Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 23.–26. september 201622 Fólk Viðtal Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar og það er afskaplegur hraði í samfé- laginu,“ segir hann um samanburðinn á löndunum. Hann hafi þó ekki búið í Stokkhólmi heldur í Norður-Svíþjóð, þar sem hraðinn er kannski minni. „Núna eru allir að elta eitthvað. Ég er svolítið hræddur við það – og maður sogast einhvern veginn inn í það. Ég finn mjög sterkt að það er mikið stress. Fólk ætti að vara sig á því að halda að grasið sé grænna hinum megin.“ Hlynur segist í grunninn vera frjálshyggjusinnaður en að hann hafi þokast nær miðjunni í Svíþjóð. „Heil- brigðiskerfið á að sjálfsögðu að vera fyrir alla. Og börn eiga aldrei að þurfa að líða fyrir eitthvað sem þau hafa ekki stjórn á – eins og fyrir efnahag foreldra sinna eða hegðun þeirra. Öll börn eiga rétt á að fá tækifæri til að blómstra. Hér eiga líka allir að geta notað þá grunnþjónustu sem við sem samfélag stöndum undir.“ Hann segir að það sé glórulaust ef Ísland, með allar þær auðlindir sem landið hefur; fiskinn, vatnið, hreina loftið og túrismann, geti ekki staðið vel að heilbrigðis- og skólamálum. Þá sé eitthvað að. „Hér ætti enginn að líða skort.“ Fjölmenningarsinni Svíþjóð hefur tekið við hlutfallslega fleiri flóttamönnum en flest önnur ríki. Í umræðunni er stundum talað um reynslu Svía af innflytjendum í neikvæðu ljósi. Hlynur segir að nei- kvætt umtal um útlendinga sé því miður oft meira áberandi en það jákvæða. Hann telur að útlendingar sem sest hafa að í Svíþjóð hafi auðg- að sænskt samfélag. Hann tekur sem dæmi að innflytjendur hafi í sumar tekið á móti dóttur sinni. Með því á hann við að flestir hafi að- lagast samfélaginu vel og bætt það. „Auðvitað skapast stundum vanda- mál, sérstaklega hefur það gerst í sumum hverfum í Malmö. En það er líka fullt af jákvæðum hlutum.“ Hlynur er í grunninn fjölmenn- ingarsinni og telur að þeir sem mest séu mótfallnir innflytjendum séu þeir sem minnst hafi séð af heiminum. „Það er til dæmis lítið um rasisma á meðal íþrótta- manna, sem ferðast út um allt. Fólk sem talar verst um útlendinga er minnst í útlöndum sjálft.“ Hlynur vill að við Íslendingar hjálpum þeim sem við getum hjálpað. „Að sjálfsögðu eigum við að taka á móti fólki sem á bágt. Ef við getum hjálpað fleirum þá eigum við að gera það. Að sjálfsögðu geta orðið einhverjir árekstrar, á sama hátt og ef við myndum setjast að í fram- andi landi. Ég er alltaf hlynntur því sem getur sameinað fólk; hvort sem það er trú eða þjóðerni. Því færri hlutir sem skilja okkur að, því ólíklegra er að við reynum að drepa hvert annað. Ég er frekar fyrir það sem sameinar fólk en sundrar, bæði hvað varðar minni málefni og stærri. Mér finnst það falleg hug- sjón að geta farið hvert sem ég vil í heiminum – til að vinna eða ferð- ast – og að alls staðar sé vel tekið á móti mér.“ Vill kynnast dóttur sinni En nú er hann kominn heim og segist aldrei hafa verið betri í körfu- bolta. Hann samdi við Stjörnuna en segir að aðrir kostir hafi staðið honum til boða. Hann hafi fengið fyrirspurnir frá Finnlandi, Dan- mörku og Sviss, án þess að vera að leita. Með fjögur börn leist honum ekki á að flytja til nýs lands fyrir níu mánaða samning. Hlynur og Unnur eiga níu ára stúlku, sex ára tvíbura (stúlku og strák) og eina nýfædda stúlku. „Mér leist ekki á að flytja frá Svíþjóð til nýs lands fyrir einhvern níu mánaða samning. Ég er svolítið búinn með þann pakka. Fyrir fjöl- skyldumann er gott að búa í Svíþjóð því kerfið er sniðið að þörfum þín- um.