Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 24
Helgarblað 11.–14. október 20164 Bækur Það var eins og að fá gamlan vin í heimsókn þegar Núna, nýjasta ljóðabók Þorsteins frá Hamri, barst mér í pósti á fallegum haustdegi. Síðast hafði hann barið að dyrum fyrir þrem­ ur árum með Skessu kötlum sem sýndu að hvergi var bilbug á honum að finna. Og skemmst er frá að segja að Núna sannar enn og aftur að Þor­ steinn er í fremstu röð skálda okkar, lífs og liðinna. Hér er hann kominn eins og við þekkjum hann best, með þá sögu að segja sem honum hef­ ur legið á hjarta frá því hann kvaddi sér fyrst hljóðs fyrir hartnær sex ára­ tugum með bókinni Í svörtum kufli, erindin svo brýn að hann gætir þess að flytja þau ekki berum orðum. Sem svo oft áður er Þorsteini for­ tíðin hugleikin en þó einatt með þeim hætti að hún varpi ljósi á líð­ andi stund, og á það við um orðin sem ævina, bókmenntirnar sem lífshlaup sögumanns. „Andartök­ in/svo ein í fyrndinni, smáleg//og samt, þá stundina,/ígildi heims sem var heill,//þau koma sem angan/úr kyrrþey//eða tónblær af strengjum/ tærrar gleði,“ yrkir hann í síðasta ljóði bókarinnar, Fararefni. Fortíð og nútíð rekast iðulega saman í ljóðum Þorsteins og þótt auðvitað gæti stundum söknuðar og megi stundum heyra ádrepuhljóm er allt fagurlega fram sett og af þeirri hóf­ semi sem mest áhrif hefur. Núna er skipt í tvo hluta. Sá fyrri og lengri er nafnlaus en hinn síðari heitir „Manstu“ og inniheldur fjögur ljóð. Þar má ímynda sér að höfundur rekist á sjálfan sig í líki vegfaranda sem „gengur til öryggis/götuna sólar megin,//ekki vegna/ástar á ljósi// heldur sér hann þá skýrar/skugga sinn.“ Þannig hefur Þorsteinn reynd­ ar alltaf komið mér fyrir sjónir, skáld sem baðar sig ekki í ljómanum heldur bregður birtunni á sjálfan sig og samtíð sína til athugunar, af list og hógværð. Ljóðabækur Þor­ steins nálgast nú þriðja tuginn en þó gætir hvergi í Núna værukærðar, and­ varaleysis eða endur­ tekningar þótt stefin séu gamalkunn og sígild – náttúran, afstæður tími, arfurinn, glíma mannfólksins við heiminn og ekki síst sjálft sig. Hann er vökull og brýnir sig að ganga ekki að neinu vísu, enda segir hann um göturnar sem eru honum kunnar: Þó geng ég þær nú með gjörhygli, varúð og hef auga með útskotum þar sem finna má jafnt fagnaðarefni sem nauðir. Og hnykkir á í lokin, segist ganga þessar götur „Af því meiri gát/sem ég tel mig þekkja þær betur.“ Eins og á við um allan góðan kveðskap mun hver og einn skilja hann á sinn hátt því hér er ekki um reiknings dæmi að ræða. Ljóð línurnar síast inn í hugann hver af annarri og taka sér þar bólfestu, halda áfram að óma með sinni seiðmögnuðu hrynj­ andi, lifa sjálfstæðu lífi en sameinast öðrum um leið, mynda heild. Þorsteinn fer vel með orðin og þögnina sem ljær þeim merkingu. Hann talar um „þá freistni/að fylla með ákafa/tímarúm þetta, tileinkað/ hljóðri, hlutlausri bið/eftir orðum.“ Orðin hafa lengið verið honum yrkis­ efni og hér bætir hann við þær hug­ leiðingar, til dæmis í þessu fallega ástarljóði: Og samt er svo margt fallegt. Þar á meðal þessi orð. Og þú að segja þau. Núna er hvalreki á fjörur aðdáenda Þorsteins frá Hamri. Þau sem ekki þekkja vel til verka hans hvet ég hins vegar til að gera sér dagamun og festa sér eintak því hér er á ferð skáldskapur eins og hann gerist bestur. n „Núna er hvalreki á fjörur aðdáenda Þorsteins frá Hamri. Eins og við þekkjum hann best Ólafur Jóhann Ólafsson skrifar Bækur Núna Höfundur: Þorsteinn frá Hamri Útgefandi: Mál og menning 55 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.