Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 23.–26. september 2016 Fólk Viðtal 21
P
abbi minn var óreglumaður,“
segir körfuboltamaðurinn
Hlynur Bæringsson um upp
vaxtarárin sín á Grundar
firði. Hann dó þegar Hlynur
var sjö ára en pabba sinn þekkti
hann lítið. Hann hafði ekki verið til
staðar. Hlynur kippti sér þess vegna
lítið upp við fregnirnar. „Hann dó úr
alkóhólisma, þó að banameinið hafi
verið eitthvað annað,“ segir þessi
stóri og stæðilegi landsliðsmaður
núna, 27 árum síðar.
Hlynur ólst því upp hjá einstæðri
móður sinni í litlu sjávarplássi. „Hún
var ein með fjögur börn og stóð sig
eins og hetja. Mér fannst ég aldrei
líða skort og var aldrei svangur,“ segir
Hlynur um æskuárin fyrir vestan.
Þau mæðginin eru mjög náin og í
góðu sambandi.
Hann segist þó hafa upplifað
að í litlu bæjarfélagi úti á landi geti
verið munur á því hvernig fólk lítur á
mann, eftir því hverra manna maður
er; hvort pabbi manns er útigangs
maður eða hátt settur í samfélaginu.
„Það á ekki að setja börn í hólf. Það
er aldrei auðvelt fyrir börn að alast
upp í kringum alkóhólisma. Og hann
er víða.“ Á Grundarfirði á hann enga
ættingja en marga vini. „Þetta var
bæði gott og slæmt,“ segir hann um
uppvaxtarárin.
Barist við NBA-stjörnur
Á sunnudaginn varð ljóst, þegar Ís
land lagði Belgíu í undankeppni
EM, að liðið væri á leið á annað
Evrópumótið í röð. Það er í öllum
samanburði frábær árangur fyrir ekki
stærra land. Á Evrópumótinu í fyrra
atti Ísland kappi við fimm af bestu
liðum álfunnar. Þó að leikirnir hafi
tapast – flestir með mjög litlum mun
– vakti frammistaða liðsins mikla
athygli. Fyrirliðinn fékk oft og tíð
um það hlutverk að berjast í teignum
við leikmenn sem eiga að baki ótrú
legan feril í NBAdeildinni. Nægir
þar að nefna Spánverjann Pau Gasol
og Þjóðverjann Dirk Nowitzki, en
þeir hafa um árabil verið burðarásar
í bestu liðum NBA deildarinnar.
„Hann hitti alltaf“
Hlynur viðurkennir að það hafi verið
sérkennilegt að mæta Nowitzki í
fyrsta leik. „Hann er einn af mínum
uppáhaldsleikmönnum. Ég lít ekki
upp til margra íþróttamanna en hann
er einn þeirra. Hann hefur alltaf borið
sig svo vel; bæði innan og utan vallar.
Það vantar stundum í aðra leikmenn í
þessari deild.“
Hann segist hafa horft aðdáunar
augum á Nowitzki setja niður hvert
skotið á fætur öðru í upphitun. „Hann
hitti alltaf. Ég trúði þessu varla. Ég hafði
aldrei spilað við menn í þessum gæða
flokki. Ég man að í upphafi leiks setti
hann niður eitt skot yfir okkur Loga
[Gunnarsson]. Hann sá okkur varla,“
segir hann hlæjandi. „Þetta var mik
il upplifun og ég man að það flaug í
gegnum höfuðið á mér að þetta hefði
nú þrátt fyrir allt verið pínulítið gaman.
Það er svo mikill elegans yfir honum. Á
þessari stundu – við þessar aðstæður –
var þetta mjög sérstakt,“ segir Hlynur
en Íslendingar mættu gestgjöfum Þjóð
verja fyrir fullri höll í fyrsta leik móts
ins. Þjóðverjar unnu með sex stigum,
eftir jafnan leik. Árangurinn var betri
en menn þorðu að vona. „Menn voru
að gæla við að við gætum haldið jöfnu
í einn og einn hálfleik en eftir mótið
hugsaði ég með mér að ef allt hefði
gengið upp hefðum við jafnvel getað
farið upp úr þessum dauðariðli.“ Hann
er mjög stoltur af frammistöðunni.
Enn betra en síðast
Í Laugardalshöll á sunnudag var allt
undir. Tap hefði getað þýtt að liðið
kæmist ekki á EM, en Belgar voru
ósigraðir og öruggir um sæti á EM.
