Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 33
Helgarblað 28.–31. október 2016 Fólk Viðtal 25 Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG É g er alveg sannfærður um að það eru geimverur þarna úti,“ segir Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari sem hefur frá unga aldri verið hugfanginn af himingeimnum og öllu því sem hann hefur upp á að bjóða. Sævar, sem í vikunni mælti sér mót við blaðamann á notalegum veitingastað, tók sérstaklega fram að ástæðan fyrir staðarvalinu væri sú að fiskurinn þar væri fyrsta flokks. Á slaginu tólf, þegar viðtalið hefði formlega átt að hefjast, sendi hann skilaboð um að sér seinkaði um nokkrar mínútur. Þegar Sævar mætti stuttu síð- ar á umræddan stað, rennblautur eftir ískalda vetrarrigninguna, afsak- aði hann sig með því að sýna mynd af stjörnuskoðunartjaldi sem hann ferðast með á milli grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og sagði að kennslustund morgunsins hefði tek- ið örlítið lengri tíma en hann hefði áætlað. Stoltið leyndi sér ekki en Sævar, sem hefur einstaklega þægilega nær- veru, virðist eiga mjög auðvelt með að ná til barna og miðla þekkingu sinni á vísindum á tungumáli sem allir skilja. Þá kom ástæðan fyrir staðar- valinu fljótlega í ljós eftir að við tók- um tal en Sævar er mikill áhugamað- ur um mat. Hann dreymir um að ferðast um heiminn í þeim tilgangi að borða með öllum skilningarvitun- um á sem flestum Michelin-veitinga- stöðum. Þá kveðst hann vera algjör klaufi þegar kemur að hinu kyninu. Með mörg járn í eldinum Sævar gerði ástríðuna, sem eru vís- indi, að ævistarfi sínu og starfar nú á ýmsum sviðum sem eiga það sam- eiginlegt að sólkerfi okkar kemur þar við sögu. Þrátt fyrir að njóta mikillar vel- gengni í starfi glímir Sævar við vandamál sem stór hópur Íslendinga af þúsaldarkynslóðinni svoköll- uðu þekkir. Sævar neyðist til að búa í foreldrahúsum þar sem sparnað- arreikningurinn hans heldur ekki í við þá gríðarlegu hækkun sem orðið hefur á fasteignaverði síðustu ár. Hann kveðst oft hafa íhugað að flytja af landi brott en heldur í vonina um að Íslandi verði, áður en langt um líður, ákjósanlegri staður til að búa á. Flestir muna eflaust eftir Sævari sem varð, nánast á einni nóttu, hálf- gerð almenningseign og andlit sól- myrkvans árið 2015. Hann er maður- inn sem kom því í verk að þúsundir íslenskra grunn- og leikskólabarna fengu tækifæri til að fylgjast með þessum merkilega náttúruviðburði. Hann uppskar mikið skítkast fyrir og var meðal annars sakaður um mannréttindabrot. Sævar er formaður Stjörnu- skoðunarfélags Seltjarnarness. Hann kennir stjörnufræði í MR og er höf- undur bókarinnar Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna sem kemur út í næsta mánuði. Sævar verður með innslög í Stundinni okkar í vetur um vísindi auk þess sem hann er reglu- legur gestur í Morgunútvarpi Rás- ar 2. Að auki heldur Sævar reglulega fyrirlestra úti um allar trissur, tek- ur þátt í alþjóðasamstarfi og fræð- ir ferðamenn um norður ljós þegar veður leyfir. Sævari er mikið í mun að fræða börn um mikilvægi vís- inda, vekja þau til umhugsunar um stjörnufræði og hvetja þau áfram. Ákvað snemma að verða vísindamaður Áhuginn á vísindum kviknaði snemma hjá Sævari sem kveðst hafa horft meira upp í himininn en fram fyrir sig þegar hann var lítill. „Stjörnurnar voru svo heill- andi og um leið og ég var orðin læs vildi ég ekki lesa neitt annað en vísindabækur, þá helst bækur um stjörnurnar,“ segir Sævar sem var átta ára þegar hann horfði fyrst í gegnum sjónauka hjá frænda sínum. „Þá sá ég Satúrnus í fyrsta skiptið og eftir það var ekki aftur snúið.“ Eftir grunnskóla fór Sævar í Flensborg og í framhaldinu kláraði hann jarðfræði í Háskóla Íslands. „Ég ætlaði alltaf að fara í master í reikistjörnujarðfræði en svo kom lífið inn í og plönin breyttust hægt og rólega.“ Vonar að sonurinn verði nörd Sævar, sem er 32 ára, og þáverandi sambýliskona hans, Inga Rún Helga- dóttir, eiga soninn Arnór Braga sem er sex ára. Fyrst eftir að upp úr slitn- aði árið 2013 og þar til í sumar skipt- ust þau vikulega á að vera með drenginn. Eftir að Arnór Bragi byrj- aði í skóla í haust hefur þó dregið úr umgengninni þar sem Sævar býr í Hafnarfirði en sonur hans í Mos- fellsbæ. „Það er brjálað að gera hjá hon- um við að leika vini sína og svoleið- is. Á meðan ég get ekki búið nær þá fylgist ég með af hliðarlínunni og fæ að njóta hans um helgar.“ Aðspurður hvort sonurinn deili sama áhugamáli og faðir hans svarar Sævar: „Arnór Bragi er stórkostlegur karakter. Forvitinn, mikill Star Wars- aðdáandi og tölvuleikjakall. Ég vona að hann verði nörd því þá bíður hans björt framtíð.