Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Page 10
Helgarblað 28.–31. október 201610 Fréttir V iðskiptafélagarnir Sigur- björn Þorkelsson, Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eiga 48 prósent í eignarhaldsfélaginu sem keypti hlutabréf í Símanum í um- deildri sölu Arion banka í ágúst í fyrra. Þeir eignuðust þá 2,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu og greiddu 585 milljónir fyrir bréfin sem eru nú metin á 692 milljónir. Félag í helm- ingseigu Orra Haukssonar, forstjóra Símans, fékk lánaðar 200 milljónir króna fyrir kaupum á 0,83 pró- senta hlut í fyrirtækinu. Fjár- festahópur sem fjórmenn- ingarnir tilheyra keypti alls fimm prósent í Sím- anum á 1.215 milljónir eða rúmlega 115 milljón- um minna en haldið hefur verið fram. Fékk lánað Hópurinn keypti bréfin af Arion banka í gegnum eignarhaldsfélagið L1088 ehf. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi þess áttu Sigurbjörn, Árni og Hallbjörn alls 48,15 pró- senta hlut í því í árslok 2015 en eign- in er skráð á félag þeirra Æðarnes ehf. Orri Hauksson, sem leiddi fjár- festahópinn saman fyrri hluta 2015, og Gunnar Fjalar Helgason, yfir- maður stefnumótunar og stjórnun- ar hjá Símanum, áttu 16,5 prósent í gegnum Frost Capital ehf. Gunn- ar hefur ekki áður verið nefndur í tengslum við kaupin en aðrir ís- lenskir hluthafar L1088 voru nafn- greindir þegar þau voru í hámæli fyrir ári. Félag hans og Orra tók samkvæmt ársreikningi Frost Capi- tal lán í fyrra upp á 200 milljónir króna, eða fyrir öllum hlutnum sem þeir keyptu í Símanum, en í árslok 2015 nam hlutafé þess 120 þúsund krónum. Félagið Íshóll ehf. er þriðji stærsti eigandi L1088 með 15,63 prósenta hlut. Það er í eigu Stefáns Áka- sonar, fyrrverandi forstöðumanns skuldabréfamiðlunar Kaupþings. Bertrand Kan, hollenskur fjárfestir og stjórnar maður í Símanum, átti 6,38%. Önnur bréf félagsins voru í eigu innlendra og erlendra fjárfesta sem tóku þátt í kaupunum. Hækkað um 20% LH1088 keypti alls 482.500.000 hluti í Símanum á genginu 2,518. Kaup- verðið var því 1.215 milljónir króna en ekki rúmlega 1.330 milljónir líkt og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum. Þetta staðfestir Sigurbjörn Þorkels- son, stjórnarformaður Fossa mark- aða, í samtali við DV. Skýringuna á hærri upphæðinni má að öllum lík- indum rekja til þess að stjórnendur hjá Símanum keyptu til viðbótar 0,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu af Arion banka með beinum hætti. Þegar sá eignarhlutur er lagður saman við bréf L1088 í Símanum nemur heildarkaupverðið 1.336 milljónum. Eigendur L1088 mega ekki selja bréfin fyrr en í janúar á næsta ári. Gengi hlutabréfa fjarskiptafélags- ins var við lokun markaða í gær, fimmtudag, 18 prósentum hærra en verðið sem Arion banki fór fram á. Bréf Símans voru þá metin á 2,98 krónur á hlut og fimm prósenta eignarhlutur L1088 því 1.437 millj- óna króna virði. Í árslok 2015 var hann metinn á 1.746 milljónir í bók- um félagsins en gengið var þá 3,62 krónur á hlut. Meðlimir hópsins keyptu bréfin tæpum tveimur mánuðum áður en almennt hlutafjárútboð á eign Aron banka í Símanum fór fram. Bankinn seldi þá 21 prósent í fé- laginu og var útboðsgengi Símans 3,33 krónur á hlut. Salan til L1088 vakti mikla athygli en einnig kaup valinna vildarviðskiptavina bank- ans á öðrum fimm prósentum í fjar- skiptafyrirtækinu. Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði viðskiptin hafa rýrt traust al- mennings á fjármálamarkaði. Arion banki viðurkenndi að salan til vildarvinanna hefði verið misráðin en taldi viðskiptin við L1088 hafa verið réttmæt. Álitsgjafar Markaðar- ins, fylgirits Fréttablaðsins um við- skipti og efnahagsmál, völdu söluna á eignarhlut Arion í Símanum verstu viðskipti ársins 2015. n Keyptu helminginn af Símabréfunum Fjárfestarnir Sigurbjörn, Árni og Hallbjörn greiddu Arion banka 585 milljónir fyrir 2,4% í Símanum Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Eiga 2,4% í Símanum Sigurbjörn Þorkelsson, fjárfestir og stjórnarformaður Fossa markaða, átti frumkvæði að aðkomu fjárfestanna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar að hópnum sem keypti 5% hlut í Símanum af Arion banka í ágúst 2015. Þremenningarnir eiga allir þriðjungshlut í Æðarnesi ehf. Mynd SiGtryGGur Ari Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.