“ Hann vonast til þess að geta sinnt börnunum sínum betur nú þegar hann er fluttur heim. Ís- lensku liðin æfi mun minna en þau sænsku svo tími til annarra hluta verður meiri. „Ég þarf að fara að kynnast yngstu dóttur minni. Ég hef lítið getað verið með henni,“ en Elísabet Edda fæddist í júní. „Í sumar hef ég alltaf verið í bænum en Unnur með börnin fyrir vestan. Það hefur mætt svolítið mikið á henni en vonandi get ég verið meira til staðar í vetur.“ Samningar renna út Þessi sex manna fjölskylda er að koma sér fyrir í Garðabænum. Hann segir að það sem Stjarnan hafi haft fram að færa hafi heill- að hann, þó að lið eins og KR hafi líka komið til greina. Jón Arnór Stefánsson, sá íslenski leikmaður sem lengst hefur náð á erlendri grundu, samdi nýlega við KR en liðið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið að undanförnu. Hlynur segir aðspurður að það hefði verið skrýtið að ganga líka í raðir KR. „Mér fannst svolítið eins og þá hefði ég verið að velja auð- veldu leiðina. Það var alveg faktor.“ Fleira hafi þó komið til, svo sem framtíðarbúseta fjölskyldunn- ar. Þeim hjónunum líst vel á að ala börnin upp í Garðabæ – þó að samningurinn við Stjörnuna renni auðvitað út eins og samningum hættir til. Honum finnst það ekki skref niður á við hvað ferilinn áhrærir að koma heim frá Svíþjóð, þó að deildin hér sé ekki eins góð og sú sænska. Að mörgu leyti sé ís- lenska deildin betri en sú sænska, þó að fjármagnið sé minna. „Hér er sjónvarpsþáttur um deildina, fjölmiðlar eru áhugasamir og landsliðið nær að skapa mikla stemningu. „Ég held, og ég vona, að það sé gaman að spila hér. Við höfum svo margt sem Svíar hafa ekki, þótt þeir séu með sterkari lið.“ Líka stoltur Þótt þessi stóri og stæðilegi Grundfirðingur og landsliðsfyrir- liði sjái eftir einu og öðru er hann líka stoltur af því sem hann hef- ur áorkað. Hann segir að það að leika sinn 100. landsleik á dögun- um hafi gert hann mjög stoltan. „Það hefði örugglega engan grun- að þetta þegar ég byrjaði að æfa – enda byrjaði ég seint. Það er líka ansi skemmtilegur hópur manna sem hefur náð 100 leikjum.“ Þeirra á meðal eru Teitur Örlygsson og Valur Ingimundarson, leikmenn sem hann leit mjög upp til sem ungur maður. Hlynur er líka stoltur af því að hafa snúið við blaðinu og byrjað að æfa eins og maður. „Ég hefði alveg getað haldið áfram og gert þetta á hálfum hraða. Ég er stoltur af því að hafa tekið mér tak og klárað fer- ilinn vel. Ég segi hiklaust að ég er betri leikmaður í dag, 34 ára, en ég var 26 ára. Það er ekki algengt en ég er 100 prósent viss.“ „Ég veit ekki hvar ég væri“ Hlynur hrósar happi yfir því að hafa kynnst konunni sinni og stofnað með henni fjölskyldu. Hann segist ekki vita á hvaða stað hann væri í lífinu ef ekki hefði komið til þess. Fíkn sé sterk í fjölskyldunni. „Ég er í meiri áhættu- hópi en næsti maður, maður sem er ekki með þessi gen. Ég hef bæði haft íþróttir og fjölskyldu til að halda mig frá þessu,“ segir hann spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt bágt með áfengi. „Ég veit ekki hvar ég væri. Ég er ekkert viss um að ég væri í góðum málum – ég stórefast reynd- ar um það – ef ekki væri fyrir fjöl- skylduna og íþróttir.“ Hann heldur áfram. „Maður sér þetta allt í kringum sig. Þegar ég var unglingur var ég kannski aðeins of mikið á djamminu – stundum hefði ég mátt æfa meira í stað þess að fara á ball í Hreðavatnsskála,“ segir hann og hugsar til baka. „Ég vissi alltaf af þessum genum enda er erfitt að fá fleiri víti til varnaðar en ég fékk í æsku.