Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 28.–31. október 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
22 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Reykjavík er hreint
út sagt ljót borg
Blaðamaðurinn Carsten Jensen vandar landanum ekki kveðjurnar. – DV
Hvar er sjálfsvirðingin?
Staða Samfylkingarinnar er nú
orðin svo slæm að þar á bæ eru
menn hættir að leggja áherslu
á eigin málefni í
kosningabarátt
unni. Þess í stað
er nú lögð áhersla
á að kjósa þurfi
Samfylkinguna
til að tryggja að
Katrín Jakobs-
dóttir, formaður Vinstri grænna,
verði forsætisráðherra! Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri skrifar
þannig á Facebook að Sam
fylkingin mælist iðulega hærri í
könnunum vikuna fyrir
kosningar en á kjördag. Dagur
játar hreinskilnislega að stór
hætta sé á að Samfylkingin falli
af þingi. Það þýði að draumar
jafnaðarmanna um að Katrín Jak
obsdóttir verði forsætisráðherra
séu úti. Nú má vera að þessi að
ferðafræði geti virkað – en ekki
virðist mikið vera eftir af sjálfs
virðingunni.
Píratar draga í land
Eitt af skilyrðum Pírata við mynd
un ríkisstjórnar er að næsta kjör
tímabil verði stutt og fari aðallega
í endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Þessi hugmynd mætir mikilli and
stöðu annarra flokka og gæti sett
strik í reikninginn fái Píratar stjórn
armyndunarumboð eftir kosningar.
Stjórnmálaflokkar eru gjarnir á að
gefa eftir prinsippmál sín þegar
kemur að því að mynda stjórn með
öðrum flokkum. Nú hafa Píratar
dregið í land og virðast í engu frá
brugðnir hefðbundnum flokkum.
Fjarlægir tannstein.
Vinnur gegn sýkingu í tannholdi.
Berst gegn andfýlu.
Náttúrulegt gæludýrafóður og umhirða
Pantanir og fyrirspurnir:
8626969 | 8996555
platinum@platinum.is | platinum.is
Ekki láta þetta ganga svona langt.
OralClean+Care
100 %
náttúrulegt
Mér urðu á smá-
vægileg mistök
Gunnar Bragi skipaði sérfræðing í stjórn Matís. Sá kærði sig ekki um stöðuna. – Vísir
Við verðum að
virða lög eins og aðrir
Katrín Jakobsdóttir og félagar þurftu að taka kosningamyndband úr birtingu. – Vísir
Dýrkeypt óvissuferð
Þ
að er ekki alltaf samhengi
á milli þess sem á sér stað í
þjóðarbúskapnum og stjórn
málum hverju sinni. Sú stað
reynd á hvað ekki síst við nú þegar
Íslendingar ganga til kosninga á
morgun, laugardag, þar sem hægt
er að slá því föstu að kjósendur
muni ekki framlengja líf núverandi
ríkisstjórnar í óbreyttri mynd. Þetta
mun gerast þrátt fyrir að heimili og
fyrirtæki séu um þessar mundir að
upplifa eitt lengsta, samfellda hag
vaxtarskeið í sögu landsins. Allir
hagvísar, hvert sem litið er, sýna
glögglega að staða og horfur í ís
lensku efnahagslífi hafa aldrei verið
betri.
Þegar litið er baka til ársins 2013
þá var fátt sem benti til að staðan
yrði með slíkum hætti þremur
árum síðar. Hægfara efnahagsbati
var vissulega hafinn, með hóflegum
hagvexti og minnkandi atvinnu
leysi, en skuldir hins opinbera voru
enn miklar og halli var ennþá á
rekstri ríkisins. Fíllinn í herberginu
– hinn stóri óleysti vandi sem vofði
yfir öllu íslensku efnahagslífi –
var hins vegar hvernig til tækist
að koma fram með trúverðuga og
heildstæða áætlun um losun hafta,
ekki síst í tengslum við skuldaskil
föllnu bankanna. Stjórnvöld fengu
þar aðeins eitt skot og það þurfti að
heppnast, eins og seðlabankastjóri
orðaði það eftirminnilega, en að
öðrum kosti var hætta á annarri
kollsteypu samhliða gengishruni
krónunnar og lausafjárkreppu í
fjármálakerfinu.
