Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 28.–31. október 201640 Menning
Gætti þess að nafnið
kæmi ekki fram í
kosningabæklingnum
Sindri Freysson
Fyrsta skáldsagan skrifuð í
koníaksstofunni á Hótel Holti
Ófeigur Sigurðsson
H
austið sem listamannalaun
in voru uppurin og kauplaus
ir mánuðir blöstu við hafði
Melaskóli samband og bað
mig um að bjóða 5. bekkjum upp á
námskeið í ritlist. Ég sló vitaskuld
til og tók saman námsefni sem mér
fannst líklegt að vekti áhuga krakk
anna. Síðan hef ég boðið börnum og
unglingum upp á ritlistarnámskeiðið
Skáldatíma þegar ég er beðin og
finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Ég
heimsæki hvern bekk um það bil 12
sinnum, fer yfir vinnubrögð rithöf
unda, hvernig sögur eru uppbyggðar
og hvernig höfundar búa til sannfær
andi persónur. Námskeiðinu lýkur
alltaf á upplestri og sem betur fer eru
fæstir feimnir við að lesa upp frum
samdar sögur fyrir bekkinn sinn.
Stundum leiði ég líka ritlistar
námskeið á bókasöfnum og er farin
að fá til mín krakka sem ég hef áður
kennt í einhverjum skólanum. Það
finnst mér gaman. Nú hef ég kennt
námskeiðið m.a. í Mosfellsbæ, á
Hvolsvelli, norður á Drangsnesi og
var í hinum sögufræga Austurbæjar
skóla nú í september. Það er dásam
legt fyrir starfandi rithöfund að
fá að vera innan um skapandi og
skemmtileg börn. Mér hefur líka
tekist að virkja nemendur sem áður
höfðu ekki náð tökum á ritun á ís
lensku og fengið barn sem var svo
að segja nýflutt til Íslands frá fjar
lægu landi til að skrifa sögu á fallegu
og einföldu íslenskunni sinni um
köttinn sem skilinn var eftir í heima
landinu. Um leið og börnin átta sig á
að hvað sem er getur rúmast í skáld
skapnum, draugagangur, pítsuveisla
og eldspúandi drekar, heldur ekkert
aftur af þeim.
A
ð mínu mati er starf rit
höfundarins langt, jafn
vel ævilangt sjálfsnám.
Ég þurfti nærri tuttugu ár
til þess að geta kallað mig rithöf
und, því í kapítal ísku samfélagi er
enginn listamaður nema hann lifi
af því, en í fyrra var ég fyrst á laun
um sem slíkur í fullu starfi. Með
fram þessu óvissunámi hef ég unnið
sem pítsusendill, barþjónn, ís
sali, bóksali, garðeitursali, smið
ur, handlangari, sópari, húsamál
ari, næturvörður, í gámalöndun,
í kjötvinnslu og sem þýðandi
leiðbeininga bækl inga. Aldrei hef ég
unnið meira en á atvinnuleysisbót
um. Stundum var helsta peninga
uppsprettan yfir dráttarheimildin
hjá samúðarfullum þjónustufulltrú
um, en þá gröf er ekki hægt að grafa
lengi.
Best fyrir ungan rithöfund er að
finna starf þar sem hann þarf sem
minnst að gera, einn og án eftirlits
yfirmanna. Mörg menningarverð
mæti hafa komið út úr vitavörslu
eða skálavörslu, en það er því mið
ur liðið undir lok. Fyrstu skáldsögu
mína skrifaði ég í djúpum leður
sófa í koníaksstofunni á Hótel Holti
þar sem ég var nætur vörður. Maður
skrifar ekki mikið á meðan maður
landar gámum en maður getur skrif
að um það síðar, ef maður kremst
ekki milli tveggja 30 tonna frysti
gáma eins og munaði mjög litlu að
gerðist hjá mér. Það er nauðsynlegt
fyrir rithöfund að hafa reynslu og
þekkingu á atvinnulífinu, en aðeins
ef það á að vera viðfangsefni. Annars
er það algerlega tilgangslaust.
