Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 42
Helgarblað 28.–31. október 201634 Menning Rosalegustu bíómyndirnar sem aldrei voru gerðar n Sum verkefnin reyndust of stór, önnur of ofbeldisfull og enn önnur of súrrealísk F yrir hverja bíómynd sem nær á hvíta tjaldið eru tugir, jafn- vel hundruð, mynda sem deyja strax á fyrstu stigum. Stundum fá hugmyndasmið- irnir í Hollywood svo brjálæðis- legar hugmyndir að ómögulegt er að hrinda þeim í framkvæmd, þótt slík- um dæmum hafi fækkað samhliða hinum ýmsu tækninýjungum. Vefritið Business Insider tók á dögunum saman lista yfir bíómyndir sem aldrei litu dagsins ljós. Þær eiga það sameiginlegt að hafa verið mikil hugmyndafræðileg stórvirki. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is  Napoleon eftir Stanley Kubrick Um hvað átti myndin að vera? Af mörgum stórvirkjum Stanley Kubrick átti Napoleon að verða það stærsta. Hann varði áratugum, með hléum vitanlega, í undirbúning myndarinnar sem átti að segja frá ævintýrum Napóleóns Bonaparte. Hvað gerðist? Myndin Waterloo eftir Rod Steiger kom í kvikmyndahús árið 1970. Myndin sagði einmitt frá ævi og örlögum Napóleóns en þar sem myndin floppaði voru stóru kvikmyndaverin ekki reiðubúin til að taka áhættu með stórvirki Kubricks. Kubrick lést síðan eins og kunnugt er árið 1999, 70 ára að aldri. Er líklegt að hún verði framleidd? Já, en ekki eins og Kubrick sá verkefnið fyrir sér. Steven Spielberg hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera Napoleon-verkefnið að veruleika, en þá í formi þáttaseríu fyrir sjón- varp en ekki sem kvikmynd. David Leland vinnur að því að endurskrifa handritið og hafa margir leikstjórar verið orðaðir við seríuna, þar á meðal Ang Lee, Ridley Scott, Rupert Sanders og Baz Luhrmann. Þess má geta að hægt er að lesa handrit Kubrick að Napoleon á veraldarvefnum.  Justice League: Mortal eftir George Miller Um hvað átti myndin að vera? George Miller átti að leikstýra þessu risavaxna ver- kefni Warner Bros. Hugmyndavinna hófst árið 2007 en þess skal getið að nýja myndin, Justice League, sem kvikmynduð var að hluta til hér á landi er ekki sú sama og þessi. Myndin átti að segja frá ævintýrum Bat- man, Superman og The Flash svo dæmi séu tekin og átti D.J. Cotrona að leika Superman og Armie Hammher átti að leika Batman. Hvað gerðist? Tímasetning myndarinnar þótti óhentug. Verkfall handritshöfunda hafði áhrif og þá voru framleiðendur að von- ast til þess að taka myndina upp í Ástralíu. Skattamál þar í landi settu einnig strik í reikninginn. Er líklegt að hún verði framleidd? Zack Snyder, en ekki George Miller, var fenginn til að leikstýra DC-myndum Warner Bros og á sama tíma hefur Miller einbeitt sér að öðrum verkefnum, til dæmis Mad Max- myndunum með góðum árangri. Justice League: Mortal heyrir því sögunni til, að sinni allavega.  Gladiator 2 eftir Ridley Scott Um hvað átti myndin að vera? Myndin átti, eins og nafnið gefur til kynna, að vera framhald af myndinni Gladiator með Russell Crowe frá árinu 2000. Óhætt er að segja að handritshöfundurinn, hinn goðsagnakenndi tónlistarmaður Nick Cave, hafi haft háleitar hugmyndir um myndina. Persóna Crowe, skylmingaþrællinn Maximus, deyr í lok Gladiator en í Gladiator 2 átti hann að vakna til lífsins og verða sjálfum Jesú að bana. Vinnuheiti myndarinnar var einmitt Christ Killer. Hvað gerðist? Hugmyndin þótti of sturluð fyrir nokkurt kvikmyndaver. Er líklegt að hún verði framleidd? Nei, það er afar ólíklegt.  Blood Meridian Um hvað átti myndin að vera? Myndin átti að byggja á samnefndri skáldsögu Pulitzer-verð- launahöfundarins Cormacs McCarthy. Bókin, sem er talin ein sú besta af mörgum góðum eftir McCarthy, segir frá blóðbaði sem átti sér stað í Bandaríkjunum um miðja nítjándu öld þegar indjánar voru ofsóttir og drepnir í hundraðatali. Hvað gerðist? Fyrir það fyrsta er bókin afar ofbeldisfull. Nokkrir leikstjórar og leikarar hafa reynt að koma mynd á koppinn en enn sem komið er hafa þær tilraunir ekki borið ávöxt. Tommy Lee Jones reyndi það um miðjan tíunda áratuginn en kvikmyndaverin vildu stilla ofbeldinu í hóf. Ridley Scott reyndi nokkrum árum síðar en bitbeinið var handritið sem þótti of ofbeldisfullt, að mati Paramount. James Franco hefur undanfarin misseri unnið að undirbúningi myndarinnar og er hann sagður hafa sannfært Russell Crowe um að taka að sér hlutverk. Síðar kom í ljós að Franco hafði aldrei öðlast útgáfuréttinn að myndinni. Er líklegt að hún verði framleidd? Það er ekki ósennilegt. Franco, sem er aðeins 38 ára, hefur reynt ýmislegt til að koma sögunni á hvíta tjaldið og ekki þykir ólíklegt að það takist. Reynsluleysi Franco í leikstjórastólnum og dræmar viðtökur við þeim myndum sem hann hefur leikstýrt hafa þó valdið kvikmyndaáhugamönnum ákveðnum áhyggjum. George Miller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.