Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 28.–31. október 20166 Fréttir n Nauta-, svína- og gæsakjöt verður senn í boði hjá Kjötborðinu n Verðið í haust var á pari við Bónus M arkmiðið er að bændur fái meira í sinn hlut og að auðvelda aðgengi al- mennings að vörunum þeirra,“ segir Vignir Már Lýðsson, framkvæmdastjóri Kjöt- borðsins, í samtali við DV. Kjötborðið er markaðstorg á netinu þar sem bændur selja afurðir sínar millilið- alaust til neytenda. Vefsíðunni kjot- bordid.is var ýtt úr vör í haust en þar gátu neytendur, fyrsta kastið, keypt lambakjöt beint af bændum. Verðsamanburður sem DV fram- kvæmdi fyrir nokkru leiddi í ljós að það kostaði nokkurn veginn jafn mikið að kaupa heilan skrokk beint frá bónda af vefsíðu Kjötborðsins og að kaupa sem nemur heilum skrokki í Bónus. Afurðaverð sem sláturhús greiðir til bænda er um 550 krónur, eftir lækkun sláturleyfishafa í haust. Hjá Kjötborðinu er kílóverðið á bilinu 1.250 til 1.300 krónur. Þá á bóndinn eftir að ganga frá kjötinu og senda á eigin kostnað. Stórlækka þóknunina Vignir segir að um tilraunaverkefni hafi verið að ræða. Eftirspurn og viðbrögð hafi hins vegar verið langt umfram væntingar. Landssamband sauðfjárbænda hafi til að mynda tek- ið mjög vel í verkefnið en því mið- ur hafi ekki tekist að koma síðunni á fót áður en flestir bændur ráðstöf- uðu hvaða hluti fjárins færi í vinnslu í sláturhúsi og hvað þeir tækju heim. Því hafi aðeins fáeinir bændur selt kjöt sitt á vefsíðunni. Nú sé kjötið sem stóð til boða uppselt. Naut, svín og gæsir Að sögn Vignis voru nokkrir bændur óánægðir með framtakið þó að þeir hafi verið mun fleiri sem lýstu yfir ánægju sinni. Gagnrýnin hafi helst beinst að því að Kjötborðið tók til sín 15 prósenta þóknun. Hann segir að í því ljósi hafi verið ákveðið að lækka þetta hlutfall niður í 5 prósent. Til að reksturinn standi undir sér er sam- hliða stefnt að því að útvíkka starf- semina og bjóða bændum og öðrum sem framleiða matvæli að selja fleiri og fjölbreyttari vörur á síðunni. „Við erum að horfa til fleiri vörutegunda, svo sem nautakjöts og svínakjöts. Við ætlum líka að gefa gæsaskytt- um kost á að selja þarna gæsir og fleiri veiðimönnum. Þetta á að verða matar kista.“ Hann nefnir líka harðfisk og há- karl auk þess sem til standi að heyra í heimavinnslum um allt land. Það að selja lambskrokka, heila og hálfa, hafi þess vegna bara verið til- raun. Hann bendir á að bændum verði í sjálfsvald sett hvað þeir selji á síðunni auk þess sem Kjötborðið hafi ekkert með verðlagningu að gera. Því ráði seljendur. Svipað verð DV tók saman hvernig þessi tilraun, sem Vignir lýsir, kom út fyrir neyt- endur. Niðurstaðan er sú að kaup- andi sem keypti heilan skrokk af bónda hjá Kjötborðinu greiddi fyrir það álíka upphæð og ef hann hefði keypt tvö læri, hrygg og sneiddan frampart frosinn í Bónus. Þar veistu ekki hvaða nákvæmlega hvaðan kjötið er komið. Ef þóknun Kjöt- borðsins lækkar um 10 prósentustig verður ef til vill ódýrara að kaupa beint frá bónda en úr frystikistum stórmarkaða. Meðalþyngd dilka í Fjallalambi á Kópaskeri þetta haustið er um 16,4 kíló. Fjallalamb lét DV í té reiknivél sem sýnir hvernig þyngdin skiptist. Í þeirri reiknivél er miðað við að 38 prósent þyngdarinnar sé frampartur (6,23 kg), lærin nemi 35 prósentum þyngdarinnar (5,74 kg) og hryggur- inn 15 prósentum (2,46 kg). Slög eru um 12 prósent (tæp tvö kíló) en í þeim eru lítil verðmæti. Slög eru alla jafnan ekki seld í matvörubúðum og eru því látin liggja milli hluta hér. Kílóverð bænda í kjötborðinu var yfirleitt á bilinu 1.250 til 1.300 krón- ur. Ef 1.250 króna kílóverð er marg- faldað með 16,4 kostaði skrokkurinn 20.500 krónur beint frá bónda. Þegar DV athugaði verð í Bónus þann 4. október, skömmu eftir að Kjötborðið var opnað, var kílóverðið á frosnu lambalæri 1.498 krónur, hryggur var á 1.998 krón- ur og frampartur (lambasúpukjöt) á 798 kr/kg. Ígildi sagaðs skrokks í Bónus (miðað við meðalþyngd hvers parts) kostaði þannig 18.487 krónur. Munurinn á verði heils skrokks í Bónus annars vegar og hjá Kjötborðinu hins vegar var þannig rúmlega 1.500 krónur. Þá vantar slögin hjá Bónus, en þau eru stund- um soðin fyrir hunda eða nýtt í ein- hverja rétti. Verðið er því nánast það sama. n Kjöt til sölu Hér gefur að líta heimasíðu Kjötborðsins. „Þetta á að verða matarkista“ Tilraunaverkefni Til stend- ur að víkka út starfsemi Kjöt- borðsins. Vignir Már Lýðsson segir að lækka eigi þókunina mikið. MyNd SigTryggur Ari Baldur guðmundsson baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.