Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 30
Helgarblað 11.–14. nóvember 20166 Bestu pítsur bæjarins - Kynningarblað Hollari týpan af pítsu Bíóbakan, Hamraborg 20a, Kópavogi B íóbakan, Hamraborg 20a í Kópavogi, býður upp á ilmandi góðar súrdeigs- flatbökur, pítsur bakaðar í hágæða ítölskum stein- ofni. Allar bökurnar eru útbúnar frá grunni á staðnum úr lífrænu hveiti ásamt bragðmikilli flat- bökusósu sem er eingöngu gerð úr ferskum hráefnum. „Þetta er hollari týpan af pítsu enda gerum við súrdeigið alveg sjálfir,“ segir Sigurður Már Dav- íðsson, annar eigenda staðar- ins en hinn er Þórir Stefánsson. „Í dag eru til margar leiðir til að gera súrdeig en við gerum það á gamla mátann. Við höldum deig sem er súrt og gefum því að borða tvisvar á dag, tökum af því eftir hentugleika og bætum við. Það þarf stanslaust að vaka yfir súrdeigi, þetta er heilmikið bras en það er óskaplega gam- an að hugsa um þetta, þetta verður dálítið eins og barnið manns, þó að það sé skrýtið að segja það, maður er alltaf að hugsa um hvenær maður sé búinn að gefa því og svo fram- vegis,“ segir Sigurður. Hann segir að þetta vinnulag gæti varla gengið upp ef staðurinn væri mikið stærri. Hann segir þó ekki koma til greina að breyta út af þessari upprunalegu aðferð, frekar sleppi hann því að stækka við sig. Síðar gæti lausnin þó orðið að stofna annan stað: „Ég hefði ekki nennt að gera þetta öðruvísi. Þetta er vissulega mikil vinna og mikil rútína, en um leið og hún er komin af stað er þetta bara virkilega skemmtilegt. Það er líka svo gaman að gera þetta á gamla mátann, það eru komin til sögunnar alls konar duft til að gera súr- deig en við sneiðum algjörlega hjá slíku.“ Með því hollara sem hægt er að borða Bíóbakan var opnuð þann 13. maí síðastliðinn og viðtökur hafa verið afbragðsgóðar. Þó að pítsa flokkist almennt ekki und- ir heilsubita er ljóst að pítsurnar á Bíóbökunni eru bráðhollar enda er mikil áhersla lögð á lífrænt hráefni við gerð þeirra. „Þetta er klárlega hollara en margt sem fólk eldar heima hjá sér og telst hollt. Við reynum að hafa sem mest lífrænt en undan- tekningarnar eru osturinn og sum- ar áleggstegundirnar sem fólk getur valið sér, þar sem um unnar kjöt- vörur er að ræða. En í þeim tilvikum sem hráefnið er ekki lífrænt þá velj- um við alltaf íslenskt hráefni,“ segir Sigurður. Þess má geta að Bíó- bakan stefnir að inn- göngu í samtökin GRA, Green Restaurant Association, samtök veitingastaða með líf- rænan mat, sjá nánar á vefsíðunni dinegreen. com. Þar eru gerðar miklar kröfur um endurvinnslu og flokkun sem og að reyna að lágmarka alla koltvíoxíð losun í andrúmsloftið. Þess vegna valdi Bíóbakan að notast við rafmagnssteinofn í stað eldofns. Hvers vegna Bíóbakan? Eigendur Bíóbökunnar eru mikl- ir kvikmyndaáhugamenn og vísun í bíó og kvikmyndir er sterk í ásýnd staðarins. Réttirnir bera nöfn eins og Naked Gun, sem er Pizza Margaríta; Karate Kid, sem er með humri, feta- osti og hvítlauk; Dirty Dancing, sem er með skinku og ananas, og mörg fleiri slík. Hér er um skemmtilegan orða- leik að ræða, vísun í hugtakið bio – sem er fremsti hlutinn í orðinu biology, líffræði, og er þekkt hugtak í umfjöllun um lífrænar afurðir. „Við erum dálitlir nördar, allir þrír,“ segir Sigurður Már þegar hann útskýrir þetta, og bætir við að ýmsar aðrar vísanir varðandi tölur og stærðir sé að finna á staðnum og viðskiptavin- ir geti skemmt sér við að ráða í. n Bíóbakan er opin alla daga frá kl. 11 til 21. Hægt er panta á staðnum, á vefsíðunni biobakan.com þar sem jafnframt eru allar upplýsingar varð- andi matseðil, eða í síma 568-8887. Einstakar pítsur, einstakar brauðstangir Adam's pizza og grill, Seljabraut 54 og Ármúla 42 A dam, annar eigenda veitingastaðarins Adam's pizza og grill, Seljabraut 54, stendur sjálfur vakt- ina langar stundir ásamt starfsfólki sínu og býr til matinn sem er svo vinsæll hjá gestum staðarins. Adam's pizza og grill er opinn frá kl. 11 til 23 alla daga vikunnar og það er nánast alltaf mikið að gera. Vinnandi fólk streymir á staðinn í hádegismat og margir koma líka í kvöldmat; fjöl- margir panta sér mat, sækja eða fá sent, alla daga vikunnar. Einnig er matur seldur í gegn- um bílalúgu auk þess sem margir borða á staðnum. Einn vinsæl- asti réttur á Adam's pizza og grill er Adam's Speci- al Pizza: sósa, ostur, nautahakk, pepper óní, svepp- ir, blönduð paprika, rauðlaukur og hvít- laukspipar. Staður- inn er ekki hvað síst þekktur fyrir sínar rómuðu og vin- sælu brauðstangir sem eru ávallt ferskar og aldrei geymdar í frysti eins og víða þekk- ist. Hvítlauksolían sem notuð er með þeim er líka ávallt fersk. Hægt er að fá brauðstangir með pepperóní, rjómaosti, jala- peno og piparosti. Sjá nánar fjölbreyttan og girni- legan matseðil á http://adamspizza. is/matsedill/ Nýr staður í Ármúla Um árabil hefur Adam's Pizza og grill notið mikilla vinsælda að Seljabraut 54 en snemma á nýliðnu sumri var opnaður nýr Adam's staður að Ármúla 42 og hefur hann líka slegið í gegn. Þar er huggulegur matsalur fyrir 34 manns og margir njóta veitinga á staðnum. Einnig er hægt að taka með eða fá sent en fyrirtækið hefur nýlega fest kaup á tveimur nýjum, vel merktum og fal- legum sendibílum frá Brimborg. Adam's pizza og grill býður upp á steinbakaðar pítsur, þykka ham- borgara, kótelettur, salöt, ís og kaffi. Einnig er barnamatseðill enda er staðurinn vinsæll á meðal fjöl- skyldufólks. Hann er ekki síður vin- sæll á meðal vinnandi fólks í ná- grenninu sem sækir staðinn stíft og er þess vegna sérstaklega mikið að gera í hádeginu. n Pöntunarsíminn er 533-1414. Net- fangið er adamspizza@adamspizza. is og heimasíðan www.adamspizza. is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.