Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 28.–31. október 201620 Hrekkjavaka - Kynning Hér færðu allt fyrir hrekkjavökuna Partýbúðin, Faxafeni 11 H rekkjavakan verður sífellt vinsælli á Íslandi og við leggjum upp úr því að vera með allt fyrir hana. Hinn eiginlegi hrekkjavöku­ dagur er 31. október, sem ber upp á mánudaginn, en Íslendingar eru vanir að halda upp á hrekkjavökuna frá miðjum október og eitthvað inn í nóvember. Nær vakan hámarki síðustu helgina í mánuðinum. Hér verður opið á föstudeginum til kl. 21 og á laugardeginum frá 11 til 20.“ Þetta segir Halla Ýr Albertsdótt­ ir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar en þar ríkir mikil hrekkjavöku­ stemning. Hefur verslunin verið skreytt í anda hrekkjavökunnar og hátt í 200 hrekkjavökubúningar af ýmsu tagi eru til sölu í verslun­ inni. Má þar nefna beinagrindur, trúða, djöfla, nornir, vampírur, hettukufla, drauga, fanga, presta, nunnur, grasker, uppvakninga og margt fleira. Partýbúðin kappkostar að vera með allt fyrir hrekkjavökuna og leitast er við að bjóða upp á það flottasta hverju sinni. Segir Halla að hrekkjavakan sé það tilefni sem dragi langflesta viðskiptavini að versluninni. Partýbúðin býður hins vegar upp á margt fleira og er stærsta sérverslun landsins með allt fyrir veisluna eða partýið. Lagt er upp úr gríðarlega miklu úrvali: „Sem dæmi um úrvalið má nefna að við erum með sérdeild fyrir þrí­ tugsafmæli þar sem 30 stendur á öllum vörum. Í einlitum borðbún­ aði, glösum og diskum, er hægt að velja á milli alls 17 lita og eru þá ótaldar þær vörur sem eru ekki ein­ litar heldur til dæmis doppóttar eða röndóttar,“ segir Halla. Partýbúðin var fyrst til húsa á Grensásvegi en hefur árum saman verið staðsett að Faxafeni 11. Þar er mikið vöruúrval á tveimur hæð­ um. Á efri hæðinni eru skreytingar, borðbúnaður og blöðrur. Á neðri hæðinni eru síðan búningar og fylgihlutir. Föstudag og laugardag (28.–29. okt.) verður þurrís til sölu í verslun­ inni en hann skapar afar skemmti­ lega stemningu. Svo má ekki gleyma blöðrubarnum: „Blöðru­ barinn okkar er mjög vinsæll en hann virkar þannig að viðskipta­ vinir velja sér blöðrur af barnum og við blásum þær upp á staðn­ um með helíum. Blöðrur gera mik­ ið fyrir veisluna eins og flestir vita. Það er einnig hægt að panta fyrir­ fram í síma 534­0534 (æskilegt ef um mjög margar blöðrur er að ræða) og þær verða þá tilbúnar þegar viðskiptavinurinn kemur á staðinn,“ segir Halla. Eins og greinir frá hér að framan er opið lengur í Partýbúðinni núna um hrekkjavökuhelgina. En vana­ lega er opið virka daga frá 10 til 18, laugardaga frá 11 til 17 og sunnu­ daga frá 12 til 16. Frekari upplýsingar um búðina, vörur og verð, er á finna á Face­ book­síðu Partýbúðarinnar. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.