Þegar núverandi stjórnarflokkar
tóku við völdum var raunveru
leg vinna við áætlun um afnám
hafta ekki hafin. Óskuldsettur forði
Seðlabankans var neikvæður um
hundrað milljarða þar sem allur
viðskiptafgangur undanfarinna ára,
sem nam samtals mörg hundruð
milljörðum króna, hafði runnið til
erlendra aðila, að stærstum hluta
kröfuhafa Landsbankans. Ljóst
var því að það myndi þurfa rót
tækar aðgerðir – og fordæmalaus
ar – ætti að takast að leysa greiðslu
jafnaðarvanda þjóðarbúsins og
stíga skref við losun hafta. Þegar
aðgerða áætlun stjórnvalda var
kynnt sumarið 2015 hafði gríðar
legt innflæði gjaldeyris, vegna upp
gangs í ferðaþjónustu, gert Seðla
bankanum kleift að byggja upp
myndarlegan gjaldeyrisforða. Sú
þróun hafði ekki farið framhjá er
lendum kröfu höfum. Þeir töldu
vandann sem stafaði af slitabúun
um vera smám saman að leysast
og að ekkert réttlætti því lengur að
þeir þyrftu að gefa eftir nánast all
ar krónueignir sínar. Ekkert tillit var
tekið til þessara athugasemda kröf
uhafa heldur varð niðurstaðan að
lokum sú að gjaldeyrisforði Seðla
bankans stækkaði um 40 milljarða
við skuldaskil gömlu bankanna.
Ávinningur Íslands fólst ekki
aðeins í framsali eigna sem eru
metnar á hundruð milljarða króna,
sem verður til að lækka opinber
ar skuldir og spara ríkinu árlega
tugi milljarða í vaxtakostnað, held
ur ekki síður í þeirri staðreynd að
áætlunin hefur þótt með eindæm
um trúverðug í augum umheims
ins. Afleiðingar þessa endurspegl
ast meðal annars í ört hækkandi
lánshæfiseinkunn ríkisins og um
leið bættum lánakjörum íslenskra
banka, fyrirtækja og heimila.
Haftaáætlun stjórnvalda og sú
niðurstaða sem náðist varðandi
uppgjör gömlu bankanna, sem lög
maðurinn Lee Buchheit hefur sagt
„fordæmalausa í alþjóðlegri fjár
málasögu,“ er þess vegna án vafa
stærsta og merkilegasta afrek frá
farandi ríkisstjórnar. Þetta hefði
aldrei tekist nema til hefði komið
öflug pólitísk forysta, sem hafði
trú á að þær aðgerðir sem grípa
þyrfti til væru í senn lögmætar og
nauðsynlegar, og að fengnir voru
að verkefninu færustu sérfræðingar
á íslenskum fjármálamarkaði. Þeir
sem halda því fram að það hafi
nánast verið formsatriði að fá kröf
uhafa til að fallast á stöðugleikaskil
yrði stjórnvalda, þar sem þeir hafi í
reynd ávallt verið reiðubúnir að
gefa eftir krónueignir sínar, vita ein
faldlega ekkert hvað þeir eru að tala
um.
Ástæða er til að þetta sé hér rifj
að upp, núna þegar þjóðin geng
ur að kjörkössunum, vegna þess
að niðurstaða skuldaskila bank
anna var forsenda þess að sá efna
hagsstöðugleiki sem náðst hefur
eftir fjármálaáfallið yrði ekki settur
í uppnám. Það tókst – og gott bet
ur en það. Skuldir íslenska ríkisins
eru greiddar niður af meiri hraða
en áður hefur þekkst. Hagvaxtar
horfur eru með besta móti. Erlend
skuldastaða þjóðarbúsins er óðum
að verða ein sú besta sem þekkist
á meðal vestrænna ríkja. Og verð
bólga hefur mælst undir markmiði
Seðlabankans samfellt í meira en
þrjátíu mánuði. Takist að tryggja
stöðugleika á vinnumarkaði og
reka ríkissjóð með afgangi, sam
tímis því að verðbólguvæntingar
haldast áfram í samræmi við mark
mið Seðlabankans, er fyrirséð að
vextir muni halda áfram að lækka
á komandi misserum. Fyrir íslensk
heimili myndi fátt hafa í för með sér
meiri kjarabætur en slík þróun.
Þótt þorri almennings fari ekki
varhluta af uppgangi í efnahags
lífinu, sem byggist í þetta sinn á
raunverulegri verðmætasköpun í
þjóðarbúskapnum en ekki erlendri
skuldsetningu, þá má vitaskuld
ýmis legt betur gera til að rétta við
hlut þeirra sem minnst mega sín.
Slíkt er eðli málsins samkvæmt verk
efni sem stjórnmálamenn standa
frammi fyrir á öllum tímum. Þjóð
in þarf hins vegar síst af öllu á því að
halda að til valda komist flokkar sem
tala fyrir kúvendingu á flestum svið
um samfélagsins; rífa stjórnarskrána
í tætlur og boða ófjármögnuð ríkis
útgjöld upp á 200 milljarða með til
heyrandi skattahækkunum á milli
stéttina. Slík óvissuferð, með Pírata
í broddi fylkingar, mun reynast dýr
keypt. Sagan kennir okkur nefnilega
að það er hægur leikur að glutra nið
ur góðri stöðu á skömmum tíma. n
Leiðari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
„Slík óvissuferð,
með Pírata í
broddi fylkingar, mun
reynast dýrkeypt. Sagan
kennir okkur nefnilega að
það er hægur leikur að
glutra niður góðri stöðu á
skömmum tíma.