Eftir erfiða byrjun gerðu strákarnir
áhlaup og náðu að jafna leikinn. Þeir
sýndu mátt sinn í síðari hálfleik og
léku á als oddi. Sigur varð staðreynd
og EMsætið í höfn. „Þetta var frábær
dagur og gott partí eftir á,“ segir hann
um sunnudaginn. „Það er allt annað
að tryggja sig inn með sigri. Þetta var
æðislegt síðast en enn betra núna.“
Hlynur sagði eftir EM í fyrra að ekki
væri víst að hann spilaði með lands
liðinu áfram. En óvæntir erfiðleikar
í Svíþjóð höfðu áhrif á þá ákvörðun.
„Ég var búinn að eiga leiðinlegan
vetur. Félagið mitt [Sundsvall] úti fór
í gjaldþrot og það var mikið vesen.
Þetta var orðin eins og venjuleg vinna
– reyndar verra en mörg störf.“ Fimm
ára samningi var rift og Hlynur ger
ir ekki ráð fyrir að fá greidd þau laun
sem hann hafði unnið sér inn. Þar
vantar mikið upp á.
Eftir þessa erfiðleika þyrsti þenn
an mikla keppnismann í að upplifa
aðra undankeppni, með vinum sín
um í landsliðinu. Hann segir að það
að spila með landsliðinu sé allt öðru
vísi upplifun en að spila með félags
liði. Enginn fái borgað og enginn sé
þess vegna að hugsa um sjálfan sig. „Í
klúbbunum verður þú að sýna góða
frammistöðu til að fá næstu vinnu.
Menn geta talað eins og þeir vilja um
að það skipti öllu máli að vinna leik
ina en staðreyndin er sú að þú færð
ekki annan samning ef þú leggur ekki
nógu mikið til liðsins.“
Hann upplifir keppni með lands
liðinu sem hreina íþróttamennsku.
„Eins og það á að vera.“ Í liðinu séu
engir egóistar og allir vinni að sam
eiginlegu markmiði. „Þegar maður er
orðinn þetta gamall þá skiptir þetta
mann meira máli,“ segir Hlynur sem
er 34 ára.
Gullár landsliðanna
Íslensku landsliðin í stærstu bolta
íþróttunum, bæði í karla og kvenna
liðum, hafa náð eftirtektarverðum
árangri á umliðnum árum. Hand
boltastrákarnir hafa farið á hvert
stórmótið á fætur öðru og bæði kyn í
knattspyrnu hafa verið þátttakendur
á Evrópumótum. Nú er körfubolta
landsliðið að fara á sitt annað
Evrópumót í röð.
Hvernig er hægt að skýra þennan
árangur? Hlynur segist oft hafa verið
spurður að þessu úti í Svíþjóð. „Ég
veit, eftir að hafa rætt við menn í Sví
þjóð, að landsliðið skiptir þá minna
máli en mig. Aðalstjörnur Svíþjóð
ar í körfubolta spila ekki með lands
liðinu. Ástæðurnar eru misjafnar
en allt annað gengur fyrir. Hjá okk
ur í íslenska landsliðinu er þetta svo
mikil vægt að Jón Arnór [Stefánsson]
spilaði ótryggður 2014. Það er eins
dæmi. Landsliðið skiptir okkur meira
máli og samheldnin verður meiri –
allavega samanborið við Svía. Og það
skilar sér í árangri.“
Hlynur segir að aðstæður til iðk
unar hópíþrótta á Íslandi séu góðar
og þjálfun á heildina litið líka. Hann
hafi svo sem engar einhlítar skýringar
á góðu gengi íslenskra landsliða. „Ég
er ánægður og stoltur af landinu
mínu en það er fín lína á milli þess og
að vera með einhvern þjóðrembing.
Mér finnst fátt hallærislegra en að
halda að maður sé yfir einhverja aðra
hafinn. En ég er stoltur af því sem ís
lensku landsliðin hafa gert.“ Hann
segir að handboltalandsliðið hafi
verið brautryðjandi og lagt línuna
fyrir önnur landslið. „Þeir eru fyrir
myndir í þessu, enda stefna þeir á
verðlaun á hverju móti. Þeirra viðmið
eru allt önnur og það er í raun litið á
það sem skandal ef þeir komast ekki
á stórmót. Við erum góðu vön.“
Hann ber þjálfara landsliðsins,
Craig Pedersen, vel söguna. Hann
sé algjör „körfuboltaheili“ og fljótur
að teikna upp lausnir við leik and
stæðinganna. Honum hafi tekist að
finna fínt jafnvægi á milli frjáls flæðis
í leiks liðsins og uppstilltra leikkerfa.
