Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Side 16
Helgarblað 28.–31. október 201616 Kosningaumfjöllun Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Leggur áherslu á þróunarsamvinnu sem eina af megin- stoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Hafnar aðild að ESB. Vill að þjóðarvilji ráði för í ESB-málinu. Treystir þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ísland á að vera herlaust og kjarnorkuvopnalaust land. Þjóðin skal ráða í mikilvæg- um málum er varða öryggismál þjóðarinnar. Leggja ber áherslu á skynsamlega og friðsamlega samvinnu þjóða. Afnema það sem flokkurinn kallar skatt- lagningu á fátækt. Grunnframfærsla verði ekki lægri en 300 þúsund. Hyggst sækja aukið fjármagn í sameiginlegan sjóð þjóðar- innar og afnema allar undanþágur er varða virðisaukaskattskerfið. Lækka tryggingargjald til að koma til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. Persónuafsláttur þarf að vera nógu hár til að laun sem nema lágmarksframfærslu séu skattfrjáls. Þrepaskipt skattkerfi, með stighækkandi skatti á hæstu laun. Tryggingargjald lækkað. Sveitarfélög fái hlutdeild í fjár- magnstekjuskatti. Sérstakt gjald verði tekið af fjármagns- flutningum á milli landa (Tobin-skattur) til að koma í veg fyrir gjaldeyrisbrask. Fiskveiðistjórnunarkerfið verði endurskoðað og það tryggt að fullt verð fáist fyrir aðgang að auðlindinni. Allur veiddur fiskur fari á markað. Veiðiheimildir verði afskrifaðar um 5% á ári, sem boðnar verða upp árlega. Aukning á aflaheim- ildum verði boðin út, annars vegar til strandveiða og hins vegar til úthafsveiða. Frjálsar strandveiðar smábáta að fjórum tonnum. Stokka upp stjórn fiskveiða. Jafnræði ríki meðal lands- manna á nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Allur ferskur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum. Aðskilja veiðar og fiskvinnslu fjárhagslega. Handfæraveiðar gefnar frjálsar. Ekki er fjallað sérstaklega um málaflokkinn á vef flokksins. Stuðla að umbótum í landbúnaði með því að efla nýliðun og frelsi bænda til athafna. Hverfa frá eininga- og framleiðslutengdu styrkjakerfi og taka upp landnytja- og búsetustyrki. Draga úr miðstýringu, einfalda regluverk, fækka milliliðum. Efla Beint frá býli. Styðja við lífræna framleiðsluhætti. Efla yl- og kornrækt. Nytjaréttur bænda til sjósóknar verði virtur. Ekki er fjallað sérstaklega um málaflokkinn á vef flokksins. Hvergi er vikið beinlínis að atvinnumálum almennt, nema í samhengi við aðra liði sem hér eru taldir upp. Tryggja ungu fólki grundvöll til að stofna heimili og að náms- lán verði leiðrétt í samræmi við aðrar skuldaleiðréttingar. Verðtrygging verði afnumin og lækka vexti þannig að þeir verði ekki hærri en best þekkist í löndunum í kring. Leigumarkað skal byggja upp að norrænni, þýskri eða austurrískri fyrirmynd. Auka valkosti á húsnæðismarkaði og tryggja langtímaleigurétt. Skapa rými fyrir óhagn- aðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Á móti því að fjármálafyrirtæki stofni og reki fasteignafélög inni á leigumarkaði sem arðsemisfjárfestar. Allir eiga rétt á að leita sér lækninga óháð efnahag. Þennan rétt megi aldrei flokka sem forréttindi heldur sem þau sjálfsögðu lögbundnu mann- réttindi sem okkur séu tryggð í stjórnarskrá. Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi. Stöðva frekari niðurskurð og stórefla heilbrigðisþjónustu. Tannlækna- og sálfræðiþjónusta verði hluti af kerfinu. Rekstur og stjórnun í höndum hins opinbera, ekki drifin af hagnaði. Vilja endurmeta áform um einn stóran spítala við Hringbraut. Ekki er fjallað sérstaklega um málaflokkinn á vef flokksins. Staðið verði við alþjóðlegar skuldbindingar í umhverfis- málum. Þætta skal umhverfismál inn í flesta þætti samfé- lagsins, m.a. samgöngur, iðnað, landbúnað og ferðaþjón- ustu þar sem ábyrg og framsækin umhverfisstefna ríkis og fyrirtækja skili betri nýtni og arðsemi. Flokkurinn vill ná fram breytingu á stjórnarskrá þannig að 15% kosningabærra manna geti kallað eftir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Nýja stjórnarskrá. Tryggja skal með lögum rétt almennings til; ákvæðis þar sem þjóðinni er