Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 23.–26. september 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Ég grét af gleði
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir læknaðist af lifrarbólgu C. – mbl.is
Samhengi hlutanna
Í vikunni var tilkynnt um að
samkomulag hefði náðst um að
lífeyrisréttindi launafólks verði
þau sömu í framtíðinni, hvort
sem það vinnur á almennum
vinnumarkaði eða hjá hinu opin
bera. Óhætt er að segja að um
stórt mál sé að ræða. Þannig
munu stjórnvöld borga niður
þann halla sem er á Adeild LSR
með 120 milljarða framlagi en til
viðbótar er byggt inn í samkomu
lagið sérstakur 10 milljarða var
úðarsjóður sem hægt verður að
sækja í ef forsendur reynast ekki
réttar.
Glöggir menn hafa rifjað upp
af þessu tilefni að Steinunn Guð-
bjartsdóttir og Páll Eiríksson,
sem sátu í slitastjórn Glitnis,
fengu kröfuhafa slitabúsins til
að samþykkja fyrir þau sérstak
an tíu milljarða sjóð til tíu ára til
að tryggja þeim skaðleysi vegna
mögulegra málsókna í tengslum
við ákvarðanir og störf þeirra.
Slitastjórn Glitnis fékk því var
úðarsjóð sem nemur sömu fjár
hæð og íslenska ríkið samþykkti
við endurskipulagningu á öllu
lífeyriskerfinu. Minna mátti það
ekki vera.
Gæði í
merkingum
www.graf.is
• Sandblástursfilmur
• Skilti úr málmi, plasti og tré
• Merkingar á bíla
Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790
F
ormaður fjárlaganefndar,
Vigdís Hauksdóttir, fór í
langan tíma hamförum í fjöl
miðlum og boðaði mikil tíð
indi, stórskandala og bombur. Nafn
Steingríms J. Sigfússonar kom ítrek
að fram í máli hennar og helst mátti
ráða að dagar uppgjörs væru í nánd
og hann myndi fljótlega sitja hnípinn
á bekk, úthrópaður af þjóð sinni og
sviptur öllum trúverðugleika.
Svo leið og beið og skýrslan,
sem sögð var verk meirihluta fjár
málanefndar, leit dagsins
ljós. Þar var fátt nýtt að finna,
annað en svívirðingar um hátt
setta embættismenn sem voru
nánast sakaðir um landráð.
Nefndin hafði ekki hirt um að
gefa þeim tækifæri til að svara
fyrir sig og útskýra sína hlið,
enda hefði það skemmt hina
fyrirframgefnu niðurstöðu.
Þegar dylgjum í skýrslunni um
ákveðna menn var mótmælt
sýndi varaformaður nefndar
innar, Guðlaugur Þór Þórðar
son, þann dug að stíga fram
og biðjast afsökunar á hinu
miður smekklega orðalagi. Úr
varð að orðalaginu var mikið
breytt. Þetta telst sannarlega
til tíðinda en er örugglega
ekki fréttin sem formaður fjár
laganefndar hefði helst viljað
heyra í kvöldfréttum.
Orð forseta Alþingis, Einars K.
Guðfinnssonar, um að skýrslan væri
ekki skýrsla í skilningi þingskapa
Alþingis, voru örugglega ekki heldur
til að gleðja hjörtu meirihluta fjár
laganefndar. Vigdís Hauksdóttir gat
ekki hamið gremju sína og kallaði
forseta Alþingis „aumingja mann
inn“ í útvarpsviðtali.
Málið var orðið svo vandræða
legt að meirihluti fjárlaganefndar sá
ekkert annað til ráða en að hlaupa
frá málinu, þar á meðal helsti sam
starfsmaður Vigdísar, Guðlaugur
Þ. Þórðarson, sem hefði betur
aldrei lagt upp í þennan misráðna
leiðangur. Skýrslan er nú nefnd eftir
Vigdísi Hauksdóttur, sem hlýtur að
teljast eðlilegt, enda sérstakt gælu
verkefni þingmannsins.
Allt í kringum þessa skýrslu
meirihluta fjárlaganefndar, sem nú
nefnist Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur,
er farsakennt og til háðungar fyrir þá
sem að henni stóðu. Ásakanir um
hótanir embættismanns í garð þing
manns fjárlaganefndar hljóma ekki
sannfærandi. Vissulega er það ekki
skynsamlegt af embættismanni að
setja sig í samband við þingmann
og gera honum grein fyrir að full
yrðingar í skýrslunni kunni að varða
við lög. Það er hins vegar hæpið að
fullyrða að slík orð jafngildi hótun,
það mætti allt eins segja að emb
ættismaðurinn væri að segja þing
manninn nokkuð sjálfsagða hluti.
Viðbrögð þingmannsins eru því
full dramatísk. En þau eru kannski
í takt við stemninguna á fundum
meirihluta fjárlaganefndar, þar sem
ekki er ólíklegt að menn hafi verið að
mæla vitleysuna upp í hver öðrum.
Niðurstaðan er eins og við vitum:
enginn tekur mark á skýrslunni enda
varla hægt þar sem hún er að mætra
manna mati engin skýrsla. n
Skýrslan sem er ekki skýrsla
Myndin Þingkonur Nú styttist í að haustþingi ljúki enda kosningar framundan. Hér á mynd eru samankomnar þær Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Steinunn Þóra Árnadóttir,
Svandís Svavarsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. mynd SiGtryGGur ari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við vær um al veg til í
óbreytta samn inga frá 1830
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélagsins, um kjaramál sjómanna. – mbl.is
Bagalegt að missa manninn
úr haldi
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri um synjun héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir meintum ofbeldismanni. – ruv.is
„Allt í kringum
þessa skýrslu
meirihluta fjárlaga
nefndar, sem nú nefnist
Skýrsla Vigdísar Hauks
dóttur, er farsakennt og
til háðungar fyrir þá sem
að henni stóðu.