Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 28.–31. október 2016 Kosningaumfjöllun 15 KosningaKompásinn n Hvað boða flokkarnir í kosningunum? n Hver er stefna þeirra í helstu málaflokkum? n Berðu saman hvað þeir ætla að gera í þeim málefnum sem þér þykja mikilvæg Hafna aðild að ESB. Hefja viðræður við Breta um áframhaldandi viðskiptasamband í kjölfar Brexit. Endurskoða Schengen-samstarfið. Ísland verði virkt í stefnumótun fyrir norðurslóðir. Áhersla á að öryggi lands og þjóðar sé tryggt. Áfram í NATO. Að framlög Íslands til þróunarsamvinnu endurspegli markmið SÞ. Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Flokkurinn vill halda viðræðum áfram og bera aðildarsamning undir þjóðina. Telur að aðild fylgi margir kostir sem styrki stöðu Íslands og efli hagsæld. Skattkerfisbreytingar. Lækka tekjuskattsprósentu á einstaklinga með lágar og millitekjur í 25%, tekjutengja persónufrádrátt þannig að hann falli niður þegar ákveðnum tekjum er náð. Vaxtabætur falli niður í núverandi mynd en sparnaði verði beint til lágtekjuhópa með útborganlegum persónuafslætti. Taka upp einstaklingsframtöl og hætta samsköttun hjóna. Endurskoða skattkerfið, einfalda og auka skilvirkni þess, fækka undanþágum og íþyngjandi reglum. Auðvelda einstaklingum og fyrir- tækjum að fara að reglum. Vill sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar, hún skili arði til þjóðarinnar og treysti atvinnu og byggð um land allt. Vill að sveitarfélög hafi forkaupsrétt á aflahlutdeild sem selja á úr sveitarfélagi. Vill styðja við uppbyggingu fiskeldis og rannsókna á fiskeldi og vanda til verka. Lögsetja fyrirkomulag strandsvæðaskipulags. Tryggja sátt um sjávarútveg- inn til framtíðar. Í stað veiði- leyfagjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á ári hverju til að fá sanngjarnt markaðstengt afgjald fyrir aðgang að auðlindinni. Hvetji til hagræðingar og hámarki arðsemi til lengri tíma og opni leið fyrir nýliðun. Leggur áherslu á að efla innlenda matvælaframleiðslu, auka innlenda neyslu og auka útflutning. Vill hvetja til nýsköpunar og tryggja að regluverk hamli henni ekki. Tryggja fjölskylduvænan landbúnað og nýliðun í greininni. Fagna nýsamþykktum búvörusamningum. Vilja auka milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur. Tollvernd verði önnur tveggja meginstoða í stuðningi yfirvalda við landbúnað. Einhliða niðurfelling tolla kemur ekki til greina. Lúti sömu lögmálum almennrar samkeppni og sömu lögum og annar atvinnurekstur. Breyta þurfi stuðningi við bændur svo hann auki hagræðingu, framleiðniaukningu og nýsköpun. Frelsi fyrir bændur til að vinna og markaðssetja afurðir sínar sjálfir. Hætta framleiðslu- og sölustýringu ríkisvaldsins. Afnema tolla og innflutningshöft á land- búnaðarvörur í áföngum. Fjölga störfum, sérstaklega sérfræðistörfum. Ríkið skapi hagstæða umgjörð. Einfalda skattkerfið og regluverk atvinnurekstrar. Lækka tryggingargjaldið. Efla nýsköpun á öllum sviðum með skattaívilnunum. Styðja vöxt ferðaþjónustunnar með komugjöldim til uppbyggingar innviða. Landsbankinn verði áfram í eigu þjóðarinnar. Endurskoða þurfi peningastefnuna. Leggja áherslu á samkeppni, sjálfbærni og nýsköpun. Stjórnvöld búi fyrirtækjum hagstæð rekstrarskilyrði og dragi úr efnahagssveiflum. Ríkisafskipti af atvinnuvegum verði í lágmarki. Hámarka arðsemi ferðaþjónustu, efla tekjulindir sveitarfélaga af ferðaþjónustu og auð- velda uppbyggingu innviða. Bílastæðagjald við ferðamannastaði. Talar fyrir öryggi í húsnæðismálum. Fyrsta fasteign, úrræði núverandi ríkisstjórnarinnar, sé rökrétt framhald leiðréttingarinnar. Tryggja þurfi aukið framboð