Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 23.–26. september 201628 Skrýtið Sakamál Í júní 2005 fór Libby Lathbury, frá Conyers í Georgíu í Bandaríkjunum, í verslunarferð til Atlanta. Á meðal þess sem hún keypti var Colt-skammbyssa og segir ekki meira af kaupstaðarferð þessari. Að kvöldi 4. júlí, eftir að hafa fagnað þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna með fjölskyldu og vin- um, smellti Libby kossi á kinn á eiginmanns síns, George, áður en þau tóku á sig náðir. Fleiri kossa fékk George ekki í lifanda lífi, eða yfir höfuð. Huslaður í húmi nætur Um nóttina skaut Libby menntaskólaástina sína þrisvar sinnum í höfuðið með Colt-skammbyssunni. Síðan vafði hún segldúk utan um volgt líkið og dró það út í garðinn. Jarðvegurinn var of harður til að Libby gæti tekið djúpa gröf og því huldi hún líkið með jarðvegi og laufum. Ástæða verknaðarins var ekki framhjáhald, enda höfðu Libby og George búið saman í opnu hjóna- bandi. Skýringin var einföld og átti eftir að koma í ljós síðar. Fjárdráttur Þannig var mál með vexti að Libby hafði verið rekin úr starfi bókara hjá byggingarfyrirtæki eftir að upp komst að hún hefði dregið sér meira en tvær milljónir Bandaríkjadala. Fyrirtækið hafði gert tilraun til að leiða málið til lykta utan dómstóla. Libby hafði einnig séð um bók- hald í málmiðnaðarfyrirtæki Ge- orges og veitt illa fengnu fé sínu í gegnum það. George sjálfur hafði verið fullkomlega grunlaus um græsku sinnar heittelskuðu, enda rekið farsælt fyrirtæki um árabil og hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að hann sigldi lygnan sjó. Allt selt Þegar dagur rann strunsaði Libby inn á skrifstofur fyrirtækis Georges og fengu allir starfsmenn nema einn reisupassann. Að því loknu seldi hún allt sem ekki var naglfast; tæki og efni að „andvirði hundraða þús- unda dala“, að sögn bróður Georges, Jonathans. Libby sagði að George hefði feng- ið hjartaslag á mótorhjólinu, en hann var þekktur fyrir áhuga sinn á vélfákum. Hann hefði verið lagð- ur inn á sérhæft sjúkrahús í Norður- Karólínu. Ný útgáfa Útskýringar Libby urðu öllu loðnari þegar Jonathan gekk á hana. Libby fór í kerfi og sagðist myndu hafa samband við lækninn. „Við höfðum samband við alla spítala sem hægt var, og Blue Cross, tryggingafyrir- tæki hans, gat ekki veitt nokkur svör. Þá vissum við að tímabært væri að hafa samband við lögregluna,“ sagði Jonathan. Lögreglan fór að heimili hjón- anna og ræddi við Libby. Hún fullyrti nú að George hefði farið frá henni, en glöggur lögregluþjónn rak augun í veski Georges á kommóðu í svefn- herberginu – með reiðufé, krítarkort- um og ökuskírteini í. Líkið finnst – Libby hverfur Þann 28. júlí mætti lögreglan með leitarhunda sem voru ekki í vand- ræðum með að finna líkamsleifar George, sem þá þegar voru byrjaðar að rotna. En Libby hafði nýtt tæki- færið og af henni fannst ekki tang- ur né tetur. Lögreglan beið ekki boðanna og lýsti eftir henni vegna ýmissa saka. Dagar urðu að vikum og vikur að mánuðum en ekkert spurðist til Libby. Ekki fyrr en 8. september í Phoenix-borg í Alabama þegar lög- reglan ákvað að skoða grunsamlegan bíl sem hafði verið lagt við blokk eina þar í borg. Libby handtekin Áhyggjufullur, sumir myndu segja afskiptasamur, íbúi hafði haft sam- band við lögregluna vegna hvítrar Chevrolet Blazer-bifreiðar sem hafði staðið við blokkina í meira en viku. Bíllinn var á Georgíu-númerum og eigandinn reyndist vera Libby. Hún var handtekin og flutt í lögreglufylgd heim til Conyers. Libby játaði að hafa fyrirkomið eiginmanni sínum, sagðist hafa gert það til að firra hann skömm vegna fjárdráttar hennar. Í apríl 2006 fékk Libby Lathbury lífstíðardóm og fimm árum betur. Þannig fór nú það. n Fyrirkomið vegna Fjár- dráttar n Libby vildi forða eiginmanni sínum frá skömm n Það tókst 100 prósent „Síðan vafði hún segldúk utan um volgt líkið og dró það út í garðinn Libby Lathbury Tókst nokkuð lengi að forðast réttvísina. Grunlausi George Hafði ekki ástæðu til að gruna mennta-skólaást sína um græsku. Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.