Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 23.–26. september 2016 í lausnargjald. Það vakti athygli rann- sakenda sem tjáðu sig í þættinum að upphæðin var nákvæmlega sú sama og John hafði fengið í bónus frá vinnu- veitanda sínum þetta sama ár. Mjög fáir, ef einhverjir, utan fjölskyldunnar vissu af umræddum bónus. Rann- sakendur voru á sama máli um það að bréfið virtist falsað, í því væru til dæmis skrýtnar málfars- og stafsetn- ingarvillur. Á sínum tíma kviknaði grunur um að Patsy hefði skrifað bréf- ið, þar sem ritstíll hennar var svipaður þeim sem var á bréfinu. Lögreglu tókst samt ekki að sanna það. Telur að hægt sé að leysa málið Eins og að framan greinir er málið enn óleyst, tuttugu árum eftir að það kom upp. James Fitzgerald, fyrrverandi FBI-fulltrúi, sem kafað hefur ofan í málið, sagði í þættinum að kominn væri tími til að leysa málið í eitt skipti fyrir öll. „Ég er á þeirri skoðun að það sé hægt að leysa þetta mál. Hvort það gerist veltur á öðrum en þeim sjö rannsakendum sem komu að gerð þáttarins.“ Þátturinn var sýndur aðeins nokkrum dögum eftir að bróðir Jon- Benet, Burke, fór í viðtal hjá sjón- varpsmanninum dr. Phil um dauða systur sinnar. „Ég man eftir því að mamma hljóp inn í herbergið mitt og öskraði upp yfir sig að JonBenet væri ekki í rúminu sínu. Það næsta sem ég man var að lögregluþjónn var inni í herberginu með vasaljós. Ég veit að fólk heldur að ég hafi gert þetta; að foreldrar mínir hafi gert þetta. Ég veit að við lágum undir grun,“ sagði hann. n www.avaxtabillinn.is avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 VETRAR- Tilboð Til VinnuVEiTEndA Gómsætir veislubakkar sem lífga upp á allar uppákomur Það er líka hægt að panta stöku sinnum hjá Ávaxtabílnum utan áskriftar. T.d. þennan ávaxtapakka með 7 kg af blönduðum ávöxtum á 5.000 kr. Eða bara hvaða blöndu sem er, en lágmarkspöntun er 4.000 kr. Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Við komum með ávexti og þið uppskerið hressara starfsfólk Áhrif ávaxtakörfunnar eru göldrótt á sálarlíf og heilsufar starfsfólks. Fyrir óverulega upphæð er því hægt að hafa afar góð áhrif á mannskapinn. Fréttir Erlent 15 Dauði JonBenet Ramsey 26. desember 1996: JonBenet Ramsey, sex ára, finnst látin í kjallara á heimili sínu. Nokkrum klukkustundum áður hafði móðir hennar hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt að stúlkan væri horfin og að hún hefði fundið kröfubréf frá mannræningjunum. Í ljós kom að JonBenet hafði verið kyrkt og barin. 1. janúar 1997: Foreldrar JonBenet tjá sig í fyrsta skipti í sjónvarpi um dauða dóttur sinnar. Þar lýsa þau yfir sakleysi sínu. 30. apríl 1997: Foreldrar JonBenet eru kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu í tengslum við dauða stúlkunnar. 20. maí 1997: Patsy er beðin um að gefa lögreglu rithandarsýnishorn í fimmta sinn. Þetta var gert til að kanna hvort hún hefði skrifað kröfubréfið. Sumarið 1997: Ramsey-fjölskyldan flytur frá Colorado til Atlanta. 12. mars 1998: Lögreglan í Boulder biður saksóknaraembættið um að fara með málið fyrir ákærurétt. 12. ágúst 1998: Yfirvöld segja að ákæruréttur muni taka afstöðu til þess hvort næg sönnunargögn séu í málinu til að ákæra Ramsey-hjónin. 13. október 1998: Kviðdómurinn sem á að taka afstöðu til málsins klofnar í afstöðu sinni og sak- sóknaraembættið tilkynnir að engar ákærur verði gefnar út. 29. mars 2001: Boulder-fjölskyldan fer fram á bætur vegna rangra sakargifta lögreglunnar í Boulder. Málið endar með sátt. Desember 2003: Nýr saksóknari í Boulder staðfestir að DNA-erfðaefni úr blóðbletti sem fannst á nær- buxum JonBenet hafi verið sett inn í gagnagrunn FBI og engin samsvörun fundist. Þá var það staðfest að blóðbletturinn væri ekki úr neinum fjölskyldumeðlimi. 24. júní 2006: Patsy Ramsey, móðir JonBenet, deyr af völdum krabbameins, 49 ára að aldri. 16. ágúst 2006: John Mark Karr, 41 árs Bandaríkjamaður, er handtekinn í Taílandi vegna gruns um aðild að dauða stúlkunnar. Hann játar að hafa orðið henni að bana en síðar kemur í ljós að um falska játningu var að ræða. September 2010: Greint er frá því að lögregla hafi í hyggju að ræða við Burke, bróður JonBenet, um dauða systur hans. Rannsókn á málinu hófst á nýjan leik í október 2010. 14. júní 2012: James Kolar, sem kom að rannsókninni á sínum tíma, segir í nýrri bók sinni að Ramsey-fjölskyldan hafi að líkindum komið að dauða JonBenet. Október 2013: Gögn lögreglu vegna rannsóknarinnar á sínum tíma eru gerð almenningi aðgengileg. Ananas- skálin Samkvæmt þeirri kenningu sem varpað var fram í þættinum sló bróðir JonBenet hana í höfuðið eftir að hún stalst í þessa skál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.