tryggður eignarréttur á auðlindum Íslands. Bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur óski 10% kjósenda þess. Íbúar kjördæma eða sveitarfélaga geti átt frumkvæði að bindandi atkvæðagreiðslu um sameiginleg hagsmunamál óski 10% kjósenda þess. Ekki er fjallað sérstaklega um málaflokkinn á vef flokksins. Krónan, en er opinn fyrir evru ef það er vilji þjóðarinnar. Öryrkjum og eldri borgurum verði tryggð mannsæmandi afkoma svo þeir geti lifað með reisn. Afnema allar skerðingar greiðslna almannatrygginga og lífeyris- sjóða til einstaklinga og að vinna eldri borgara og öryrkja verði aftengd skerðingum. Tafarlaus löggilding á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Almannatryggingar tryggi öllum framfærslu í samræmi við framfærsluviðmið. Lögfesta þarf framfærsluviðmið til að tryggja framfærslu allra. Persónuafsláttur hækki og tryggi skattleysi lágmarkstekna. Ekki er fjallað sérstaklega um málaflokkinn á vef flokksins. Virða alþjóðasamninga, taka vel á móti fólki og gera það vel. Gera þeim kleift að setjast hér að og taka þátt í íslensku samfélagi. Fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Flóttafólk njóti réttinda sem samræmist flóttamanna- samningi SÞ. Ekki er fjallað sérstaklega um málaflokkinn á vef flokksins. Hugmyndir um ávísanakerfi, auðvelda aðgengi að opinber- um safnkosti, skattafslátt til þeirra sem styrkja menningu, og að leikmenn komi að opinberum úthlutunarnefndum. Vill þrepaskiptan tekjuskatt og að tryggt verði að tekjuháir og stór- eignafólk greiði meira til samfélagsins. Vill nýta skattkerfið til að fjármagna opinberan rekstur og stuðla að jöfnuði í samfélaginu án þess að verða of íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Vill að fiskveiðikvóti verði boðinn upp og almenningi með því tryggður sanngjarn arður af fiskveiðiauðlindinni. Með útboði verði nýliðun jafnframt auðveldari. Vill að horfið verði frá kvótakerfi í landbúnaði. Telur að með aðild að ESB, með tollafrelsi og afnámi viðskipta- hindrana opnist ný tækifæri fyrir íslenskan landbúnað. Efla á útflutning og fjölbreytta atvinnustarfsemi með stuðningi ríkisins við rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar. Vill endurskoða tryggingargjald. Stýra þarf upp- byggingu í ferðaþjónustu betur. Vill nýta fyrirframgreiddar vaxtabætur sem útborgun í fyrsta húsnæði og byggja upp húsnæðissparnaðarkerfi sem veiti skattafslátt. Vill byggja 1.000 leiguíbúðir á ári næstu fjögur ár. Byggja upp félagslegt húsnæðiskerfi. Vill afnema alla gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu í skrefum. Auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja heil- brigðisþjónustu um allt land og byggja upp heilsugæslu. Byggja upp Landspítala við Hringbraut og byggja 500 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika. Fylgja eftir stefnu græna hagkerfisins með því að beita hagrænum hvötum. Vill byggja upp þjóðgarð á miðhálendinu. Byggja upp almenningssamgöngur til að sporna gegn mengun. Ísland beiti sér á alþjóðavísu og taki forystu í umhverfismálum. Vill breyta stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórn- lagaráðs. Leggja skal nýja stjórnarskrá fyrir Alþingi til samþykktar. Vill ganga í ESB og taka upp evru. Greiðslur til öryrkja og aldraðra fylgi þróun lægstu launa og verði 300 þúsund krónur á mánuði. Draga úr skerðingu og einfalda lífeyriskerfið. Vill taka á móti fleira flótta- fólki en nú er gert. Tryggja að hælisleitendur, flóttafólk og inn- flytjendur hafi aðgang að menntun, atvinnu og velferðarþjónustu á sama hátt og aðrir borgarar. Efla útflutningssjóð skapandi greina, stofna kynningar- miðstöð sviðslista, fella niður VSK af bókaútgáfu og listaverkainnflutningi, efla verkefnasjóði, langtímasamn- ingar við alþjóðlegar hátíðir, endurvekja Menningarsjóð útvarpsstöðva, setja á fót fjölmiðlasjóð, auka framboð á framhaldsmenntun í listum. Samfylking Flokkur fólksins Dögun Utanríkismál Skattar Sjávarútvegur Landbúnaður Atvinnumál Húsnæðismál Heilbrigðismál Umhverfismál Stjórnarskráin Gjaldmiðill Málefni öryrkja/ eldri borgara Málefni útlendinga Menning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.