Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 28.–31. október 201610 Fréttir V iðskiptafélagarnir Sigur- björn Þorkelsson, Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eiga 48 prósent í eignarhaldsfélaginu sem keypti hlutabréf í Símanum í um- deildri sölu Arion banka í ágúst í fyrra. Þeir eignuðust þá 2,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu og greiddu 585 milljónir fyrir bréfin sem eru nú metin á 692 milljónir. Félag í helm- ingseigu Orra Haukssonar, forstjóra Símans, fékk lánaðar 200 milljónir króna fyrir kaupum á 0,83 pró- senta hlut í fyrirtækinu. Fjár- festahópur sem fjórmenn- ingarnir tilheyra keypti alls fimm prósent í Sím- anum á 1.215 milljónir eða rúmlega 115 milljón- um minna en haldið hefur verið fram. Fékk lánað Hópurinn keypti bréfin af Arion banka í gegnum eignarhaldsfélagið L1088 ehf. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi þess áttu Sigurbjörn, Árni og Hallbjörn alls 48,15 pró- senta hlut í því í árslok 2015 en eign- in er skráð á félag þeirra Æðarnes ehf. Orri Hauksson, sem leiddi fjár- festahópinn saman fyrri hluta 2015, og Gunnar Fjalar Helgason, yfir- maður stefnumótunar og stjórnun- ar hjá Símanum, áttu 16,5 prósent í gegnum Frost Capital ehf. Gunn- ar hefur ekki áður verið nefndur í tengslum við kaupin en aðrir ís- lenskir hluthafar L1088 voru nafn- greindir þegar þau voru í hámæli fyrir ári. Félag hans og Orra tók samkvæmt ársreikningi Frost Capi- tal lán í fyrra upp á 200 milljónir króna, eða fyrir öllum hlutnum sem þeir keyptu í Símanum, en í árslok 2015 nam hlutafé þess 120 þúsund krónum. Félagið Íshóll ehf. er þriðji stærsti eigandi L1088 með 15,63 prósenta hlut. Það er í eigu Stefáns Áka- sonar, fyrrverandi forstöðumanns skuldabréfamiðlunar Kaupþings. Bertrand Kan, hollenskur fjárfestir og stjórnar maður í Símanum, átti 6,38%. Önnur bréf félagsins voru í eigu innlendra og erlendra fjárfesta sem tóku þátt í kaupunum. Hækkað um 20% LH1088 keypti alls 482.500.000 hluti í Símanum á genginu 2,518. Kaup- verðið var því 1.215 milljónir króna en ekki rúmlega 1.330 milljónir líkt og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum. Þetta staðfestir Sigurbjörn Þorkels- son, stjórnarformaður Fossa mark- aða, í samtali við DV. Skýringuna á hærri upphæðinni má að öllum lík- indum rekja til þess að stjórnendur hjá Símanum keyptu til viðbótar 0,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu af Arion banka með beinum hætti. Þegar sá eignarhlutur er lagður saman við bréf L1088 í Símanum nemur heildarkaupverðið 1.336 milljónum. Eigendur L1088 mega ekki selja bréfin fyrr en í janúar á næsta ári. Gengi hlutabréfa fjarskiptafélags- ins var við lokun markaða í gær, fimmtudag, 18 prósentum hærra en verðið sem Arion banki fór fram á. Bréf Símans voru þá metin á 2,98 krónur á hlut og fimm prósenta eignarhlutur L1088 því 1.437 millj- óna króna virði. Í árslok 2015 var hann metinn á 1.746 milljónir í bók- um félagsins en gengið var þá 3,62 krónur á hlut. Meðlimir hópsins keyptu bréfin tæpum tveimur mánuðum áður en almennt hlutafjárútboð á eign Aron banka í Símanum fór fram. Bankinn seldi þá 21 prósent í fé- laginu og var útboðsgengi Símans 3,33 krónur á hlut. Salan til L1088 vakti mikla athygli en einnig kaup valinna vildarviðskiptavina bank- ans á öðrum fimm prósentum í fjar- skiptafyrirtækinu. Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði viðskiptin hafa rýrt traust al- mennings á fjármálamarkaði. Arion banki viðurkenndi að salan til vildarvinanna hefði verið misráðin en taldi viðskiptin við L1088 hafa verið réttmæt. Álitsgjafar Markaðar- ins, fylgirits Fréttablaðsins um við- skipti og efnahagsmál, völdu söluna á eignarhlut Arion í Símanum verstu viðskipti ársins 2015. n Keyptu helminginn af Símabréfunum Fjárfestarnir Sigurbjörn, Árni og Hallbjörn greiddu Arion banka 585 milljónir fyrir 2,4% í Símanum Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Eiga 2,4% í Símanum Sigurbjörn Þorkelsson, fjárfestir og stjórnarformaður Fossa markaða, átti frumkvæði að aðkomu fjárfestanna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar að hópnum sem keypti 5% hlut í Símanum af Arion banka í ágúst 2015. Þremenningarnir eiga allir þriðjungshlut í Æðarnesi ehf. Mynd SiGtryGGur Ari Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.