Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 23.–26. september 20164 Með allt á hreinu- Kynningarblað
Þrif og alhliða Airbnb-þjónusta
Dekura
D
ekura er fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í heildarumsjón og
þrifum á eignum í skamm-
tímaleigu til ferðamanna.
„Starfsfólk Dekura hefur
mikla reynslu og við veitum þjónustu
sem er í senn skjót, örugg og hag-
stæð. Þetta er mjög vaxandi mark-
aður,“ segir Davíð Vilmundarson,
annar eigenda fyrirtækisins sem
hann stofnaði ásamt Davíð Karli
Wiium fyrir rúmum tveimur árum.
Sumir viðskiptavinir fyrirtækis-
ins láta það eingöngu sjá um þrifin
og þykir gott að fá svo skjóta og góða
þjónustu því leigjendaskipti eru oft-
ast mjög regluleg og hver nýr leigj-
andi þarf að koma að húsnæði sem
er í toppstandi: „Þar sem við höfum
verið í þessum bransa í nokkur ár vit-
um við hversu mikil skuldbinding
það er að sinna svona batteríi af heil-
um hug. Sumir vilja sinna þessu að
mestu leyti sjálfir en við kappkostum
að bjóða gott og sanngjarnt verð fyrir
fólk sem vantar aðstoð og þrif þegar
það kemst ekki,“ segir Davíð.
Heildarumsjón í Airbnb
Flestir viðskiptavinir nýta sér þann
möguleika að láta Dekura sjá um alla
umsýsluna, sem hlýtur óneitanlega
að vera þægilegt:
„Það er töluverð skuldbinding
fólgin í því að leigja erlendum ferða-
mönnum íbúð, og mikil vinna. Mað-
ur þarf alltaf að vera til taks komi
eitthvað upp á meðan gestir eru
í íbúðinni og sjá til þess að eign-
in og allt sem henni fylgir sé 100%,
þess vegna láta margir okkur sjá um
allt sem viðkemur útleigunni. Við
sjáum þá um að setja upp bókunar-
síðu fyrir viðkomandi, lögfræðingar
á okkar vegum sjá um að aðstoða
eigendur við leyfismál þeim að
kostnaðarlausu, við útvegum rúm-
föt, handklæði og annað þess háttar
sem þarf að vera til staðar fyrir gesti
meðan á dvöl þeirra stendur, sjáum
um öll samskipti og bókanir, tök-
um á móti leigjendum, erum til taks
ef eitthvað kemur upp á og gerum í
raun allt sem tengist því að leigja út
eignina. Einnig verður í október opn-
að svokallað „early check-in center“
á Skólavörðustíg. Þar geta gestir sem
mæta snemma sótt lykla og eignar-
möppur, geymt farangur og jafnvel
pantað sér dagsferðir. Og svo sjáum
við auðvitað um þrifin líka,“ segir
Davíð.
Ásamt þeim Davíð eru um fimm
starfsmenn í þrifum. Davíð og Davíð
sjá hins vegar um allan umsýslu-
þáttinn. Á heimasíðu fyrirtækisins,
dekura.is, er að finna gagnlegar og
heildstæðar upplýsingar um þjón-
ustuna, verðskrá, hvernig á að hafa
samband, panta þjónustu, og margt
fleira. n
Húsaklæðning hf. | Sími: 555 1947 | Netfang: info@husco.is | Vefhönnun: www.tonaflod.is
ENDING • GÆÐI • ÁBYRGÐ • REYNSLA
HÚSAKLÆÐNING EHF. HEFUR Í ÁRATUGI
SÉRHÆFT SIG Í VIÐHALDI FASTEIGNA
OG FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐUM.
Húsaklæðning hf. Sími: 555 1947 Netfang: info@husco.is Vefhönnun: www.tonaflod.is