Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 54
Helgarblað 28.–31. október 201646 Fólk Hefðir mismunandi menningarheima Auður og Pilar eru höfundar bókarinnar Tönnin hans Luca V inkonurnar Auður Þórhalls- dóttir og Pilar Concheiro hafa skrifað, myndskreytt og þýtt nýja barnabók sem kemur út fyrir jólin og heitir Tönnin hans Luca. Bókin er sérstök fyrir þær sakir að hún er á tveimur tungumálum; hægt er að lesa hana á bæði íslensku og spænsku. Tönnin hans Luca er ætluð krökkum sem eru að byrja að missa tennur en bókin segir frá hefðum mismunandi menn- ingarheima þegar sú stóra stund rennur upp í lífi barns. Sannsöguleg bók Auður og Pilar kynntust þegar Auður vann á leikskóla þar sem sonur Pilar, Luca hóf skólagöngu. Luca talaði að- eins spænsku enda báðir foreldrar hans spænskumælandi og rifjaði þá Auður upp sína spænskukunnáttu sem hún öðlaðist í ljósmyndunar- námi í Barcelona. Nýlega missti Luca sína fyrstu tönn á skólalóðinni í Vesturbæjarskóla en það vildi til að tönnin datt ofan í hvíta fönn og fannst ekki. Luca varð miður sín því hann vissi að mikil vægt væri að gefa Peres mús tönnina ef hann ætlaði að fá aura fyrir. Enginn á skóla- lóðinni skildi hvað hann átti við enda ræður tannálfurinn ríkjum í þessum bransa hérlendis. Tönnin fannst blessunarlega og Peres mús kom við hjá Luca næstu nótt. Pilar hlær þegar hún segir „Já, það má eiginlega segja að bókin sé „ba- sed on a true story“ (byggð á sannri sögu) því þegar ég var að segja Auði frá þessum atburði hjá Luca kviknaði hugmyndin að bókinni.“ Auður tekur við: „Mér fannst merkilegt þegar Pilar sagði mér frá músinni Peres því ég ólst sjálf upp við músina þegar ég missti mínar tennur hér á Íslandi. Amma mín var mjög fjöllesin kona, kunni mörg tungu- mál og viðaði að sér þekkingu alls staðar að úr heiminum. Amma man nú ekki hvenær hún heyrði fyrst af Peres mús, en hún ákvað að börnin hennar skyldu alast upp við músina í stað tannálfsins. Svo það má eigin- lega segja að ég þekki ekkert annað en músina Peres og hef ekki átt nein kynni af tannálfinum.“ Lögðust í rannsóknarvinnu Út frá þessum umræðum vin- kvennanna kviknaði hugmyndin að jólabókinni Tönnin hans Luca en þær Pilar og Auður eru hugfangnar af því hversu fjölbreyttar hefðir mis- munandi menningarheimar halda í heiðri við hinar ýmsu aðstæður. Þær lögðust í nokkra rannsóknarvinnu í tengslum við bókina og fundu afar marga misjafna gjörninga í tengslum við það að missa barnatennurnar. Helst hefðu þær viljað fjalla um allt en þar sem bókin átti að vera stutt og einföld ákváðu þær að segja frá hefð- inni hér á Íslandi, hefðinni á Spáni og þeirri hefð sem tíðkast í arabaríkjun- um þegar börnin þar missa tennur. „Það er svo margt áhugavert í er- lendum hefðum bara við það eitt að missa tönn. Við völdum bara nokkrar, en það er svo mikið til og þetta er svo áhugavert og gaman að pæla í þessu,“ segir Auður sem vann myndirnar í bókinni og þýddi texta Pilar yfir á íslensku. Auður teiknaði myndirnar á blað, ljósmyndaði þær og notaði svo myndvinnsluforritið Photoshop, sem hún þekkti best sem ljósmyndari, til þess að lita mynd- irnar. Bókin er í gulum og rauðum þemalit og þær stöllur segja hana henta foreldrum óháð því hvaða tungumál þeir tala. „Ég lenti til dæmis í vandræðum þegar sonur minn var að læra að lesa íslensku. Ég gat ekki hjálp- að honum enda bar ég hljóðin ekki rétt fram og vildi ekki skemma fyrir honum með því að reyna að hjálpa. Svona bók hefði verið frábær því þá hefði hann getað séð hvernig sami texti væri skrifaður og lesinn á hans eigin móður máli. Við áttum svipaða bók þegar hann var yngri sem var á spænsku og ensku. Hann sýndi ensk- unni mikinn áhuga og var svo nám- fús. Við ættum að gera meira í þessa veru enda börn mjög móttækileg fyrir nýjum tungumálum.“ Auður og Pilar eru strax farnar að huga að næstu bók en hún verður með svipuðu sniði, byggir á sömu persónunum nema nú verður jólahátíðin og hefðir henni tengdar skoðaðar í kjölinn. Frekari upplýs- ingar um Tönnina hans Luca má finna á samnefndri síðu á Karolina Fund. n Tönnin hans Luca Hægt er að lesa bókina bæði á íslensku og spænsku. Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Pilar og Auður Eru strax farnar að huga að næstu bók. Mynd SigTryggur Ari „Við ættum að gera meira í þessa veru enda börn mjög móttækileg fyrir nýjum tungumálum Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.