„Hann er mjög yfirvegaður og ég hef
ekkert nema gott um hann að segja.“
Eftirsjá
Hlynur byrjaði tiltölulega seint að
æfa körfubolta, 11 eða 12 ára gamall.
Hann féll þó strax fyrir íþróttinni
og stóð flestum jafnöldrum sínum
framar, bæði getulega og líkamlega.
„Ég æfði mjög mikið á unglingsár
unum. Ég hefði eiginlega ekki getað
gert meira.“ Hann sér hins vegar eftir
því að hafa ekki verið með hugann
við íþróttina þegar hann varð að
eins eldri. „Frá því ég var um það bil
nítján ára æfði ég mjög lítið. Ég kom
til dæmis ekki inn í lyftingasal fyrr
en ég varð fullorðinn – sem er al
veg galið,“ segir hann af eftirsjá. „Ef
ég hefði æft betur þá hefði ég getað
orðið miklu betri – bara ef ég hefði
nýtt þessi ár betur. Ég er viss um að
ég hafði hæfileika og getu til að fara
miklu lengra en ég hef gert.“
Hlynur, sem er rúmir tveir metrar
á hæð, var yfirleitt stærstur í æfinga
hópunum. Hann segir að það hafi ekki
endilega alltaf komið sér vel. „Það er
ekkert alltaf gott að vera langstærstur.
Ferillinn minn hefði spilast öðru
vísi ef ég hefði gengið inn í íþrótta
sal í Serbíu þar sem voru 300 krakk
ar. Þá hefði ég ekki verið stærstur og
verið látinn æfa aðra hluti.“ Hans
hlutskipti er yfirleitt að hafa gætur á
stærstu leikmönnum andstæðing
anna – sem margir eru miklu hærri
og þyngri. Hann bætir við að því fylgi
bæði kostir og gallar að alast upp í litl
um samfélögum. „Ég fékk að láta ljós
mitt skína, sem ég hefði kannski ekki
fengið annars staðar.“
Hann sér líka eftir því að hafa
hafnað atvinnumannstilboði frá liði
í efstu deild á Spáni, þegar hann var
19 ára. „Ég man ekki hvort það var
vegna þess að ég þorði ekki eða hvort
ég stefndi þá á að fara til Bandaríkj
anna í háskóla. En árið eftir spil
aði ég með Skallagrími.“ Hann segir
að þessi ákvörðun hafi ráðið miklu.
„Þegar maður æfir með betri leik
mönnum – þó að maður sé ekki að
spila mikið – þá verður maður betri
sjálfur. Ég hefði átt að fara út fyrr.“
Skrautlegur vetur í Hollandi
Hlynur tók tilboði árið 2005, þá 23 ára,
frá hollensku liði, Aris Leeuwarden.
„Það var skemmtilegur en skrautleg
ur tími. Klúbburinn var hræðilega
illa rekinn. Ég kann margar glóru
lausar sögur frá Hollandi,“ segir hann
sposkur og er um hæl beðinn um
dæmi. „Bara fyrstu nóttina þarna úti
þá fór liðsfélagi minn á djammið og
læsti sig úti. Hann þorði ekki að hr
ingja í stjórnarmennina á fyrsta degi
og biðja þá um aðstoð – fullur. Það
endaði þannig að hann svaf fyrir utan
húsið sitt fyrstu nóttina.“ Hann seg
ir að mikið hafi vantað upp á agann.
Menn hafi mætt illa á morgunæfingar
og hafi verið duglegir að skreppa í
ferðir hingað og þangað. „Við borðuð
um mikið á McDonald's fyrir leiki.
Sem er það versta sem þú getur látið
ofan í þig fyrir keppni.“ Greining á
andstæðingunum hafi engin ver
ið enda gekk liðinu illa. „Við fengum
einu sinni vídeóupptöku af mótherja,
sem við áttum að horfa á heima. Það
var alveg gagnslaust því leikurinn var
frá árinu áður og liðið var hvorki með
sama þjálfara né sömu leikmenn,“
segir hann og hlær.
Hann hafði þó gaman af vetrinum
í Hollandi og kynntist þar góðu fólki.
