Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 23.–26. september 20164 Fréttir Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Feðgar vilja fjárfesta inn í milljarðaveltu n Vilja selja hluti í Extreme Iceland n Útlit fyrir 2,5 milljarða veltu eftir sex ára rekstur Þ að er allt til sölu fyrir rétt verð,“ segir Kári Björnsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Extreme Iceland, og staðfestir að hluthafar þess vilji selja minnihlutaeign í ferðaþjón- ustufyrirtækinu, sem velti 1,4 millj- örðum króna í fyrra, og jafnvel allt hlutaféð. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hefur verið fengin til að sjá um sölu- ferlið en útlit er fyrir að tekjur Extreme Iceland, sem var stofnað árið 2010, á þessu ári verði tæplega fimmfalt meiri en 2014 eða um 2,5 milljarðar króna. „Það er eðlilegur vöxtur í þess- um bransa. Við erum tilbúnir til að taka fyrirtækið á næsta stig og fá fjár- festa inn í það í fyrsta skiptið,“ segir Björn Hróarsson, stjórnarformaður Extreme Iceland. 108 milljóna hagnaður Björn stofnaði fjölskyldufyrirtækið 2009 og hófst starfsemi þess í mars árið eftir. Það er í dag í eigu Björns og sona hans, Kára og Steinars, í gegnum félag þeirra Umbrella ehf. Samkvæmt ný- birtum ársreikningi Extreme Iceland var fyrirtækið rekið með 108 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 15 milljónir árið áður. Rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 193 milljónum í árs- lok 2015. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan fyrirtækið var stofnað hefur það safnað eignum upp á 492 milljón- ir króna en skuldar 383 milljónir. „Við viljum fá inn minnihlutafjár- festa en höfum áhuga á að reka fyrir- tækið áfram. Við erum að kanna hvort við fáum verð sem við getum mögu- lega verið sáttir við en erum ekki bún- ir að festa eða ákveða neitt,“ segir Kári, og svarar aðspurður að feðgarn- ir myndu skoða tilboð í allt hlutaféð. „Já, já, en helst ekki. Það þarf að koma ótrúlega gott tilboð til að það gerist,“ segir Kári. Með opinn faðm Extreme Iceland býður meðal annars upp á norðurljósa-, jökla og jeppaferð- ir. Allt frá eins og upp í sjö daga ferð- ir eru í boði og erlendir ferðamenn geta meðal annars valið um að skoða Gullna hringinn, keyrt hringveginn eða heimsótt Jökulsárlón. „Við erum með opinn faðminn og látum drauma rætast og þjónum þeim sem biðja okkur um að láta drauma sína rætast. Það er að stærstum hluta hinn hefðbundni túristi sem kemur til okkar,“ segir Björn. „Við erum einungis innanlands og erum í móttöku erlendra ferðamanna í hinni víðustu mynd. Við viljum vera það fyrirtæki þar sem þú getur komið og fengið allt sem er í boði á Íslandi og þurfir ekki að leita neitt annað. Þetta gengur vel og við áætlum að veltan verði um tveir og hálfur milljarður í ár og erum spenntir fyrir framhaldinu,“ segir Kári. n „Við erum með opinn faðminn og látum drauma rætast. Uppgangur Feðgarnir Björn Hróarsson, Kári og Steinar, eru einu hluthafar Extreme Iceland. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Læknuð af lifrarbólgu Fanney Björk er einkenna- og smitlaus F anney Björk Ásbjörnsdóttir, sem glímt hefur við lifrar- bólgu C í rúma þrjá áratugi, er læknuð af sjúkdóminum. Saga Fanneyjar vakti mikla athygli fyrir rúmu ári þegar hún steig fram og lýsti því hvernig hún smitaðist af sjúkdómnum við blóðgjöf, sem hún fékk árið 1983 eftir barnsburð, en fékk ekki bestu mögulegu lyf nema greiða himinháa upphæð. Pressan greinir frá þessu. Fanney Björk óskaði eftir því að fá lyfin greidd í gegnum sínar sjúkra- tryggingar og fór málið fyrir dóm- stóla. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu um að greiða lyf Fanneyjar Bjarkar en verðið var um 10 milljónir króna. Mikil reiðialda fór af stað í samfélaginu út af niðurstöðunni. Svo fór að Fanney Björk fékk vilyrði fyrir lyfjunum í lok síðasta árs og hóf meðferðina í janúar. Meðferðinni lauk í júní og þær fregnir bárust í vik- unni að meðferðin hefði skilað til- ætluðum árangri. Fanney Björk er nú einkenna- og smitlaus. n ritstjorn@dv.is Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Hafði betur gegn kerfinu eftir áralanga baráttu. Sigurjón og Yngvi sýknaðir Hæstiréttur Íslands sýknaði í gær Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver- andi bankastjóra Landsbank- ans, og Yngva Örn Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra verðbréfasviðs bankans, af öll- um kröfum slitastjórnar bankans. Málið varðar kröfur slitastjórn- arinnar á tvímenningana um greiðslu á 1,2 milljörðum króna vegna meints fjártjóns sem þeir áttu að hafa valdið bankanum í tengslum við hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér, á árunum fyrir hrun. Héraðsdómur hafði áður dæmt Sigurjón og Yngva til að greiða 237 milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur dæmir hins vegar slitastjórnina til að greiða þeim, hvorum fyrir sig, fimm milljónir í málskostnað. Prófkjör sögð úrelt Helga Dögg Björgvinsdóttir, for- maður Landssambands Sjálf- stæðiskvenna, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Það hafa Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir einnig gert en þær hafa báðar gegnt sömu stöðu og Helga Dögg. Þær stöllur segja fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gild- um sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum. Tíu af fjórtán konum í stjórn landssambandsins hafa sagt sig úr stjórninni. Í yfirlýsingu segja þær að málflutningur um að mikilvægt sé að velja hæf- asta einstaklinginn sé úreltur og einnig að prófkjör séu úrelt leið til að velja framboðslista. Sjálf- stæðiskonur báru skarðan hlut frá borði í prófkjörum víða um land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.