“ Árið 2007 eignaðist hann sitt fyrsta barn og við það urðu ákveðin þáttaskil. „Sem betur fer þá fór mað- ur eftir það sjaldnar út á lífið og reyndi að hugsa aðeins betur um sig. Svo hef ég alltaf haft annan fót- inn í Hólminum og hef átt stuðnings- net þar; tengdafjölskylduna. Öll fjöl- skylda hennar Unnar er þar. Þau hafa reynst mér vel.“ Sér mynstrið í ættinni Föðurhlutverkið á vel við Hlyn. Eitt af markmiðum hans er að standa sig sem faðir. „Ég hef gaman af börnun- um og það gefur mér ótrúlega mikið að vera með þeim; sjá þau vaxa og dafna. Ég er mikill fjölskyldumaður og ég held að það sé að hluta til vegna þess hvernig þetta var með pabba minn. Ég sé alveg mynstrið í minni ætt, þar sem alkóhólisminn er víða. Þegar menn eru ekki fjölskyldumenn þá eru þeir ekki alltaf í góðum mál- um. Ég hef séð hversu mikilvægt það er að eiga sterka fjölskyldu að.“ Hann segir að sjálfur hafi hann farið á mis við margt, vegna föður síns. „Það er alveg hola fyrir ung- ling að eiga engan pabba til að tala við. Það er eitthvað sem ég vil veita mínum börnum. Mamma stóð sig vel og allt það en það hefði breytt ýmsu að eiga pabba að; sem hefði verið ein- hvers konar fyrirmynd. Það vantaði alveg hjá mér. Það hefði verið gott að hafa einhvern heilsteyptan karakter í því, með mömmu. Ég missti af þessu feðgasambandi, sem getur verið svo flott.“ n „Ég sakna Svíþjóðar mjög mikið Þjálfun orðin betri og framtíðin björt Í pistli árið 2011 gagnrýndi Hlynur körfuknattleiksþjálfun á Íslandi og sagði að ekki væri nógu mikið lagt upp úr taktík og leikskilningi. Hann segir við DV að mikið hafi breyst til batnaðar. Upp sé komin ný kynslóð af þjálfurum sem hafi nýjar hugmyndir. Hann bendir líka á að erfitt sé að bera aðstæður íslenskra þjálfara meistaraflokksliða saman við þjálfara erlendra liða sem starfi í tveggja til þriggja manna teymum. „Við erum að miklu leyti að standa okkur ágætlega.“ Hann segir að hér vanti kannski þekkinguna til að þjálfa mjög hávaxna leikmenn en það sé alltaf að batna líka. Hann telur að framtíð íslensks körfuknattleiks sé mjög björt, jafnvel þó að nokkrir lykilmenn í landsliðinu séu komnir vel yfir þrítugt. „Menn halda stundum að þeir séu ómissandi en ég held að hér sé bjart framundan. Haukur Helgi [Pálsson] er þegar orðinn besti maðurinn í landsliðinu og svo höfum við unga stráka eins og Martin [Hermanns- son] og Tryggva Snæ [Hlynason],“ segir Hlynur og hann telur að Tryggvi verði frábær leikmaður þó að hann sé nýbyrjaður að æfa. „Ég gæti nefnt fleiri. Elvar Friðriksson er líka ungur eins og Ægir Þór [Steinarsson]“, en Hlynur telur að framlag hans sé stundum vanmetið. „Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hversu mikið Ægir Þór Steinarsson gerir fyrir liðið. Hann byrjar svo margt fyrir okkur á báðum endum vallarins.“ Hann nefnir líka framtíðarlandsliðsmenn sem ekki eru í landsliðshópnum núna, svo sem Ragnar Nathan- elsson, Jón Axel Guðmundsson og Kára Jónsson. „Framtíðin er mjög björt.“ Hlynur telur að þeir ungu leikmenn sem taki þátt í EM muni búa að því allan ferilinn. Það sé eitthvað sem þeir eldri í landsliðinu hafi ekki fengið að upplifa á yngri árum. Lítill agi Tíminn í Hollandi var á köflum skrautlegur. Leikmenn fengu sér oft McDonald's fyrir keppnisleiki. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.