Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 46
Helgarblað 23.–26. september 201638 Fólk „Aðaltrixið er að nota húmorinn“ Hulda Snæberg leiðbeinir um „tuðfrítt uppeldi“ B arnauppeldi getur tekið á hvert einasta foreldri, mis- mikið, en flestir foreldrar hafa upplifað erfið tímabil og ýmiss konar vanda í tengslum við uppeldi. Þá er mis- jafnt hvernig við bregðumst við og hversu fljót við erum að yfirstíga hindranirnar. Sumir leyfa tímanum að vinna með sér aðrir leita eftir aðstoð fagaðila. Sumir öskra, aðrir tuða. Hulda Snæberg Hauksdóttir, leikskólakennari og fjölskyldumeð- ferðarfræðingur, hefur að undan- förnu þróað og kennt foreldranám- skeið þar sem hún leiðbeinir um það sem hún kallar „tuðfrítt upp- eldi“. „Tuð þýðir í raun og veru það að við erum að endurtaka í sífellu sömu setninguna, eða ræða sama hlut- inn, gjarnan fyrir daufum eyrum. Við höldum að við séum að leiðrétta hegðun eða biðja einhvern um að breyta einhverju, en ekkert breyt- ist!“ segir Hulda aðspurð hvað hún meini eiginlega með orðinu „tuð“. Tuðið er vafalaust eitthvað sem margir tengja við en það getur reynst þrautin þyngri að losna við það og er það raunverulega hægt? „Já, auðvitað! Með því að ákveða hvernig samskipti við ætlum að eiga innan fjölskyldunnar getum við einblínt á jákvæðni og lausnir og notað leiðir sem skila árangri! Bæði fyrir okkur og börnin.“ Hulda telur mikilvægt að for- eldrar viti og finni að þeir séu að gera góða hluti í uppeldi barna sinna, en einnig að þeir geti metið hvenær gott er að sækja sér ráð til fagaðila t.d. skóla, leikskóla, sál- fræðings o.s.frv. „Við foreldrar þurfum að upplifa ánægju og vellíðan í foreldrahlut- verkinu og vita að við erum að miðla góðum hlutum til barnanna okkar.“ Góð leynitrix Þetta hljómar eins og tónlist og sennilega eitthvað sem allir foreldrar væru til í að tileinka sér en þegar á reynir er stutt í tuðið. Áttu einhver leynitrix til þess markvisst að bæta uppeldisaðferðir? „Ég á mörg leynitrix og í rauninni felast helstu trixin í breyttu sam- skiptamynstri og betra skipulagi innan heimilisins. Til að ná því þarf að byrja á að ræða við makann og leggja svolítið línurnar með hlutverk fullorðinna inni á heimilinu og ekki síður hlutverk barnanna. En aðal- trixið felst samt í húmor og hvernig við notum hann í uppeldinu!“ Mjög áhugavert! En geturðu skýrt þetta nánar varðandi húmorinn, enda erfitt að ætla foreldri sem er byrjað að tuða að venda kvæði sínu í kross og fara að segja brandara? „Dæmi um húmor í uppeldinu; barnið vill ekki fara í skó og þú gef- ur skónum líf og lætur þá tala við barnið – það er fyndið ef maður er t.d. fjögurra ára og öfugsnúinn að morgni, eða þá að foreldri reynir að troða sér í föt barnsins með til- þrifum og kemst augljóslega ekki í þau! Ef barn eða unglingur vill ekki matinn sinn má nota orðin sem þau hafa notað um matinn þegar er kallað á þau í kvöldmat t.d. „Komdu að borða elskan mín, það eru drullukökur með ælusósu og slímkartöflum í matinn!“ Þetta vekur oft kátínu og léttir lund! Fjöl- skyldan getur þá gantast með mál- tíðina og leikið sér að orðum í stað þess að suða og tuða við matar- borðið. Eins virkar vel að rifja upp eitthvað fyndið sem börnin gerðu þegar þau voru yngri. Þau elska að heyra fyndnar sögur af sjálfum sér.“ Hulda brosir og virðist geta sniðið grín í kringum alls konar hvers- dagslegar athafnir. Tuð er leiðinlegur ávani og það getur reynst erfitt og tekið langan tíma að breyta venjum. Hvaða áherslur eru á námskeiðinu og þarf fólk ekki að æfa sig til þess að ná árangri í þessum efnum eins og öðrum? „Á örnámskeiðinu fer ég yfir helstu áskoranir sem mæta foreldrum í uppeldi barna sinna. Þátttakendur fá tækifæri til að spjalla í litlum hópum og að lokum svara ég spurningum og vangavelt- um þátttakenda. Við fáum okkur líka kaffi og te eða vatn og megum standa upp og ganga um gólf því það getur verið krefjandi að þurfa að sitja kyrr eftir vinnudaginn!“ Fyrsta námskeið vetrarins verður auglýst fljótlega og haldið í október. Hægt er að skrá sig og panta pláss á netfanginu ornamskeid2016@gma- il.com en þar er jafnframt öllum fyrirspurnum svarað. n Hulda Snæberg Hauksdóttir „Við foreldrar þurfum að upplifa ánægju og vellíðan í foreldrahlutverkinu.“ Mynd SiGtryGGur Ari„Með því að ákveða hvernig samskipti við ætlum að eiga innan fjölskyldunnar getum við einblínt á jákvæðni og lausnir og notað leiðir sem skila árangri. Út fyrir kassann Kristín tómasdóttir skrifar Komdu þér í form Glæsibæ • www.sportlif.is Stacker 4 Sterkustu brennslutöflur í Evrópu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.