Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 23.–26. september 201632 Menning S öngleikurinn Blái hnöttur- inn verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugar- daginn, 24. september. Bergur Þór Ingólfsson sér um leikgerð og leikstjórn og þau Kristjana Stefánsdóttir eru höf- undar söngtexta og tónlistar. Andri Snær Magnason er höfundur bók- arinnar um Bláa hnöttinn og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 fyrir verkið. Samnefnt leikrit hans var frumsýnt í Þjóðleik- húsinu árið 2001, hefur verið sýnt víða um heim og unnið til fjölda verðlauna. „Frá því bókin kom út hefur hún verið ljóslifandi hjá mér,“ segir Bergur Þór. „Ég las hana fyrir börn- in og einni dóttur minni fannst of langt gengið og hafði horn í síðu Andra Snæs fyrir að láta börnin lenda í svona ægilegum aðstæðum. Hún er búin að fyrirgefa honum núna. Andri gaf mér frjálsar hend- ur lét, mig hafa bókina og handritið og sagði: „Gjörðu svo vel!“ Örlátur maður og fullur af trausti. Nýjungin í þessari uppfærslu er að verkið er söngleikur. Þar er fjallað um hætturnar við að glata æskunni, mennskunni og sakleys- inu. Allt þetta reyni ég að fanga um leið og ég leitast við að hafa verkið spennandi og áhugavert og sagan býður sannarlega upp á það. Börnin á bláa hnettinum eru full af hæfileikum, gáska, lífsvilja, fegurð og sakleysi, jafnvel umkomuleysi. Hætta skapast þegar fullorðinn einstaklingur selur þeim lífsstíl og þau vilja alltaf meira og meira. Sölu- maðurinn, Gleði-Glaumur, er ótrú- lega skemmtilegur og spennandi en sölumennska hans er stórhættuleg. Um leið og við manneskjurnar fáum upp í hendur töfralausnir þá gleymum við því sem skiptir mestu máli. Verkið flytur þann boðskap að samfélagið eigi að snúast um það að virkja hæfileika okkar og mennsku og börn eigi að fæðast til að blómstra og nýta hæfileika sína. Ég vona að bæði börn og fullorðn- ir njóti verksins og taki með sér út áminninguna um það hvernig við eigum að leitast við að vera og hver séu hin raunverulegu verðmæti.“ Rúmlega tuttugu börn taka þátt í sýningunni. „Það er dásamlegt að leikstýra þeim,“ segir Bergur Þór. „Þau eru einstaklega hæfileikarík, vakna á hverjum morgni og segja: „Heimur ögraðu mér!“ Þau þyrst- ir í verðug verkefni þar sem þau geta notað hæfileika sína, eru fljót að læra og soga í sig upplýsingar. Vinnusiðferði þeirra er einstakt, þau mæta á réttum tíma, leggja sig fram, taka tilsögn og vilja alltaf gera betur. Ég er heillaður og yfir mig hrifinn af þessum börnum.“ n „Þau eru einstak- lega hæfileikarík, vakna á hverjum morgni og segja: „Heimur ögraðu mér!“ Söngleikur um hin raunverulegu verðmæti n Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir Bláa hnettinum n Rúmlega tuttugu börn taka þátt í sýningunni Bergur Þór í sviðs- myndinni „Um leið og við manneskjurnar fáum upp í hendur töfralausn- ir þá gleymum við því sem skiptir mestu máli.“ Mynd Sigtryggur Ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.