Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 28.–31. október 201618 Fréttir Flokkarnir og fylgið á Facebook n Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar í sérflokki á samfélagsmiðlunum n Bjarni S jálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi á Facebook af öll- um þeim flokkum sem bjóða fram til alþingiskosninganna sem fram fara á morgun, laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig vinsælasti formaðurinn á Facebook með tæplega 11.800 fylgj- endur á sinni opinberu síðu. Sjálf- stæðisflokkurinn og Píratar eru í sérflokki á samfélagsmiðlunum og einu tveir flokkarnir með yfir 10 þús- und fylgjendur. Ljóst er að Facebook getur reynst flokkum og frambjóð- endum haukur í horni við að koma sér og áherslum sínum í kosninga- baráttunni á framfæri enda mikill meirihluti Íslendinga á Facebook. Samfélagsmiðlar hafa aldrei verið mikilvægari en nú og sést það greini- lega á auglýsingum flokkanna, líkt og forsetaframbjóðenda fyrr á árinu, að þeir virðast nú treysta meira á Face- book en aðra hefðbundnari auglýs- ingakosti. Einn flokkur utan Facebook Samkvæmt athugun DV eru tíu af flokkunum tólf sem bjóða fram að þessu sinni með opinberar flokkssíður á Facebook, svokall- aðar like-síður, þar sem notend- ur geta fylgt flokkunum eftir og fengið nýjustu tíðindi. Íslenska þjóðfylkingin er með opinn um- ræðuhóp en Alþýðufylkingin er ekki á Facebook. Vakin er athygli á því að þessi úttekt er aðeins til gamans gerð og vert að benda á að almenningur getur „lækað“ við fleiri en einn flokk. Sjálfstæðisflokkurinn vinsælastur Heildarfjöldi fylgjenda stjórnmála- flokkanna á Facebook er 59.453. Sjálfstæðisflokkurinn á 12.201 fylgjanda, eða 20,5%, Píratar eiga 10.573 fylgjendur, eða 17,7%, Fram- sóknarflokkurinn 6.646 fylgjendur, eða 11% og Björt framtíð 6.409 eða 10,7% prósent. Fjöldi fylgj- enda tveggja vinsælustu flokkanna á Facebook helst nokkuð í hend- ur við stærð þeirra samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum. Skortur Vinstri grænna á fylgjendum er þó á skjön við gott gengi þeirra í skoðanakönnunum að undan- förnu. Af flokkum sem átt hafa erfitt uppdráttar samkvæmt skoðana- könnunum gengur Bjartri framtíð greinilega betur að safna sér fylgj- endum en atkvæðum. Björt framtíð er fjórði stærsti flokkurinn á Face- book en stendur frammi fyrir því að ná hugsanlega ekki inn manni í raunheimi. Fylgi á Facebook hrekkur skammt En Facebook-fylgjendur segja auð- vitað ekki allt. Á kjörskrá vegna al- Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sjálfstæðisflokkurinn: Hlutfall af öllum Facebook-fylgjendum: 20,5% Formaður: Bjarni Benediktsson: 11.789 fylgjendur. 1 12.201 Píratar: Hlutfall af öllum Facebook- fylgjendum: 17,7% Eru ekki með formann. Birgitta Jóns- dóttir er ekki með opinbera síðu en á 5.000 vini á Facebook. 2 10.573 Framsóknarflokkurinn: Hlutfall af öllum Facebook-fylgjendum: 11% Formaður: Sigurður Ingi Jóhannsson: 3.865 fylgjendur. 3 6.646 Björt framtíð: Hlutfall af öllum Face- book-fylgjendum: 10,7% Formaður: Óttarr Proppé, er ekki með opinbera síðu en á 5.000 vini á Facebook. 4 6.409 Viðreisn: Hlutfall af öllum Facebook- fylgjendum: 9,4% Formaður: Benedikt Jóhannesson, er ekki með opinbera síðu en á 3.130 vini á Facebook og 1.116 fylgjendur. 5 5.644 Samfylkingin: Hlutfall af öllum Facebook-fylgjendum: 8,6% Formaður: Oddný G. Harðardóttir: 1.415. 6 5.128 S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn okkar og fáðu betri kjör s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.