaklega eftir því sem við kom-
um sunnar og vestar, það voru langar
leiðir sem lágu um eyðimerkur
Arizona og Nýju-Mexíkó, og í Moja-
ve-eyðimörkinni var hitinn kom-
inn yfir 40 gráður. Og hafi einhvern
tíma verið loftkæling í gömlu bílun-
um okkar, þá var hún í það minnsta
fyrir löngu hætt að virka. Við ferða-
félagarnir vorum allir heldur sérvitr-
ir, eins og menn verða gjarnan með
árunum, vilja hafa hlutina eftir sínu
höfði, og stundum stönguðust hug-
myndir okkar um ferðatilhögun og
annað slíkt á. Var ekki alveg laust við
að menn væru að verða örlítið leið-
ir hver á öðrum er við loksins náðum
til Kyrrahafsins eftir vegina um sól-
bakaðar eyðimerkurnar. Í Los Ang-
eles stoppuðum við í tvo eða þrjá
daga og héldum okkur við ströndina,
Venice Beach eins og hverfið heit-
ir. Þar fannst mér gott að geta setið
einn, á útikrám við ströndina, drukk-
ið nokkra kalda, ameríska bjóra og
horft á öldur Kyrrahafsins á meðan
þreytan og ferðastressið leið úr mér.
Þar sem ég var á gangi síðla dags
að hótelinu okkar eftir langa slíka
setu sá ég mann sem var að selja
bómullarboli með ýmsum mynd-
um og áletrunum, meðal annars
þessari sem vakti áhuga minn: „I‘m
not an alcoholic. Alcoholics go to
meetings!“ Og þá rifjaðist upp frasi
sem ég heyrði einu sinni hjá Sigga
Valgeirs, en hann sagði vera tilvitn-
un í leikarann og söngvarann Dean
Martin: „Maður er ekki fullur ef mað-
ur getur legið á gólfinu án þess að
halda sér.“ n
Úti að aka
„Við ferðafélagarn-
ir vorum allir heldur
sérvitrir, eins og menn verða
gjarnan með árunum.
Ólafur Gunnarsson og höfundur „Sumir hafa gert grín að okkur Óla, tveimur miðaldra mönnum að láta einhvern stráka- og töffara-
draum rætast.“ Mynd JohAnn PAll VAldiMArSSon