Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Page 36
Helgarblað 28.–31. október 201628 Sport Aðeins fjórir enn í lAndsliðinu n Kynslóðaskipti hafa orðið í landsliðinu n Tíminn líður og tveir eru á fimmtugsaldri n Tveir hættir í október og nokkrir silfurdrengir eru enn að spila en eru ekki valdir A ðeins fjórir leikmenn af þeim fjórtán sem stóðu hróðugir á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, með silfurpening um hálsinn, eru í nýjasta landsliðs- hópi Geirs Sveinssonar landsliðs- þjálfara. Tíminn líður hratt því silfur- drengirnir okkar eru flestir hættir handboltaiðkun eða hættir að spila með landsliðinu. Tveir þeirra eru meira að segja strangt til tekið á fimmtugsaldri! Auk þessara fjögurra eru tveir til þrír enn að spila handbolta, þótt þeir hafi ekki verið valdir í landsliðið árum saman. Í vikunni tilkynntu tveir silfurdrengir, Alexander Peters- son og Snorri Steinn Guðjónsson, að þeir væru hættir að leika með lands- liðinu. Það er nokkuð áfall fyrir liðið en þeir hafa þjónað landsliðinu – og stundum borið það uppi – um langt árabil. Nýir leikmenn fá nú tækifæri. DV tók saman hvar silfur- drengirnir okkar eru í dag. Úttektin sýnir að með nýjustu fregnum hafa næstum algjör kynslóðaskipti orðið í landsliðinu, frá því það stóð á palli í Peking í ágúst 2008, fyrir heilum átta árum. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Hróðugir Þetta var ein stærsta stund íslenskrar íþróttasögu. Sigfús Sigurðsson Staða: Varnarmaður/Línumaður Aldur: 41 árs Löngu hættur í handbolta. Starfar við fisksölu. Ásgeir Örn Hallgrímsson Staða: Skytta Aldur: 34 ára Leikur með Nimes í Frakklandi, eins og Snorri Steinn. Er enn í lykilhlutverki í landsliðinu. Snorri Steinn Guðjónsson Staða: Leikstjórnandi Aldur: 35 ára Markahæstur í frönsku deildinni, þar sem hann leikur með Nimes. Tilkynnti í vikunni að hann væri hættur með landsliðinu. Ingimundur Ingimundarson Staða: Varnarmaður Aldur: 36 ára Ingimundur spilar með Akureyri og hef- ur ekki verið í landsliðinu um langa hríð. Hreiðar Leví Gunnarsson Staða: Markvörður Aldur: 35 ára Hefur ekki verið valinn í landsliðið lengi en spilar með Halden Topphåndball í Noregi. Sturla Ásgeirsson Staða: Hornamaður Aldur: 36 ára Hefur ekki verið í landsliðinu lengi en er viðloðandi handboltaliðið hjá ÍR í næstefstu deild karla. Virðist hafa lagt skóna á hilluna. Ólafur Stefánsson Staða: Skytta Aldur: 43 ára Hefur lagt skóna á hilluna. Hefur eitthvað komið að þjálfun auk þess að hanna hugbúnaðarforrit. Róbert Gunnarsson Staða: Línumaður Aldur: 36 ára Leikur með Århus í Danmörku og var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Það gæti þó breyst í næstu verkefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.