Býður börnum upp
á námskeið í ritlist
Gerður Kristný
É
g starfaði við blaðamennsku
í mörg herrans ár og hef alla
tíð skrifað fyrir blöð og tímarit
eftir hentugleikum og eftir
spurn hverju sinni, auk þess að
vinna textavinnu fyrir alls kyns verk
kaupa, veitt ráðgjöf um almanna
tengsl, unnið fyrir auglýsingastofur
og fjölmarga aðila sem vantar van
an og fljótvirkan textasmið í hin og
þessi verkefni. Þau störf hafa ver
ið ótal mörg, misjafnlega fýsileg og
ekki alltaf fyllt mann stolti. Ég rit
stýrði meira að segja tilneyddur einu
sinni tímariti fyrir ónefndan stjórn
málaflokk í aðdraganda þingkosn
inga, gerði það með glæsibrag þó
að ég segi sjálfur frá en gætti þess
vandlega að nafn mitt kæmi hvergi
fram. Flokkurinn fékk fína útkomu í
kosningunum, því miður, en svona
er brauðstritið stundum, hark og
vændi í þágu heimilisins.
Eitt sinn skrifaði ég heilan
bækling fyrir ferðaskrifstofu sem
einbeitti sér að sólarlandaferðum.
Eftir að hafa skilað inn stólpatextum
um ýmsar sólbakaðar paradísareyj
ar í Miðjarðarhafi og fengið þá aftur
í hausinn, mér til furðu, uppgötv
aði ég að verkkaupinn vildi í raun
ekki nýja nálgun heldur gömlu lúnu
klisjurnar sem notaðar höfðu ver
ið í sölu sólarlandaferða allt frá því
að fyrstu flugvélafarmarnir af þétt
kenndum Íslendingum hristust til
Costa del Sol. Í annað skipti skrifaði
ég marga gullna texta fyrir íslensk
an snyrtivöruframleiðanda sem var
að hefja markaðssetningu á hrein
um náttúruvörum fyrir einkum er
lendan markað. Skemmtilegt verk
efni, ekki síst þegar maður sökkti
sér í rannsóknir á hvaða hugsan
lega krabbameinsvaldandi efni einn
helsti samkeppnisaðilinn var að
nota í sína framleiðslu. Ég skrifaði
ítarlegt minnisblað um þær niður
stöður en verkkaupinn minn var
svo vandur að virðingu sinni að
hann ákvað að nýta hana ekki í sinni
markaðssetningu.
Sótti um fjörtíu störf
Kristín Ómarsdóttir
F
yrstu fimmtán, sextán árin
sem ég skrifaði fékk ég laun
úr Launasjóði rithöfunda,
þrjá mánuði, svo sex mánuði,
þangað til ég fékk eitt ár. Þá hafði ég
safnað banka og skattaskuldum.
Eitt árið tók ég lán til að borga skatt
inn og greiddi upp lánið tíu árum
síðar. Sama ár og ég greiddi upp
námslán. Ég vann í lausamennsku
frá því ég byrjaði að skrifa – fyrsta
leikritið sem var sýnt skrifaði ég 23
ára – við að taka viðtöl, skrifa fyrir
dagblöð og tímarit, hreingerningar,
á sjúkrahúsum, á elliheimilum, á
bókasafni, í leikhúsi, við að hvísla,
við að ritstýra leikskrám, sem bar
þjónn á hreyfanlegum ráðstefnum,
kennslu, kenndi í grunnskóla, fram
haldsskóla og í einkakennslu. Ef
mig vantaði vinnu eða húsnæði fór
ég oft á kaffihús eða bar til að hitta
fólk, þá voru ekki gsmsímar.
Þegar ég fékk fyrst eitt
ár úr launasjóðnum var ég
þrjátíu og átta ára, það var
æðislegt. Fyrir átta árum
fékk ég svo hálft ár og áður
en launaleysið hófst sótti ég
um rúmlega fjörtíu störf. Ég
fékk eitt: að hreinsa klósettin
á skipinu þar sem sjómenn
læra björgunarstörf en mér
var sagt upp áður en ég hóf
störf. Ég saumaði fimmtíu
dúkkur á lánssaumavél á
lánsvinnustofu með fallegu
útsýni: Esjuna í vetrarlitun
um, fór með skyrdollu og banana
í vinnuna, hlustaði á upplestur á
In Cold Blood, seldi dúkkurnar og
lifði á krít og í skjóli vina og fjöl
skyldu. Til að eiga fyrir alls konar
í lífinu þegar ég nýt starfslauna:
viðgerðum, tannlækningum, lækn
ingum, gleraugum, góðum mat,
lífrænum ávöxtum, restauröntum,
geri ég ýmislegt: tek viðtöl, skrifa
pistla, les yfir, les upp.
( 893 5888
Persónuleg
og skjót
þjónusta
þú finnur
okkur á
facebook