Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 23.–26. september 201620 Fólk Viðtal Erfitt að vera fyrirmynd Landsliðsfyrirliðinn í körfuknattleik, Hlynur Bæringsson, er fæddur í Stykkishólmi, ættaður vestan af fjörðum en ólst upp í Grundar- firði og Borgarnesi. Faðir hans, sem glímdi við alkóhólisma, lést þegar hann var sjö ára. Einstæð móðir hans ól ein upp börnin fjögur – stundum við þröngan kost. Hlynur fékk áhuga á körfu- bolta sem unglingur og varð fljótt góður. Hann sér bæði eftir því að hafa hafnað tilboði um atvinnumennsku á Spáni þegar hann var 19 ára og að hafa ekki nýtt tímann betur þegar hann var yngri. „Ég hefði getað farið miklu, miklu lengra,“ segir hann í einlægu viðtali við DV. Hann hefur þó afrekað meira en margir aðrir og leiddi körfuboltalandsliðið um helgina á sitt annað Evrópumót í röð – afrek sem fæstir hefðu fyrir nokkrum misserum gert sér í hugar- lund. Baldur Guðmundsson settist niður með Hlyni, fjögurra barna föður, sem er snúinn heim eftir sex ár í atvinnu- mennsku. „Ég er viss um að ég hafði hæfileika og getu til að fara miklu lengra en ég hef gert Víti til varnaðar Hlynur hefur alltaf verið meðvitaður um að alkóhólisma er víða að finna í fjölskyldu hans. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.