Um var að ræða fyrsta tímabil liðsins
í efstu deild og að þeir leikmennirn
ir geti ef til vill litið í eigin barm.
Liðið hafi síðan tekið stórstígum
framförum.
Kynntist konunni í Stykkishólmi
Við tóku fjögur ár í Stykkishólmi þar
sem Hlynur lék með Snæfelli. Liðið
varð Íslandsmeistari 2010. „Það var
ótrúlega góður endir. Við vorum oft
búnir að tapa í úrslitum og það var
mjög fullnægjandi að ná loksins að
vinna. Þessi tími í Hólminum var frá
bær,“ segir Hlynur en þar skaut hann
rótum á annan hátt en þann sem snýr
að körfuboltanum. Hann kynntist
þar stúlku, Unni Eddu Davíðsdóttur.
Þau eiga saman fjögur börn í dag.
Eftir Íslandsmeistaratitilinn í
Hólminum benti landsliðsmaður
inn fyrrverandi, Jakob Sigurðarson,
þjálfara sínum í Svíþjóð á Hlyn. Úr
varð að Hlyni var boðinn samningur.
Síðan eru sex ár liðin. „Þetta var frá
bær tími,“ segir hann um árin úti.
Liðið varð Svíþjóðarmeistari á fyrsta
tímabili eftir að Hlynur kom. „Við
vorum með góðan hóp og frábæran
þjálfara, fyrstu tvö árin. Samfélagið er
mjög skemmtilegt og það er þægilegt
að búa í Svíþjóð. Ég sakna Svíþjóðar
mjög mikið.“
Mér finnst ég ekki æðislegur
Á þessum tímapunkti í viðtalinu
gengur eldri maður upp að Hlyni,
þar sem við sitjum á kaffihúsi, og
óskar honum til hamingju með ár
angurinn. Hann hafi því miður ekki
getað horft á liðið vinna Belga, þar
sem hann var erlendis, en í Laugar
dalshöllinni hefði hann svo sannar
lega viljað vera. „Þetta var frábært hjá
ykkur,“ segir maðurinn áður en hann
kveður.
Hlynur hefur aldrei séð hann
áður. „Mér finnst þetta ekki auðvelt,“
segir Hlynur um þá athygli sem hann
fær fyrir að vera fyrirliði landsliðs
sem nær góðum árangri. „Ég reyni
mitt besta til að vera góð fyrirmynd
en það er alls ekki þannig að allt sem
ég geri endurspegli fullkomna fyrir
mynd. Þetta er stundum erfitt. Ég næ
ekki að venjast þessu.“
Hann segist oft efast um sjálfan
sig, að hann sé þess virði að vera fyrir
mynd einhvers. „Ég hef staðið mig
sæmilega í því að vera fyrirmynd á
síðustu árum en ég var það ekki þegar
ég var 22 ára.“ Hann prísar sig sælan
yfir því að athyglin og árangurinn
hafi ekki verið eins góður þá. Hlynur
segir að þetta hlutverk virðist henta
mörgum íþróttamönnum. Hann hafi
hins vegar aldrei átt auðvelt með
þetta. „Ég er ekki oft stoppaður úti á
götu, en það hefur þó aukist síðustu
tvö til þrjú árin,“ segir hann aðspurð
ur. „Það er allt í lagi, þó að mér finnist
þetta hálf skrýtið. En þetta á bara ekki
við mig. Mér finnst ég ekki svo æðis
legur.“ Hann segist þó hafa skilning
á því að fólk vilji heilsa upp á hann –
og að ungir iðkendur líti upp til hans.
„Fólk vill bara vera „nice“. Ég óska
fólki sjálfur til hamingju þegar það
hefur náð góðum árangri. Þannig að
ég kann alveg að meta þetta.“
Hlynur er fluttur heim til Íslands
eftir sex ára dvöl í Svíþjóð. Hann segist
upplifa það mjög sterkt að hér sé allt
á fullu. „Það eru allir að græða
„Ég er ánægður og
stoltur af landinu
mínu en það er fín lína
á milli þess og að vera
með einhvern þjóðremb-
ing. Mér finnst fátt hall-
ærislegra en að halda að
maður sé yfir einhverja
aðra hafinn.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Er betri maður Hlynur er
stoltur af því að hafa snúið
við blaðinu og klárað ferilinn
með stæl. MyNd SiGtryGGur Ari