Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 28.–31. október 201612 Kosningaumfjöllun Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun, laugar- dag, og kjósa fulltrúa sína til Alþingis. Úr nægu er að velja fyrir kjósendur en níu stjórnmálahreyfingar bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Auk þess bjóða þrjár aðrar hreyfingar fram í færri kjördæm- um. DV leitaði til allra framboðanna og bauð þeim að reyna eftir megni að sannfæra kjósendur um að veita þeim atkvæði sín. Þetta eru þær áherslur. Þess vegna ættir þú að kjósa þetta fólk Forgangsmál að koma á þjóðpeningakerfi Júlíus Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins og frambjóðandi í Reykjavík suður Með Þjóðpeningakerfinu er tekið af bönkunum valdið sem þeir hafa til að prenta rafræna peninga úr engu þ.e. langt út fyrir þau innlán sem þeim berast, sem gerði þeim mögulegt að tífalda bankakerfið og mynda efna­ hagsbólu sem sprakk í október árið 2008 með alþekktum afleiðingum. Þjóðpeningakerfið flytur peningaprentun alfarið til Seðlabanka Íslands undir lýðræðislega stjórn. Peningastefnunefnd ákvarðar síðan það peninga­ magn sem setja þarf í umferð hverju sinni eftir efnahagslegum forsendum og verðbólgumarkmiðum. Þetta hindrar bólumyndun eins og gerist í núverandi kerfi og nánast útilokar efnahagshrun á borð við það sem átti sér stað 2008. Framtíðarsýn Húmanistaflokksins er vaxtalaust fjármálakerfi. Hættum að láta einkabanka ræna okkur og senda ígildi helmings fjárlaga ár hvert að ástæðulausu upp til hinna forríku eigenda bankanna. Notum þessa peninga í þágu samfélagsins. Þetta er manngert kerfi og er því hægt að afnema af mönn­ um. Við höfum óbilandi trú á manneskjunni og þeim ómældu hæfileikum sem í öllum búa. Með samstöðu getum við búið til það mennska þjóðfélag sem flest okkar dreymir um. Húmanistaflokkurinn býður núna aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ef ykkur sem búið þar líkar málstaður okkar, setjið þá X við H, og hver veit hvað skeður?“ Samfylkingin fyrir heilbrigðara samfélag Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar og oddviti í Suðurkjördæmi Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Rétt­látt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjón­ ustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þús­ und krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að koma sér þaki yfir höfuðið og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig skal fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim. Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.“ Dögun vill réttlátt samfélag Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar og oddviti í Reykjavík suður Frambjóðendur Dögunar eru venjulegt fólk, bændur, sjómenn, kennarar, nemendur, læknar og lífeyrisþegar. Allt frambjóðendur sem vilja réttlátara samfélag. Það er hins vegar enginn fulltrúi skattaskjóla eða kúlulánþegi líkt og sumir aðrir flokkar bjóða almenningi upp á að kjósa. Dögun vill þjóna almannahags­ munum en ekki sérhagsmunum. Til þess þarf ákveðið fólk með skýrar lausnamiðaðar leiðir. Við ætlum að afnema fátækt með öllum ráðum. Við viljum stofna samfélagsbanka – til að láta af bankaokrinu. Við viljum að fólk geti flutt að heiman fyrir fertugt og sé búið að greiða íverustaðinn áður en farið er á eftirlaun. Við viljum frjálsar krókaveiðar – til þess að standa vörð um sjávarbyggðirnar. Við viljum efla innviði samfélagsins, vegi, gagnaflutninga, menntun og heil­ brigðisstofnanir. Við viljum berjast fyrir jafnrétti, því allir eiga rétt á jöfn­ um tækifærum og við viljum taka vel á móti fólki. Við vitum að náttúru­ vernd skilar hamingju og oftast fjárhagslegum ágóða einstaklinga og fyrirtækja. Við viljum engin leyndarmál og að 10% kjósenda geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég trúi því að flest okkar viljum sjá raunverulegar breytingar á ríkj­ andi ástandi. Ég veit að í Dögun er dugmikið baráttufólkfólk. Við erum ekki fullkomin en við ætlum. Ég er tilbúin að vinna samviskusamlega fyrir fólkið í landinu.