Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 18
Helgarblað 28.–31. október 201618 Fréttir Flokkarnir og fylgið á Facebook n Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar í sérflokki á samfélagsmiðlunum n Bjarni S jálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi á Facebook af öll- um þeim flokkum sem bjóða fram til alþingiskosninganna sem fram fara á morgun, laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig vinsælasti formaðurinn á Facebook með tæplega 11.800 fylgj- endur á sinni opinberu síðu. Sjálf- stæðisflokkurinn og Píratar eru í sérflokki á samfélagsmiðlunum og einu tveir flokkarnir með yfir 10 þús- und fylgjendur. Ljóst er að Facebook getur reynst flokkum og frambjóð- endum haukur í horni við að koma sér og áherslum sínum í kosninga- baráttunni á framfæri enda mikill meirihluti Íslendinga á Facebook. Samfélagsmiðlar hafa aldrei verið mikilvægari en nú og sést það greini- lega á auglýsingum flokkanna, líkt og forsetaframbjóðenda fyrr á árinu, að þeir virðast nú treysta meira á Face- book en aðra hefðbundnari auglýs- ingakosti. Einn flokkur utan Facebook Samkvæmt athugun DV eru tíu af flokkunum tólf sem bjóða fram að þessu sinni með opinberar flokkssíður á Facebook, svokall- aðar like-síður, þar sem notend- ur geta fylgt flokkunum eftir og fengið nýjustu tíðindi. Íslenska þjóðfylkingin er með opinn um- ræðuhóp en Alþýðufylkingin er ekki á Facebook. Vakin er athygli á því að þessi úttekt er aðeins til gamans gerð og vert að benda á að almenningur getur „lækað“ við fleiri en einn flokk. Sjálfstæðisflokkurinn vinsælastur Heildarfjöldi fylgjenda stjórnmála- flokkanna á Facebook er 59.453. Sjálfstæðisflokkurinn á 12.201 fylgjanda, eða 20,5%, Píratar eiga 10.573 fylgjendur, eða 17,7%, Fram- sóknarflokkurinn 6.646 fylgjendur, eða 11% og Björt framtíð 6.409 eða 10,7% prósent. Fjöldi fylgj- enda tveggja vinsælustu flokkanna á Facebook helst nokkuð í hend- ur við stærð þeirra samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum. Skortur Vinstri grænna á fylgjendum er þó á skjön við gott gengi þeirra í skoðanakönnunum að undan- förnu. Af flokkum sem átt hafa erfitt uppdráttar samkvæmt skoðana- könnunum gengur Bjartri framtíð greinilega betur að safna sér fylgj- endum en atkvæðum. Björt framtíð er fjórði stærsti flokkurinn á Face- book en stendur frammi fyrir því að ná hugsanlega ekki inn manni í raunheimi. Fylgi á Facebook hrekkur skammt En Facebook-fylgjendur segja auð- vitað ekki allt. Á kjörskrá vegna al- Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sjálfstæðisflokkurinn: Hlutfall af öllum Facebook-fylgjendum: 20,5% Formaður: Bjarni Benediktsson: 11.789 fylgjendur. 1 12.201 Píratar: Hlutfall af öllum Facebook- fylgjendum: 17,7% Eru ekki með formann. Birgitta Jóns- dóttir er ekki með opinbera síðu en á 5.000 vini á Facebook. 2 10.573 Framsóknarflokkurinn: Hlutfall af öllum Facebook-fylgjendum: 11% Formaður: Sigurður Ingi Jóhannsson: 3.865 fylgjendur. 3 6.646 Björt framtíð: Hlutfall af öllum Face- book-fylgjendum: 10,7% Formaður: Óttarr Proppé, er ekki með opinbera síðu en á 5.000 vini á Facebook. 4 6.409 Viðreisn: Hlutfall af öllum Facebook- fylgjendum: 9,4% Formaður: Benedikt Jóhannesson, er ekki með opinbera síðu en á 3.130 vini á Facebook og 1.116 fylgjendur. 5 5.644 Samfylkingin: Hlutfall af öllum Facebook-fylgjendum: 8,6% Formaður: Oddný G. Harðardóttir: 1.415. 6 5.128 S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn okkar og fáðu betri kjör s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.