Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 28.–31. október 201628 Sport Aðeins fjórir enn í lAndsliðinu n Kynslóðaskipti hafa orðið í landsliðinu n Tíminn líður og tveir eru á fimmtugsaldri n Tveir hættir í október og nokkrir silfurdrengir eru enn að spila en eru ekki valdir A ðeins fjórir leikmenn af þeim fjórtán sem stóðu hróðugir á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, með silfurpening um hálsinn, eru í nýjasta landsliðs- hópi Geirs Sveinssonar landsliðs- þjálfara. Tíminn líður hratt því silfur- drengirnir okkar eru flestir hættir handboltaiðkun eða hættir að spila með landsliðinu. Tveir þeirra eru meira að segja strangt til tekið á fimmtugsaldri! Auk þessara fjögurra eru tveir til þrír enn að spila handbolta, þótt þeir hafi ekki verið valdir í landsliðið árum saman. Í vikunni tilkynntu tveir silfurdrengir, Alexander Peters- son og Snorri Steinn Guðjónsson, að þeir væru hættir að leika með lands- liðinu. Það er nokkuð áfall fyrir liðið en þeir hafa þjónað landsliðinu – og stundum borið það uppi – um langt árabil. Nýir leikmenn fá nú tækifæri. DV tók saman hvar silfur- drengirnir okkar eru í dag. Úttektin sýnir að með nýjustu fregnum hafa næstum algjör kynslóðaskipti orðið í landsliðinu, frá því það stóð á palli í Peking í ágúst 2008, fyrir heilum átta árum. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Hróðugir Þetta var ein stærsta stund íslenskrar íþróttasögu. Sigfús Sigurðsson Staða: Varnarmaður/Línumaður Aldur: 41 árs Löngu hættur í handbolta. Starfar við fisksölu. Ásgeir Örn Hallgrímsson Staða: Skytta Aldur: 34 ára Leikur með Nimes í Frakklandi, eins og Snorri Steinn. Er enn í lykilhlutverki í landsliðinu. Snorri Steinn Guðjónsson Staða: Leikstjórnandi Aldur: 35 ára Markahæstur í frönsku deildinni, þar sem hann leikur með Nimes. Tilkynnti í vikunni að hann væri hættur með landsliðinu. Ingimundur Ingimundarson Staða: Varnarmaður Aldur: 36 ára Ingimundur spilar með Akureyri og hef- ur ekki verið í landsliðinu um langa hríð. Hreiðar Leví Gunnarsson Staða: Markvörður Aldur: 35 ára Hefur ekki verið valinn í landsliðið lengi en spilar með Halden Topphåndball í Noregi. Sturla Ásgeirsson Staða: Hornamaður Aldur: 36 ára Hefur ekki verið í landsliðinu lengi en er viðloðandi handboltaliðið hjá ÍR í næstefstu deild karla. Virðist hafa lagt skóna á hilluna. Ólafur Stefánsson Staða: Skytta Aldur: 43 ára Hefur lagt skóna á hilluna. Hefur eitthvað komið að þjálfun auk þess að hanna hugbúnaðarforrit. Róbert Gunnarsson Staða: Línumaður Aldur: 36 ára Leikur með Århus í Danmörku og var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Það gæti þó breyst í næstu verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.