“ Tækifærin blasa við Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokki og oddviti í Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á réttri leið, með bættum lífskjörum og fjölbreyttari tækifærum. Við ætlum að tryggja stöðugleika, halda áfram að lækka skatta, auka kaupmátt, hlúa vel að heilbrigðiskerfinu og styrkja innviðina. Við viljum hjálpa ungu fólki að mennta sig og koma þaki yfir höfuðið með námsstyrkjum og skattafslætti. Framlög til heilbrigðismála hafa aldrei verið hærri og með nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu verður kostn­ aður sjúklinga lækkaður verulega. Bætur almannatrygginga til aldraðra og öryrkja hafa hækkað og kerfinu gjörbreytt, það einfaldað og gert réttlátara. Um leið höfum við lækkað skatta. Einstaklingur með 350.000 krónur í laun fær 100.000 krónum meira í vasann vegna skattalækkana og sá sem er með 500.000 krónur um 160.000 krónum meira. Íslendingar greiða nú rúmlega 13 milljörðum minna í vöru­ gjöld og tolla. Með afnámi þeirra hefur verslun á Íslandi verið gerð samkeppnishæf og vöruverð lækkað. Verðbólga er lítil, atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í áraraðir og kaup­ máttur launa hefur aldrei verið meiri. Eignastaða heimilanna er gjörbreytt og hefur ekki verið betri á þessari öld. Haftaafnám er langt komið, sem mun auka möguleika okkar til vaxtar. Við réðumst í kerfisbreytingar með styttingu framhaldsskólans og stóðum fyrir mestu réttarfarsbótum í áratugi með stofnun millidómstigs. Þannig er lengi hægt að telja, en með stuðningi þínum getum við haldið áfram á réttri leið.“ Af hverju að kjósa Viðreisn? Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður Viðreisn er frjálslynt afl sem vill stuðla að því að lífskjör verði samkeppnishæf hér á landi á við það sem best gerist í nágranna­löndum okkar. Miklar sveiflur á gengi krónunnar og léleg hag­ stjórn hafa í gegnum tíðina valdið hér mun meiri verðbólgu og hærra vaxtastigi en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Húsnæðisvextir síðast­ liðin 15 ár eru að jafnaði 7% hærri hér með tilheyrandi kostnaði fyrir húsnæðiskaupendur. Á þessu vill Viðreisn ráða bót og hefur lagt fram ít­ arlega og raunhæfa leið, svonefnt Myntráð, til að ná þeim markmiðum. Væri vaxtamunur við nágrannalönd okkar 3% lægri en nú er myndi það samsvara 80 þúsund króna launahækkun á mánuði fyrir fjölskyldu eða einstakling með 20 milljóna króna húsnæðislán. Það er mikil og varan­ leg kjarabót fyrir heimilin. Viðreisn hefur einnig talað fyrir markaðsleið í sjávarútvegi, endur­ skoðun búvörusamninga, einföldun skattkerfis, lögbindingu jafnlauna­ vottunar til að útrýma kynbundnum launamun og mannúðlegri inn­ flytjendastefnu. Við erum þreytt á því hvernig stjórnmálin hafa sveiflast öfganna á milli á undanförnum árum, frá vinstri stjórn til hægri stjórnar. Stjórnmála­ flokkar hafa grafið sér pólitískar skotgrafir og deilur og átök virðast orðin sjálfstæð markmið, en ekki að leita lausna á þeim mikilvægu málefnum sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Viðreisn ætlar að horfa til lausna og þess sem sameinar okkur en ekki festast í rifrildi og ágreiningi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.