Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 55
Helgarblað 28.–31. október 2016 Fólk 47 Léttur, leikrænn og skemmtilegur flutningur á klassískri tónlist við allra hæfi Upplifið þær saman, það verður bara gaman. Ef flutningur að kvöldi hentar betur, þá komum við bara um kvöldið. í fyrirtækjum Klassískir hádegistónleikar Klassískur söngur í návígi er allt önnur upplifun en á stóra sviðinu. Elsa Waage söngkona og Antonía Hevesi píanóleikari hafa sett saman dagskrá sem byggist á þekktri klassískri tónlist í léttari og skemmtilegri kantinum, sem hreyfir við öllum. Elsa Waage er ein af okkar þekktari ó söngkonum og hefur komið víða við í ó heiminum á löngum og farsælum ferli. Antonía Hevesi er listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar s.l. 14 ár. Á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í uppfærslum á rúmlega 30 ó með Norðurópi, Litla Ó kompaníinu, ÓP-hópnum og hjá Íslensku Ó . Dagskráin tekur um 20 mínútur og hljómborð fylgir ef vinnustaðurinn er undirspilslaus. Nánari upplýsingar: Elsa gsm 823 0314 elsa.waage@gmail.com É g var mjög stressaður að setja þetta í loftið,“ segir tónlistar- maðurinn Friðrik Dór Frið- riksson sem á heiðurinn af einu mest spilaða laginu á Íslandi um þessar mundir. Lagið samdi Frikki Dór þegar hann var 18 ára en textinn er fenginn að láni úr laginu Fröken Reykjavík sem er einn ástkærasti dægurlagasmellur íslenskrar tónlistarsögu. Hafði aldrei heyrt lagið Ólíkt flestum Íslendingum hafði Frikki Dór enga hugmynd um hvaða lag Fröken Reykjavík var þegar hann heillaðist fyrst af text- anum fyrir 10 árum. „Heima hjá mömmu og pabba var til söngvabók með klassískum íslenskum lögum og textum. Það voru hljómar við lögin en ég er álíka læs á nótur og fimm ára barn sem er að læra að lesa.“ Frikki Dór byrjaði eftir að hann las textann yfir að dunda sér á gít- arinn og samdi sína eigin útgáfu af lagi við textann. „Ég hafði aldrei heyrt upprunalega lagið áður en ég samdi mitt eigið.“ Þá viðurkennir Frikki Dór fús- lega að það hafi tekið mjög á taugarnar að setja lagið, sem er el- ektróskotin poppballaða, í loftið, því hann skynjaði alls ekki hvernig viðbrögð hann fengi. „Ég er auðvitað búinn að eiga lagið í tíu ár. Mamma var búin að þrýsta á mig frá upphafi að taka það upp og gefa út. Hún þekkir auð- vitað upprunalega lagið en hafði einnig alltaf þótt textinn henta laginu mínu vel.“ Þakklátur að hafa fengið leyfi Frikki Dór hafði samband við fjöl- skyldu Jónasar Árnasonar sem á textann í upprunalega laginu sem gaf honum leyfi til að gefa lagið út við textann hans. „Það er alls ekki sjálfsagt og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta leyfi.“ Hann segist í þakklætisskyni, og af virðingu fyrir upprunalegu útgáf- una, reyna að halda því eins mikið á lofti og hann getur að textinn sé eftir Jónas og vill að sagan í textan- um fái að njóta sín. Frikki Dór segist aldrei áður hafa upplifað jafn sterk viðbrögð við lagi sem hann hefur sent frá sér. „Margir hafa stoppað mig úti á götu og sagt að þetta sé vel gert. Ég átti allt eins von á að þetta gæti brugðið til beggja vona. Auðvitað líkar ekkert öllum við þetta og vilja að hlutirnir séu látnir í friði, ég virði þær skoðanir líka fullkomlega.“ n Sat á laginu Fröken Reykjavík í 10 ár Kristín Clausen kristin@dv.is „Ég hafði aldrei heyrt upprunalega lagið áður en ég samdi mitt eigið. Friðrik Dór Óttaðist viðbrögð almennings við laginu. mynD sKjásKot Rúv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.