Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 23.–26. september 201624 Fólk Viðtal É g er afskaplega þakklát fyr- ir að þessi brjóstahaldari kostaði mig ekki lífið,“ segir Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir sem lenti í alvarlegu bílslysi á mánudagsmorgun. Hún endaði utan vegar og velti Chevrolet Spark- bíl sínum á Stafnesvegi í Sand- gerði og segir að slysið megi rekja til klaufalegs einbeitingarleys- is í nokkur sekúndubrot. Í slysinu brotnaði úr hrygg hennar en hún slapp að öðru leyti með mar og skrámur og kveðst þakklát fyrir að ekki fór verr. Sérstaklega þar sem hún segir að bílbeltið hafi brugð- ist henni. Slysið sé þó áminning til allra ökumanna um að það þurfi ekki nema að gleyma sér í eitt augnablik til að illa fari. Umboðs- aðili bíltegundarinnar hér á landi hyggst bregðast við og láta skoða bílbeltin. Leit af veginum „Ég var að skutla stráknum mínum í skólann og hafði farið að heiman í flýti og gripið með mér brjósta- haldara á hlaupum. Þegar ég var að verða komin heim til foreldra minna fór ég í kerfi því ég sá hann ekki í sætinu og fór að þreifa eftir honum. Ég fékk áfall yfir að hann hefði kannski flækst í strákinn, sem er í 10. bekk, og að hann myndi mæta með brjóstahaldara hang- andi í sér í skólann. Ég leit því að- eins aftur í og síðan til baka og þá var ég akkúrat í beygju og áður en ég vissi af var ég komin út í móa. Ég lenti á stórum steini sem sendi bílinn í kollhnís og eina veltu,“ segir Jóhanna sem viðurkennir að það sé neyðarlegt að játa að leit hennar að brjóstahaldara hafi end- að sem slíkum ósköpum. Þetta sýn- ir hins vegar að það þarf ekki meira til. Ekki nema að líta af veginum í stutta stund til að illa geti farið. Á tímum snjallsíma hefur verið mikið rætt um farsímanotkun undir stýri þar sem sjá má ökumenn með and- litin ofan í skjám síma sinna á ferð jafnvel lengri vegalengdir. Jóhanna segir skelfilegt til þess að hugsa. Bílbeltið brást Jóhanna birti skilaboð til vina sinn á Facebook á mánudag þar sem hún greindi frá atvikinu. Þar sagði hún að líklega hefði bílbeltið verið gallað. DV hafði samband við Jó- hönnu sem féllst á að deila lífs- reynslunni. Ljóst er af lýsingum hennar að bílbeltið hafi ekki sinnt sínu hlutverki að fullu. „Í stað þess að beltið læstist þá fór það bara með mér þegar ég velt- ist um í bílnum. Beltið yfir mittið hélt en efri hluti búksins slóst bara til, alveg yfir í farþegasætið. Og þegar bíllinn lenti aftur á dekkj- unum, skall ég aftur með bakið í sætisbakið. Og af því að ég var á fleygiferð um bílinn þá braut ég eitthvað í hryggnum.“ Jóhanna segir þó að hún hafi verið heppin þar sem mænan hafi ekki skaðast. Læknir tjáði henni að eitthvað hafi losnað frá í hryggnum og að hún þurfi að jafna sig með nægri hvíld og verkjastillandi lyfjum. „Ég get gengið og hreyft hendur og fætur og er heil í hausnum þannig að ég slapp ótrúlega vel. Hitt er eitthvað sem á eftir að jafna sig. En ég verð að taka því rólega í 8–12 vikur segja þeir, sem ég er al- veg í losti yfir,“ segir Jóhanna sem er mikil útivistarkona sem fer oft í fjallgöngur og því lítið spennt fyrir Heppin að n Jóhanna Ósk hryggbrotnaði eftir bílveltu í Sandgerði á mánudag n Óhugnanleg áminning um að andartaks athyglisskortur getur skipt máli vera á lífi eftir að bílbeltið brást Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „ Áður en ég vissi af var ég komin út í móa Þakklát Jóhanna Ósk tók augun af veginum í augnablik með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar og velti bíl sínum. Hún vill þó meina að hún hefði sloppið betur ef bíl- beltið hefði gripið inn í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.