Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 23.–26. september 201614 Fréttir Erlent H eimildaþáttur CBS um dauða hinnar sex ára Jon- Benet Ramsey um jólin árið 1996 varpar ljósi á atburða- rásina kvöldið örlagaríka. Þó að tuttugu ár séu liðin frá því að hún fannst látin í kjallara heimilis síns hef- ur enginn verið ákærður fyrir aðild að dauða hennar. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Jon- Benet tekið þátt í fjölda fegurðar- samkeppna og vakti dauði hennar umræðu um slíkar keppnir fyrir börn. Dauði hennar varð eitt stærsta frétta- mál Bandaríkjanna um jólin 1996 og langt fram á árið 1997. Þegar líkið fannst var augljóst að hún hafði verið barin og kyrkt. Nokkrum klukku- stundum áður hafði móðir hennar, Patsy Ramsey, hringt í Neyðarlínuna þar sem hún tilkynnti að JonBenet hefði verið rænt frá heimili sínu í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Neituðu aðild Sem fyrr segir fannst lík hennar í kjall- aranum nokkrum klukkustundum síðar. Foreldrar stúlkunnar neituðu aðild að dauða hennar og þá taldi lögregla útilokað að eldri bróðir Jon- Benet, hinn níu ára gamli Burke, hefði átt aðild að dauða hennar. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn lög- reglu á sínum tíma var enginn hand- tekinn eða ákærður vegna dauða stúl- kunnar. Árið 2006 var maður að nafni John Mark Kerr handtekinn, en hann var kennari í heimabæ JonBenet á þeim tíma er hún var myrt. DNA-rannsókn leiddi síðar í ljós að hann kom ekki að dauða stúlkunnar. Spjótin beinast að bróðurnum Nýrri kenningu var hins vegar varp- að fram í fyrrnefndum þætti CBS, The Case Of: JonBenet Ramsey, sem sýndur var á mánudagskvöld. Í hon- um segir rannsóknarlögreglumaður sem kom að rannsókninni á sínum tíma að öll spjót standi á bróðurnum. Í þættinum var farið ofan í öll gögn málsins og þau skoðuð á nýjan leik, meðal annars af þeim sem komu að rannsókn málsins á sínum tíma og fyrrverandi fulltrúum bandarísku al- ríkislögreglunnar, FBI. Samkvæmt kenningunni varð Burke systur sinni að bana eftir að hann snöggreiddist. Ekki hafi verið um viljaverk að ræða heldur hafi Burke slegið systur sína í höfuðið með vasaljósi eftir að hún laumaðist í skál, fulla af ananas, sem hann var að borða úr. Í þáttunum kom fram að Burke hefði áður sýnt systur sinni of- beldisfulla tilburði og ári áður, þegar JonBenet var fimm ára, hafi hann slegið hana í höfuðið með golfkylfu. Ekki drepin að yfirlögðu ráði James Kolar, sem kom að rannsókninni fyrir saksóknaraemb- ættið í Boulder, sagði í þættinum á mánudagskvöld að fjölskyldan hefði komið heim milli klukkan 21.30 og 22.00 þann 26. desember. Samkvæmt kenningunni sem varpað var fram í þættinum var JonBenet sofandi þegar fjölskyldan kom heim. Faðir hennar, John Ramsey, á að hafa vakið hana til að pissa fyrir nóttina. Á meðan hafi móðir hennar gefið Burke skál með ananas og JonBenet laumast í hana. Þeir sem komu að rannsókninni á málinu í heimildaþætti CBS eru sammála um að JonBenet hafi ekki verið drepin að yfirlögðu ráði. Þeir eru hins vegar sammála um að for- eldrar hennar hafi reynt að hylma yfir það sem raunverulega átti sér stað. „Ramsey-fjölskyldan vildi ekki að lög- regla leysti málið og þess vegna er það enn óleyst,“ segir Jim Clemente, full- trúi bandarísku alríkislögreglunnar, sem fór yfir gögnin. Hann og aðrir sem að rannsókn- inni komu eru sammála um að við- brögð Ramsey-fjölskyldunnar vegna dauða JonBenet hafi ekki verið dæmi- gerð. Í nær öllum tilfellum sé lögregla undir miklum þrýstingi um að leysa mál sem þessi en það hafi ekki gerst í þessu tiltekna máli. DNA-rannsókn var gerð á fötunum sem JonBenet klæddist um- rætt kvöld og á nærbuxum hennar og fundust lífsýni, blóðblettur nánar til- tekið, sem komu ekki heim og saman við lífsýni sem tekin voru úr öðrum fjölskyldumeðlimum. Rannsókn leiddi samt sem áður í ljós að Jon- Benet hafði ekki verið misnotuð kyn- ferðislega fyrir dauða sinn og segja rannsakendur að lífsýnið sem fannst hafi ekkert rannsóknargildi. Það gæti hafa komið frá þeim fjölmörgu sem meðhöndluðu lík hennar, til dæmis lögreglumönnum eða sjúkraflutn- ingamönnum eða frá þeim sem með- höndluðu nærbuxurnar þegar þær voru framleiddar. Samt sem áður gerði þetta lífsýni það að verkum að Ramsey-fjölskyldan var útilokuð frá rannsókninni. Dularfullt símtal Þættirnir um JonBenet-málið voru tveir talsins og í fyrri þættinum var birt upptaka úr símtali sem Patsy átti við Neyðarlínuna kvöldið örlagaríka. Undir lok símtalsins, þegar Patsy telur sig vera búna að slíta símtalinu, heyr- ist hún segja, óskýrt þó: „Hvað gerð- irðu? Guð minn góður.“ Skömmu síð- ar heyrist Burke segja: „Hvað funduð þið?“ Þess má geta að foreldrar Jon- Benet sögðu að Burke hefði verið sof- andi í rúmi sínu þegar hringt var eftir aðstoð lögreglu. Í þættinum var einnig rætt við Kim Archuletta sem tók við símtalinu frá móður JonBenet. Hún sagðist hafa fengið þá tilfinningu að símtalið hefði verið æft fyrirfram og hún útiloki ekki að heyrst hafi í tveimur, jafnvel þrem- ur, manneskjum meðan á símtalinu stóð. Einkennilegt kröfubréf Eftir að lögregla var kölluð að heimili Ramsey-fjölskyldunnar fannst dular- fullt bréf sem virtist við fyrstu sýn vera frá þeim sem bar ábyrgð á hvarfi Jon- Benet. Bréfið sem um ræðir var þrjár blaðsíður og í því komu fram kröf- ur um að foreldrar stúlk unnar þyrftu að greiða 118 þúsund Bandaríkjadali Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. AUGNVÍTAMÍN Augnheilbrigði Við aldursbundinni augnbotnahrörnun Öll spjót standa á bróðurnum n Heimildaþáttur varpar ljósi á dauða hinnar sex ára JonBenet Ramsey n Tuttugu ára rannsókn hefur litlu skilað Bréfið Þetta bréf fékk lögreglumenn til að klóra sér í kollinum á sínum tíma. Grunur lék á að móðir JonBenet hefði skrifað bréfið en aldrei tókst að sanna það. Ramsey-fjöl- skyldan JonBenet lést þann 26. desem- ber árið 1996. Margt er enn á huldu um hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld. JonBenet Ramsey Var sex ára þegar hún lést. Þrátt fyrir að vera aðeins sex ára gömul hafði hún tekið þátt í fjölmörgum fegurðarsamkeppn- um. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.