“ Feiminn gagnvart konum Þegar talið berst nánar að ástinni, og hann er inntur svara við persónu- legri spurningum, fer Sævar í al- gjöran hnút. Hann segist vera lokuð týpa og viðurkennir að sér þyki mjög erfitt að tala um sambandsmál þar sem hann fari sjálfur alveg í kerfi þegar eitthvað slíkt er í gangi. „Ég get auðveldlega talað uppi á sviði fyrir þúsund manns en þegar kemur að því að nálgast hitt kynið er ég alveg út úr korti.“ Þá segir Sævar að sökum þessa sé hann ekki mikið að „deita“: „Ég er svo afskaplega lélegur í þessu. Kannski vantar mig bara góðan vængmann.“ Sævar og barnsmóðir hans eru góðir vinir en þegar blaðamaður segir að hann geti nú varla verið al- veg vonlaus þar sem hann eigi sjö ára samband að baki þá segir hann einfaldlega: „Hún náði í mig.“ Síðan segir hann frá því hvernig hann kynntist Ingu Rún. Árið 2006, mánuði eftir að hann byrjaði fyrst að kenna í MR, byrjuðu þau að hittast en hún var nemandi hans. „Hún var á lokaárinu og ég var 22 ára svo aldursmunurinn á okkur var bara þrjú ár. Það vissu allir af þessu en enginn skipti sér neitt sérstaklega af því. Það eina sem breyttist var að ég fékk annan kennara til að fara yfir verkefnin hennar.“ Sævar segist alltaf bjóða nemendum sínum í stjörnuskoðun en þar upphófst ástarævintýrið. „Hún bað um far með mér í stjörnu- skoðunina. Ég spáði ekkert frekar í það og sótti hana. Eitt leiddi af öðru og það tók ekki nema nokkra daga fyrir okkur að smella saman.“ Líkt og áður segir slitnaði upp úr sambandinu en Sævar kveðst þakk- látur fyrir þann tíma sem þau áttu saman og soninn sem skiptir þau meira máli en allt annað í lífinu. Michelin-stjörnu ferðamaður Þá viðurkennir Sævar að hann myndi ekki slá hendinni á móti því að kynnast skemmtilegri konu. Að sama skapi er hann lítið að stressa sig á því þar sem hann hefur í nægu að snúast varðandi vinnu og barna- uppeldið. „Ég er nú ekkert að falla á tíma en auðvitað væri notalegt að hafa einhvern til að slaka á með og fara í ferðalög. Ég viðurkenni það alveg.“ Helstu áhugamál Sævars, fyrir utan vinnuna, eru ferðalög en að auki kveðst hann vera mikill mat- arsnobbari. Þá myndi hann ekki slá hendinni á móti því að gerast Michelin-stjörnu ferðamaður. Sævar hefur ferðast á marga framandi staði, á borð við Indónesíu og til Suður- Ameríku. Þess á milli nýtur hann þess að sökkva sér í fjölþjóðamenn- ingu evrópskra stórborga. „Ég á fjölda vina frá öllum heims- hornum og er löngu búinn að kom- ast að því hvað við erum öll svipuð, það er varðandi húmor og drauma, þrátt fyrir að eiga ólíkan bakgrunn.“ Sævar er líka sannfærður um að í framtíðinni muni ferðalangar fara í geimferðir í stað flugferða. Til dæmis fljúga einn til tvo hringi umhverfis jörðina, áður en geimflaugin lendir að lokum á áfangastað, annars stað- ar á jörðinni eða einhvers staðar í geimnum. Stórkostlegasta uppgötvun sögunnar Líkt og áður segir er Sævar hand- viss um að við séum ekki ein í al- heiminum. „Heimurinn er svo stór að það getur eiginlega ekki verið. Ég vona að þarna úti séu vitsmunaver- ur sem við getum haft samband við, lært af og þær kennt okkur. En hvort sú er raunin er önnur og erfiðari spurning.“ Þá segir Sævar að ein stórkost- legasta uppgötvun sögunnar yrði að fá staðfestingu á að örverur væri að finna á Mars. „Þá fengjum við loks- ins staðfestingu á að við erum ekki ein. Ef það eru tveir hnettir í okkar sólkerfi þar sem líf finnst, þá er ansi mikill möguleiki á fjölbreyttu lífi í alheiminum. Og þá get ég dáið sæll og glaður.“ Hægfara útrýming lífs á jörðinni Sævar óttast ekki yfirvofandi heimsendi af völdum áreksturs smástirnis eða halastjörnu við Jörðina. „Við höfum sem betur fer búnaðinn og tæknina til að finna þessa hnetti og koma þannig í veg fyrir yfirvofandi hamfarir, ef við finnum eitthvað, því það er alltaf verið að leita.“ Ef svo yrði gerir Sævar ráð fyrir að þjóðir heimsins tækju höndum saman og leystu vandamálið í sam- einingu. „Kannski verður það fyrsta friðsamlega samvinna allra þjóða að koma í veg fyrir útrýmingu lífs á jörðinni?“ Hins vegar hefur Sævar töluvert meiri áhyggjur af því hvernig mann- kynið hefur farið með Jörðina. „Þessi hægfara útrýming lífs á jörðinni er skelfileg. Eins og staðan er í dag þá erum við að fara illa með auðlindir jarðarinnar. Við þurfum að velta því rækilega fyrir okkur og bregðast við áður en það verður of seint.“ „Ég er alveg sann- færður um að það eru geimverur þarna úti Gerði ástríðuna að ævistarfi sínu Hefur mikla ánægju af því að miðla þekkingu til barna. Kristín Clausen kristin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.