Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 21
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Kynningarblað - Afþreying 3 Áhugaverðar ferðir fyrir hjólandi heldri borgara og brattgenga göngugarpa Íslandsvinir bjóða þér að koma ÚT að hreyfa þig ... F erðaskrifstofan Íslands- vinir sérhæfir sig fyrst og fremst í hvers konar úti- vistar- og hreyfiferðum og hefur aðaláherslan verið á göngu-, hjóla- og skíða- ferðir, þó svo að ýmsar ferðir aðrar séu líka á dagskrá skrif- stofunnar, eins og til dæmis að- ventuferðir til Þýskalands næsta vetur. Brandur Jón Guðjónsson er ábyrgðaraðili utanlandsferða Íslandsvina: „Við erum stolt af fjölbreyttu úrvali okkar og erum einmitt þessa dagana að selja síðustu sætin í haustferðirnar, en það eru þrjár hjólaferðir; með- fram Dóná, um Slóveníu og um Kvarnerflóann í Króatíu, og síð- an tvær gönguferðir, umhverfis Mont Blanc og til Tirol í Austur- ríki. Allt frábærar ferðir um fallegar slóðir!“ Brandur segir hjólaferðina með- fram Dóná í september verða lúxus- ferð þar sem allir þátttakendur verða á rafhjólum auk þess sem dvalið verði á mjög góðum hótelum, þetta sé því kjörin ferð fyrir „heldri“ borg- ara. „Ég verð líka að minnast betur á flotta gönguferð sem hjónin Sig- rún Hallgrímsdóttir og Hilmar Aðal- steinsson verða fararstjórar í,“ segir Brandur „en það er umhverfis Mont Blanc, hæsta fjall Vestur-Evrópu. Leiðin er kölluð Tour du Mont Blanc (TMB) og í þeirri ferð, sem tekur samtals fimmtán daga, verður á ell- efu göngudögum farið um stórbrot- ið landslag, fjallaskörð og fagra dali. Þetta er krefjandi ferð og hún er hugsuð fyrir þann stóra hóp Íslendinga sem er búinn að vera virkur í hvers konar gönguferðum hérlendis og sem vill upplifa eitthvað nýtt. Það þekkja allir nafnið Mont Blanc, en þarna gefst kjörið tækifæri til þess að koma og upplifa nálægðina við fjall- ið.“ Að lokum vill Brandur hvetja þá sem áhuga hafa á að fara ÚT að hreyfa sig til að kíkja inn á heima- síðu Íslandsvina þar sem fá má upplýsingar um allar ferðir skrif- stofunnar. n Íslandsvinir hf - ferðaskrifstofa Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði sími 5109500 / info@explorer.is islandsvinir.is / islandsvinir á facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.