Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 23.–26. september 2016 40. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Geta ekki meir af Siggu n Hinn síkáti Atli Fannar Bjarkason, fjölmiðlamað­ ur með meiru, hefur auga fyrir því skemmtilega í tilverunni. Þess vegna vekur verðskuldaða athygli þegar hann deilir á sam­ félagsmiðlum mynd af því sem hann telur að sé það fyndnasta sem hann hefur séð. Um var að ræða kurteisislegt bréf frá nafn­ lausum aðilum sem hengt var upp í sameign fjölbýlishúss í borginni. Innihald þess var ör­ væntingarfull beiðni um að ótilgreindur nágranni hætti að spila lagið „Brú yfir boðaföll­ in“ í flutningi Siggu Beinteins. „Vinsamleg­ ast lækkaðu eða notaðu heyrnartól“ var beiðni hinna niður­ brotnu ná­ granna. Klipping á 450 krónur n Gunnar Þorsteinsson, fyrr­ verandi forstöðumaður Krossins í Kópavogi, fór í klippingu og skeggsnyrtingu í Póllandi í vikunni og var hæstánægður með útkomuna. Ekki skemmdi verðið fyrir en Gunnar borgaði einungis 450 krónur fyrir her­ legheitin. Hann er nú staddur í Póllandi ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Ben, sem er eins og svo oft áður með Ís­ lendinga í detoxi þar. Þreyttur frasi um þungavigt n Á tímum pólitísks óróa og átaka er oft gripið til ýmissa frasa í frétt­ um og umræðunni. Einn þeirra er orðinn ansi þreyttur að mati Kastljósstjörnunnar Helga Seljan sem segir á Twitter, í kjölfar frétta af úrsögn Sjálfstæðiskvenna úr flokknum: „Getum við hætt þessu tali um þungavigtarkonur og karla. Nema náttúrulega þau séu það, það er í þeim þyngdarflokki í bardaga­ íþróttum?“ Spurning hvort kollegi Helga hjá RÚV, Arnar Páll Hauks­ son, taki und­ ir þessa hug­ mynd? Í hvaða flokki er sá feiti? T uttugu og fimm ár eru síðan Eystrasaltslöndin þrjú endurheimtu sjálfstæði sitt og þess er minnst með mál­ þingi í Norræna húsinu næstkomandi mánudag. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra flytur opnunarávarp og situr pallborðsum­ ræður með utanríkisráðherrum Eist­ lands, Litháens og Lettlands síðar um daginn. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur inngangs­ ávarp en hann hefur reglulega drep­ ið niður penna um lofsvert hlut­ verk Íslendinga, undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, í sjálf­ stæðisbaráttu landanna. Það vekur því óneitanlega nokkra eftirtekt að nafn Jóns Baldvins er hvergi að sjá á meðal þeirra sem ávarpa málþingið. „Ég vissi ekki af þessu þingi og get staðfest að enginn hefur boðið mér þátttöku,“ segir Jón Baldvin í samtali við DV. „Ég er stadd­ ur á flugvelli í Andalúsíu­héraði og er á heimleið til þess að taka þátt í há­ tíðarfundi á Ísafirði í tilefni þess að 100 ár eru frá stofnun Alþýðuflokksins. Sá fundur fer fram um helgina,“ segir Jón Baldvin. Hann vildi ekki segja skoðun sína á því að honum hefði ekki verið boðin þátttaka í málþinginu. Jón Baldvin heimsótti nýlega mál­ þing í Lettlandi og Litháen í tengslum við tímamótin. Í Riga sat hann hring­ borðsumræður þar sem farið var yfir ávinning Eystrasaltsríkja og Norður­ landanna af samstarfinu. „Í fyrri viku var ég meðal framsögumanna á tveggja daga ráðstefnu í Vilníus sem utanríkisráðherra Litháens boðaði til. Þar var rætt um framtíð Evrópu til hlið­ sjónar af 25 ára reynslu Eystrasaltsríkj­ anna af sjálfstæði og þar var ég á með­ al framsögumanna. Þar um slóðir er því leitað til mín,“ segir Jón Baldvin kankvís. Aðspurður hvort að hann hygðist mæta á málþingið og hlýða þar á erindi fundarmanna segir Jón Baldvin: „Nei, það mun ég ekki gera. Mér er ekki boðið.“ n bjornth@dv.is „Mér er ekki boðið“ Málþing í Norræna húsinu um sjálfstæði Eystrarsaltslandanna Jón Baldvin Hannibalsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.