Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 23.–26. september 2016 Kynningarblað - Með allt á hreinu 7
Bíllinn þarf líka að
vera fallegur að innan
Dr. Leður sérhæfir sig í litun og viðgerðum á leðuráklæðum og selur rómuð Dr. Leður hreinsiefni
V
ið þrífum, lögum og litum
leðurhúsgögn og inn
réttingar í bílum. Við sjá
um um öll flugvélasætin
fyrir Icelandair, sjáum um
allt fyrir Alþingi í þessum efnum,
þjónustum flestar húsgagnaverslan
ir í bænum, bílaumboðin, bílasala
og svo framvegis,“ segir Ólafur Geir
Magnússon, eigandi fyrirtækisins
Dr. Leður. Ólafur Geir er lærður hús
gagnabólstrari og hefur sérhæft sig
í viðgerðum á leðri síðan árið 1992.
Hann stofnaði Dr. Leður árið 2008
og fyrirtækið hefur dafnað mjög síð
an. Meðal annars er Dr. Leður mjög
framarlega í viðgerðum á bílsætum
sem víða er mikil þörf fyrir.
Dr. Leður leðursápa og
leðurnæring
Auk þess að sérhæfa sig í litun og
viðgerðum á leðursætum í bílum og
leðurhúsgögnum þá selur Dr. Leður
hreinsiefni og næringu fyrir leður
sem nauðsynlegt er að bera á til að
lengja líftíma leðursins. Með þess
um efnum öðlast leðrið nýtt líf.
Hér er um að ræða Dr. Leður
leðursápurnar og leðurnæringu.
Vörurnar njóta mikillar hylli meðal
þeirra sem þurfa að þrífa leður og
hróður þeirra
eykst sífellt:
„Í hvert
einasta
skipti sem
einhver
kaupir þetta
af mér veit ég
að ég er búinn
að eignast fram
tíðarviðskiptavin vegna
þess að fólk notar þetta alltaf aftur.
Það er bara þannig,“ segir Ólafur
Geir. Vörurnar eru seldar í ýmsum
húsgagnaverslunum, til dæmis í
Línunni og Heimahúsinu, auk þess
í Toyota Akureyri og víðar. Þá kaupa
margir efnin hjá Dr. Leður, Krók
hálsi 4, 110 Reykjavík.
Langamma gaf tóninn
Almenningur leitar mikið til Dr.
Leður vegna innréttinga og sæta
áklæða í bílum:
„Þetta byrjar á að fólk kemur og
sýnir mér bílinn. Í mörgum tilvikum
getur það þrifið sjálft, fengið mína
frábæru Dr. Leður sápu og næringu
til að græja þetta. En svo þarf stund
um að skipta um kanta – það er oft
sem kantarnir eru ónýtir eftir að sest
er inn í bílinn og stigið úr honum –
þá getum við gert það – og að sjálf
sögðu þrífum við líka bílinn ef bíl
eigendur vilja það.“
Ólafur Geir segir mjög mikilvægt
að halda bílum hreinum að innan:
„Það er nauðsynlegt að bera á
bílinn og þrífa hann um það bil
tvisvar á ári. Ég nota oft frasann sem
langamma sagði einu sinni við mig
þegar ég var lítill: „Óli minn, það er
ekki nóg að vera fallegur að utan“.“
Það er stutt í glensið hjá Ólafi
en öllu gamni fylgir alvara og ljóst
er að dæmisagan um langömmuna
fangar vel mikilvægi þess að hirða
vel um bílinn sinn, jafnt að innan
sem utan. n
Dr. Leður
Krókhálsi 4
110 Reykjavík
Sími: 824-1011
Dr. Leður á Facebook
www.drledur.is
Dr. Leður Leðursápa og leðurnær-
ing þykja vera undragóðar
hreinsivörur fyrir leður.
Fyrir og eftir Bílsæti og stýri Fyrir og eftir Ótrúlegur árangur
Skolphreinsun Ásgeirs
– Á vaktinni allan sólarhringinn
F
aðir minn byrjaði með þetta
upp úr 1975 og ég fór ungur
að vinna með honum. Ég
hef síðan haft þetta að að
alstarfi síðan árið 2000,“
segir Ásgeir Ásgeirsson sem rekur
Skolphreinsun Ásgeirs. Ásgeir er
því kominn með afar langa starfs
reynslu í faginu og margir treysta
á þjónustu hans þegar upp koma
stífluvandamál, sem oftar en ekki
þola ekki mikla bið.
„Við erum meira í þessum inn
anhússvanda, losum stíflur frá bað
körum, vöskum og klósettum. Það
eru hins vegar holræsabílarnir sem
aðallega sinna vandamálum í stærri
lögnum,“ segir Ásgeir en hann þjón
ustar jöfnum höndum íbúðar
eigendur, húsfélög og fyrirtæki.
„Við erum á vaktinni allan sólar
hringinn og reynum að svara útköll
um hvenær sem er. Bróðir minn er
með mér í þessu og það má treysta
því að annar okkar sé alltaf á vakt
inni,“ segir Ásgeir.
Ásgeir notast við tæki sem eru
færanleg og hann tekur með sér inn
í hús. Má þar nefna rafmagnssnigla
og háþrýstidælur. „Rafmagnssnigl
arnir eru með gorma sem snúast
og við þræðum þá inn í rörin. Þeir
safna í sig hárum og pappír sem á
ekki að vera í lögnunum, en láta
klósettpappír vera,“ segir Ásgeir.
Hann notast einnig við lagnavél
ar sem geta verið afar mikilvægar
í að greina upptök og staðsetja
vandamálin í lögnunum.
Að sögn Ásgeirs eru stífluvanda
mál algengari í eldri hverfum borg
arinnar þar sem lagnir eru gamlar en
stíflur geta þó líka komið upp í nýj
um hverfum – raunar hvar sem er.
Stíflulosun er pöntuð með því að
hringja í símanúmerin 861-5786 eða
892-7260. n