íbúðarhúsnæðis með fleiri lóðum og einfaldari reglum um byggingu húsnæðis. Varanleg vaxtalækkun stærsta hagsmunamál kaupenda og leigjenda húsnæðis. Tryggt með myntráði. Skattfrjáls sparnaðarleið til fyrstu kaupenda og áfram hægt að ráðstafa séreignarsparnaði til íbúðar- kaupa. Endurskoða vaxtabótakerfið svo það styðji betur við fyrstu íbúðarkaup, stuðningur verði í formi eingreiðslu. Auka framboð á hús- næði, draga úr byggingarkostnaði, endurskoða byggingarreglugerðir. Vill byggja nýjan Landspítala á nýjum stað og að framlög til heilbrigðis stofnana um allt land verði aukin. Heilsugæslan efld og biðtími styttur með fjölgun heimilislækna og sálfræðinga. Greiðslu- þátttaka lækkuð og forvarnir auknar til að bæta lýðheilsu. Ljúka byggingu Landspítala við Hringbraut fyrir 2022. Styrkja heilsugæslu um allt land. Stytta biðlista. Áhersla á meðhöndlun geð- rænna vandamála og forvarna. Bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem fari í skrefum inn í tryggingakerfið. Greiðsluþátttaka sjúklinga miðist við hverja fjölskyldu, taki mið af greiðslugetu allra samfélagshópa. Auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá, landsmönnum tryggður sann- gjarn arður. Lögfesta hvað flokkast sem auðlind og hverjar þeirra skuli vera í þjóðareign. Uppbygging innviða. Koma í veg fyrir átroðning á viðkvæmri náttúru landsins. Sporna við sóun. Draga úr plastnotkun. Fylgja sóknaráætlun í loftlagsmálum. Auka skógrækt, landgræðslu o.fl. Ríki móti heildstæða auðlindastefnu til langs tíma þar sem um- hverfisvernd, heildarhagsmunir samfélags, hagsmunir sveitar- félaga, fjárfesting í innviðum og hagsmunir komandi kynslóða eru í forgrunni. Hlynntur endurskoðun á stjórnarskrá, fagnar framkominni tillögu um breytingar í vinnu stjórnar- skrárnefndar. Ljúka þarf endurskoðun stjórnarskrárinnar með víð- tækri sátt til að efla beint lýðræði svo almenningur geti komið að ákvörðunum um mikilvæg málefni. Lítur á krónuna sem framtíðargjaldmiðil Íslands. Mikilvægt sé að treysta umgjörð hennar og stöðugleika. Vill taka upp myntráð í stað núverandi peningastefnu. Það skapi varanlegan gengisstöðugleika. Myntráð felur í sér að festa gengi krónunnar við gengi annars gjaldmiðils. Lágmarkslífeyrir verði 300 þúsund krónur á mánuði og fylgi lágmarks- launum á almennum vinnumarkaði. Lokið verði við heildarendur- skoðun almannatrygginga. Tannlækningar aldraðra verði gjaldfrjálsar og hjúkrunarrýmum fjölgað um allt land. Lífeyriskerfi almannatrygginga einfaldað, dregið úr skerðingu vegna annarra tekna. Enginn lífeyrisþegi fái minna en sem nemur lágmarks- launum. Umbætur á vinnumarkaði til að bregðast við hækkandi eftir- launaaldri, opna á möguleika á að hefja töku lífeyris almannatrygginga samhliða hlutastarfi. Bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Nýstaðfestum samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði fylgt eftir með lögum. Íslendingar þurfi að sýna ábyrgð við móttöku flóttafólks. Mikilvægt af mannúðarástæðum að flýta málsmeðferð og lokaniðurstöðum í málefnum hælisleitenda. Fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar, framþróun atvinnulífs og betri árangri fyrir samfélagið. Taka á málum flóttafólks og hælisleitenda af mannúð og samkennd. Stytta málsmeðferðartíma og auðvelda þeim sem hingað flytja að verða virkir samfélagsþegnar og laga sig að nýjum heimkynnum með námi og vinnu. Fjölga menningarsamningum og styðja starf utan höfuðborgarsvæðis, efla Kvikmyndasjóð og greiða götur erlendra kvikmyndaframleiðenda, tryggja lykilsöfnum og Náttúruminjasafni góða aðstöðu, útvarpsgjald renni til RÚV, aðgerðir til að tryggja íslensku í