Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 28.–31. október 20164 Ferðalok - Kynningarblað Trésmiðjan Stígandi T résmiðjan Stígandi á Blönduósi smíðar vand­ aðar líkkistur, bæði hvítar og spónlagðar með viðar­ tegund að vali kaupanda. Kisturnar eru afgreiddar fullbúnar, fóðraðar og með kodda, sæng og blæju. Líkklæði er einnig hægt að kaupa sé þess óskað. Kisturnar eru sendar daginn eftir pöntun hvert á land sem er. Að sögn Guðmundar Arnar Sig­ urjónssonar, eins eigenda Stíganda, afgreiðir fyrirtækið um 30 líkkistur á ári. Flestar eru keyptar í hér­ aðinu, einhverjar fara á Blönduós og Hvammstanga, og svo eru nokkrar afgreiddar vítt og breitt um landið, meðal annars til Reykjavíkur. Segir Guðmundur að ástæðurnar fyrir því að líkkisturnar frá þeim nái svo langt út fyrir héraðið bæði vera gott orð­ spor fyrirtækisins í líkkistusmíði og að verðið á þeim þyki afar hagstætt miðað við mikil gæði. Starfsemi Trésmiðjunnar Stíg­ anda hvílir á gömlum og traustum grunni. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 og hefur ávallt verið staðsett á Norðurlandi, en stofnendur þess komu þó úr Reykjavík. Í dag eru þrír starfsmenn fyrirtækisins í eigenda­ hópnum en starfsmenn eru alls 13, meirihluti þeirra er trésmiðir. Að sögn Guðmundar er starf­ semin afar fjölbreytt en þó er sér­ smíði á innréttingum mjög stór þáttur af starfseminni: „Við erum stærsti aðilinn á svæðinu í viðhaldi og nýsmíði og því mikið leitað til okk­ ar varðandi alls konar verkefni. Við erum í raun þjónustufyrirtæki á vakt hér og það er feikilega mikið að gera.“ Trésmiðjan Stígandi tekur að sér allt sem við kemur byggingum og mannvirkjagerð. Á tæknivæddu verkstæði smíða starfsmenn fyrir­ tækisins nánast hvað sem er, allt eftir óskum viðskiptavina. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og persónulega þjónustu. Innréttingar, tréstigar og sumarhús Á heimasíðu Stíganda, stigandihf.is, má finna fróðlegar upplýsingar um ýmsar vörur fyrirtækisins. Áður eru líkkisturnar nefndar en auk þeirra framleiðir Stígandi til dæmis mikið af fallegum og vönduðum innrétting­ um af ýmsu tagi. Þrautreyndir starfs­ menn eru viðskiptavinum til ráðgjaf­ ar varðandi efnisval og út færslu, en möguleikarnir eru endalausir. Þá smíðar Stígandi tréstiga af öllum stærðum og gerðum þar sem nýtt er í senn nýjasta tækni og dýrmæt reynsla iðnmeistara fyrirtækisins af gömlu handbragði. Enn fremur framleiðir Stígandi sumarhús og smáhýsi til flutnings hvert á land sem er. Meðal annars eru í boði svokölluð hraðhús, sem eru 55 fermetra, byggð úr tveimur einingum sem eru smíðaðar á starfssvæði Stíg­ anda og fluttar á byggingarstaðinn ásamt forsteyptum undirstöðum. Auðvelt er að bæta þriðju einingunni við hvenær sem er og stækka húsið þar með upp í 82 fermetra. n Trésmiðjan Stígandi Húnabraut 29, Blönduósi Sími: 452-4123. Netfang: gummi@stigandihf.is Heimasíða: www.stigandihf.is Vandaðar líkkistur á hagstæðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.