Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 23.–26. september 201610 Fréttir n Fulltrúar Amel Group hafa rætt við nokkur sveitarfélög n Vilja rannsaka vatn Ísfirðinga n Stofnuðu einkahlutafélag í ágúst R áðgjafi kanadíska fjár­ festingarfyrirtækisins Amel Group fundaði í sumar með sveitarstjóra Tálkna­ fjarðarhrepps og bæjar­ stjóra Ísafjarðarbæjar vegna áhuga þess á að hefja stórfelldan útflutn­ ing á íslensku vatni. Forstjóri Amel Group hafði áður átt í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um kaup á vatni og starfsmaður fyrirtækisins einnig óskað eftir fundi með Elliða Vignis­ syni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Viljayfirlýsing þess og Ísafjarðar­ bæjar bíður nú undirritunar. Ekki er vitað hvaða áform fyrirtækið hef­ ur fyrir vatnið eða hvaða fjárfestar koma að því. Tveir æðstu starfsmenn þess hafa stofnað íslenskt einka­ hlutafélag undir nafni Amel Group og sest í stjórn þess. „Við eigum eftir að fá viðbrögð við okkar breytingum á viljayfir­ lýsingunni og ef þau verða jákvæð má gera ráð fyrir að hingað komi strax teymi frá Amel Group og fari í fýsileikakönnun. Við munum tryggja það í okkar samningum að um verði að ræða skuldbindingu til raunveru­ legs útflutnings og samningsrof ef ekkert gerist,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar­ bæjar. Heimsótti Hafnarfjörð Forsvarsmenn Amel Group ósk­ uðu í ársbyrjun 2015 eftir fundi með Haraldi L. Haraldssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, vegna áhuga fyrirtæk­ isins á að kaupa vatn úr dreifikerfi bæjarbúa. DV fjallaði um fundinn í júní í fyrra og kom þá fram að Salah Saleh, forstjóri Amel Group, hefði hitt bæjarstjórann og verið boðið í skoðunarferð um Hafnarfjörð og að skoða vatnslindir í Kaldárbotn­ um. Haraldur sagði í samtali við DV að fundurinn hefði verið skipulagð­ ur af Íslandsstofu. Einnig kom fram að fyrirtækið hafði kynnt sér spár um fjölgun ferðamanna hér á landi og lýst áhuga á að byggja hótel í bæn­ um. Í viðtali við DV síðasta þriðju­ dag staðfesti Haraldur að hann hefði ekkert heyrt í forsvarsmönnum Amel Group síðan í júní í fyrra. Fyrirtækið er líkt og kom fram í umfjöllun DV skráð í Ontario­fylki í miðausturhluta Kanada og hef­ ur komið að fjárfestingarverkefn­ um tengdum endurnýjanlegum orkugjöfum, landbúnaði, örygg­ is­ og varnarmálum og fjarskiptum. Saleh og Mohamed El Hadidy, annar stjórnarmaður fyrirtækisins, eru einu starfsmenn þess sem nefndir eru á vefsíðu fyrirtækisins. Óskaði eftir aðstoð Ljóst er að tilraunum Amel Group til að hefja vatnsútflutning frá Ís­ landi lauk ekki með heimsókninni í Hafnarfjörð. Elliði Vignisson, bæjar­ stjóri í Vestmannaeyjum, staðfestir í samtali við DV að starfsmaður fyrir­ tækisins hafi í byrjun síðasta sumars óskað eftir fundi með honum. „Í sumar mætti ég manni hér á götu sem kynnti sig frá Amel Group. Var þá búinn að reyna að ná fundum með mér og sagði mér að hann væri að vinna með kanadíska fyrirtækinu. Þetta hefur örugglega verið í maí eða júní,“ segir Elliði. Johan Gallani, breskur ráð­ gjafi kanadíska fyrirtækisins, fund­ aði í júlí síðastliðnum með Indriða Indriðasyni, sveitarstjóra Tálkna­ fjarðarhrepps. Gallani, sem rekur breska ráðgjafarfyrirtækið Gallani Consultants, hafði þá átt í samskipt­ um við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (ATVEST) og óskað eftir aðstoð vegna leitar hans að sveitar­ félögum sem væru tilbúin í viðræður um sölu á vatni. „Gallani kom hingað og þeir lýstu áhuga á að kaupa vatn í einhverju magni. Síðan þá hef ég ekki heyrt neitt meira af málinu. Eins og stað­ an er í dag þá er vatnsbólið hjá okk­ ur þannig að það er tekið úr því það sem sveitarfélagið þarf og alveg ör­ ugglega er gnægð af vatni þarna. En við erum ekki að fara að skuld­ setja sveitarfélagið í leit að vatni. Það er ekki hlutverk okkar en við sláum þetta ekki út af borðinu,“ segir Ind­ riði. „Þetta var rætt á fundi hér hjá sveitarstjórninni og við vorum tilbú­ in til að undirrita viljayfirlýsingu sem þeir vildu leggja fram. Það var það síðasta sem ég sendi þessum manni. Staðan var einfaldlega þannig að þeir myndu þá leggjast í rannsókn­ ir á vatninu og að öll framkvæmdin yrði okkur að kostnaðarlausu.“ Vilja semja til 25 ára Skömmu eftir fundinn með Indriða hóf Gallani viðræður við Ísafjarðar­ bæ. Líkt og kom fram í frétt RÚV á mánudag vill Amel Group flytja það­ an vatn í skipsförmum. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að fyrirtækið megi hefja rannsóknir á FjárFestar gera víðreist og vilja kaupa íslenskt vatn „Í sumar mætti ég manni hér á götu sem kynnti sig frá Amel Group Bæjarstjórinn Elliði Vignisson segist hafa rekist á starfsmann Amel Group úti á götu í Vestmannaeyjum sem hafi óskað eftir fundi með bæjarstjóranum. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Kom hingað Salah Saleh, forstjóri kanadíska fjár- festingarfyrirtækisins Amel Group, fundaði með bæjar- stjóra Hafnarfjarðar í júní 2015.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.