Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 23.–26. september 201612 Fréttir Verið ávallt velkomin Almar bakari Bakarí og kaffihús Sunnumörk Opið frá 7-18 mánudaga til laugardaga og sunnudaga frá 8-17 Brauðin í okkar handverksbakaríi fá rólega og góða meðhöndlun. Þau eru kælihefuð í allt að 18 tíma og því notum við engan viðbættan sykur, minna salt og minna ger í hvert og eitt brauð. Með þessari meðferð verða þau bragðbetri og hollari. Nýjasta brauðið er súrdeigsbrauðið sem er steinbakað og súrinn lagaður af bakaranum. Það heitir Hengill og er bragðmikið og öflugt brauð með þykkri skorpu. Lýstu yfir Átök lögreglu og reiðra mótmælenda í Charlotte brutust út í kjölfar dauða svarts karlmanns R íkisstjóri Norður-Karó- línu lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í bandarísku borginni Charlotte í kjölfar átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ákvörðunin var tekin eftir að mótmælendur réðust að lögreglumönnum borgarinnar aðra nóttina í röð. Reiði þeirra má rekja til dauða Keiths Lamonts Scott sem var skotinn af svörtum lögreglumanni á þriðjudag og varð þar með þriðji Bandaríkjamaðurinn af afrískum uppruna til að falla fyrir hendi lög- reglumanna þar í landi á einni viku. Sauð upp úr Mótmælin á miðvikudagskvöld fóru friðsamlega fram í fyrstu en búið var að skipuleggja minningarathafnir víðs vegar um borgina. Eftir það létu nokkur hundruð mótmælendur grjóti og glerflöskum rigna yfir lög- reglumenn klædda í óeirðabúninga sem voru með töluverðan viðbún- að í borginni. Svöruðu þeir með táragasi og þegar átökunum lauk hafði einn karlmaður úr hópi mót- mælenda verið fluttur alvarlega slas- aður á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir skoti frá almennum borgara. Sextán lögreglumenn hlutu minni- háttar meiðsl sem og nokkrir frétta- menn sem fjölluðu um átökin. Um 35 prósent íbúa Charlotte eru af afrískum uppruna sem er nokkru hærra hlutfall en landsmeðaltalið sem er 13,3 prósent. Pat McCrory, ríkisstjóri Norður-Karólínu, lýsti í gær yfir neyðarástandi. Þegar DV fór í prentun í gær, fimmtudag, hafði Jennifer Roberts, borgarstjóri Charlotte, sagt að útlit væri fyrir að útgöngubann yrði sett á íbúa borgarinnar til að koma í veg fyrir átök þriðja kvöldið í röð. Þrír á einni viku Lögreglan í Charlotte fullyrðir að Keith Lamont Scott, sem var 43 ára gamall blökku maður, hafi verið vopnaður þegar lög- reglumaðurinn Brentley Vin- son skaut hann. Sú frásögn gengur í bága við fullyrðingar fjölskyldu hans um að Scott hafi haldið á bók og beðið eftir því að sonur hans kæmi með skólabílnum. Samkvæmt yfir- völdum í Charlotte voru lög- reglumennirnir að leita að öðr- um svörtum karlmanni þegar þeir sáu Scott fara út úr bifreið sinni með skammbyssu í hendi. Myndskeið sem náðist úr upptökuvél í lögreglubíl Brent- leys Vinson verður ekki gert opinbert. Borgarstjórinn mun aftur á móti fá að sjá það sem og fjölskylda Scotts. Hann var þriðji svarti karlmaðurinn til að vera skotinn af lögreglunni á einni viku. Þrettán ára dreng- ur lést í Ohio-ríki þegar hann tók upp loftbyssu, sem lögreglumenn héldu að væri skammbyssa, upp úr vasa sínum. Þá var óvopnaður karl- maður skotinn í borginni Tulsa í Oklahoma. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Skotinn af lögreglu Keith Lamont Scott var 43 ára gamall og fullyrðir fjölskylda hans að hann hafi haldið á bók en ekki skotvopni. Ósátt Mótmælendur söfnuðust saman í Charlotte á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Mynd EPA Átök brutust út Mótmælandi með krepptan hnefa sést hér standa fyrir framan lögreglumenn klædda í óeirðabúninga. Mynd EPA Íhuga útgöngubann Ríkisstjóri Norður-Karólínu lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmælanna í Charlotte. Mynd EPA neyðarástandi og íhuga útgöngubann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.