Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 28.–31. október 20166 Ferðalok - Kynningarblað Ú tfararstofa Svafars og Her- manns, sem einnig geng- ur undir nafninu Kvedja.is, byggir á 20 ára reynslu og mikilli þekkingu á útfarar- þjónustu. Stofan veitir þjónustu sem er í senn heildstæð og mjög persónu- leg. „Þetta er lítil útfararstofa og við komum að ferlinu frá upphafi til enda, erum með fólkinu allan tím- ann því þessi persónulegu samskipti eru mjög mikilvæg,“ segir Hermann Jónasson, annar eigenda stofunnar, en hinn eigandinn er Svafar Magn- ússon. Báðir hafa starfað afar lengi í faginu. Þriðji starfsmaðurinn er Ingi- björg Halldórsdóttir. Á heimasíðu stofunnar, kvedja. is, er að finna mjög gagnlegar upp- lýsingar, meðal annars gátlista fyrir útför sem bæði er hægt að skoða á síðunni og prenta út. Útfararstofa Svafars og Hermanns getur séð um alla þætti útfararinnar. „Það er svo misjafnt hvernig fólk er statt gagn- vart þessu. Sumir eru búnir að ákveða alla hluti og hafa kannski gert þetta áður. En suma þarf að leiða vel áfram og þá upplýsum við fólkið um allt sem er í boði og mögulegt er,“ segir Hermann sem leggur áherslu á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins. „Það hefur færst í vöxt að fólk sé ekki í kirkjunni og ekki eru leng- ur allir með presta. Það ríkir sá misskilningur að allt sé niður njörv- að varðandi hvað má og hvað má ekki við útför. En í rauninni ræður hver og hvað hann gerir og hvernig hann hefur þetta,“ segir Hermann sem leggur áherslu á að þjóna öllum trúarhópum og líka hinum trúlausu. „Við leggjum áherslu á að hver út- för sé einstök. Hún er ekki eins og hver önnur. Við mætum fólki á þeim stað þar sem það er og uppfyllum óskir þess. Við förum heim til fólks ef það vill það en það getur líka kom- ið til okkar því við erum með góða aðstöðu að Síðumúla 28,“ segir Her- mann en stofan býður upp á alla þjónustu sem til þarf og kemur með- al annars á sambandi við tónlist- arfólk þegar þess gerist þörf. „ Fyrir suma sjáum við um allt, tölum við prestinn og aðra sem koma að útför- inni, en síðan eru aðrir svo sjálfstæð- ir að þeir vilja gera þetta sjálfir og þá er það bara í góðu lagi. Þetta er nokk- uð misjafnt en við þjónum öllum og leggjum alltaf mikið upp úr persónu- legri nálgun,“ segir Hermann að lok- um. n Nánari upplýsingar eru á heima- síðunni kvedja.is. Símanúmer stof- unnar er 571-8222. Hver útför er einstök Útfararstofa Svafars og Hermanns, Síðumúla 28 Persónuleg þjónusta frá A til Ö Athöfn útfararþjónusta I nger Steinsson er fyrsta konan sem fékk útfararleyfi á Íslandi en það var fyrir 19 árum. Í fyrstu starfaði hún hjá annarri útfararstofu við þessa við- kvæmu og vandasömu þjónustu en nokkrum árum síðar stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum Athöfn útfararþjónustu. Eiginmaður Inger hefur nú látið af störfum vegna heilsubrests en dóttir hennar, Inger Rós, og elstu barnabörn hjálpa til þegar mikið liggur við. Þetta er því sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Inger hefur alltaf haft það að leiðar- ljósi að kenna sínum börnum að vera ekki hrædd við dauðann. Frá því að þau voru lítil hafa þau tekið þátt í umræðum um lífslokin og oft- ar en einu sinni setið í líkbílnum og ekkert fundið að því. „Ég legg mikið upp úr persónu- legri og vandaðri þjónustu. Ég held ég hafi verið sú fyrsta sem fór heim til aðstandenda til að skipuleggja útfarir. Fólki fannst notalegt að geta verið bara heima við og talað um þessi viðkvæmu mál. Ýmist heim- sæki ég fólk eða býð því heim í stof- una til mín í kaffi. Fólk kann afar vel að meta þetta. Heimilið mitt er líka minn vinnustaður og yfirbyggingin lítil og gefur mér kost á að bjóða hagstæð kjör,“ segir Inger. Þó að útfararstofan sé skráð í Hafnarfirði starfar Inger á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þjónusta hennar er hagstæð fyrir aðstand- endur: „Ég kappkosta að hafa allan kostnað uppi á borðinu og hér tíðk- ast engir bakreikningar. Útförin getur verið jafnfalleg þó að hún kosti minna. Fólk er líka ófeimið við að hringja í útfararstofur og bera saman kostnað. Ég tel mig bjóða hagstæð kjör en er ekki til búin að bjóða verð undir öllu velsæmi því ég þarf að lifa líka. En þegar fólk hefur samband legg ég þetta á borðið og það veit hvað hlutirnir kosta hjá mér.“ Sem fyrr segir kappkostar Inger að veita persónulega þjónustu: „Ég veiti persónulega þjónustu frá a til ö. Það þýðir að ég er með alla leið, ég sæki hinn látna, geng frá í kistu, hitti aðstandendur og er með í jarðarförinni. Það er enginn annar sem kemur að þessu,“ segir hún. n Nánari upplýsingar eru veittar um þjónustuna í símum 551-7080 og 691-0919 og í gegnum netfangið athofn@athofn.is. Myndir Haraldur Jónasson Ljósmyndadeildin ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.