stafrænum heimi. Styrkja umgjörð listháskólanáms, efla samkeppnissjóði, styrkja stjórnsýslu skapandi greina, löggjöf um höfundarrétt í samræmi við tækniþróun, skattleggja höfundarréttartekjur líkt og fjármagnstekjur, opinberar stofnanir greiði listamönnum fyrir vinnu, styðja verkefni tengd íslensku í stafrænum heimi. Framsóknarflokkur Viðreisn Vill klára aðildarsamning við ESB og leggja hann í dóm þjóðarinnar að undangenginni upplýstri umræðu. Íslendingar verði málsvarar mann- réttinda, jafnréttis og friðar á alþjóðavísu og leggi sitt af mörkum til friðar í heiminum með þátttöku í þróunarsamvinnu, hjálparstarfi og friðarumleitunum, en taki ekki þátt í hernaði. Einfalda þarf skattkerfið og gera það réttlátt og skiljanlegt fyrir almenning. Skattkerfið ætti að hvetja til innlendrar verslunar, nýsköp- unar og vistvænnar atvinnustarfsemi. Vill byggja á aflamarkskerfi en nýta mark- aðinn til að sjávarútvegurinn greiði sann- gjarnt gjald fyrir aðgengi að auðlindinni. Nýting sjávarauðlinda verði ætíð í jafnvægi og ekki verði gengið á rétt komandi kynslóða til að njóta sömu gæða. Vill opna á frekari inn- og útflutning á landbúnaðarvörum og auka samkeppni. Skjóta frekari forsendum undir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Úthluta á toll- kvótum á sanngjarnan hátt. Vill auka fjölbreytni í atvinnulífinu með aukinni fjárfestingu eða annars konar hvatningu og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaum- gjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Koma þarf á húsnæðislánamarkaði með lágum raunvöxtum til langs tíma. Það verður best gert með stöðugum gjaldmiðli. Fjölga þarf leiðum til að fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið, bæði í séreign og leigu. Allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðis- kerfinu, hvar á landi sem er, í gegnum sameiginlegt sjúkratryggingakerfi. Auka þarf við forvarnir. Tannheilbrigði falli í auknum mæli undir sjúkratryggingakerfið. Endurvinnsla verði aukin, sem og vistvænir lífshættir almennt. Meðal annars verði lög áhersla á notkun vistvænna orkugjafa. Farið verði eftir rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Átak verði gert í vernd og uppbyggingu þjóðgarða og friðlanda. Vill setja nýja stjórnarskrá á grunni tillagna stjórnalagaráðs. Þó þarf að bregðast við málefnalegum athugasemdum. Gefa þarf þjóðinni tíma til að kynna sér tillögurnar vel. Vill að stjórnvöld móti sér stefnu til framtíðar í gjaldmiðilsmálum. Koma þarf á jafnvægi með stöðugum gjaldmiðli. Flokkurinn tekur ekki afstöðu til þess hvaða gjaldmiðill það gæti verið. Einfalda ætti lífeyriskerfið og samræma opinbera og almenna kerfið. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða skoðað með það að markmiði að það virki sem best fyrir fólk. Eldri borgarar geti notið þjónustu í því byggðarlagi sem þeir kjósa og þeim bjóðist fjölbreyttir og hagkvæmir búsetukostir. Íslendingar taki vel á móti flóttamönnum og sinni málefnum innflytj- enda af stakri prýði. Efla listakennslu á öllum skólastigum, lækka skatta á menningar- starfsemi (m.a. bækur), stórauka fjárveitingar til skapandi greina, efla samkeppnissjóði, leysa húsnæðismál LHÍ. Björt framtíð Athuga ber að úttektin er í mörgum tilfellum ekki tæmandi. Í einhverjum tilfella er ítarlegri útlistun á tilteknum stefnumálum að finna á vefsíðum flokkanna. Hér er það helsta tekið, orðagjálfur klippt burt og reynt að leggja fram hnitmiðaða samantekt. Í þeim tilfellum þar sem upplýsingar var ekki að finna um tiltekinn málaflokk, er þess getið. mikael@dv.is / freyr@dv.is / kristjan@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.