Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 12
Jólablað 22. desember 201612 Fréttir IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Frosið hrefnukjöt fæst í næstu verslun Marinerað & ÓMarinerað hreFnukjöt Á rlegur kostnaður Reykja­ víkurborgar vegna launa borgarfulltrúa mun aukast um rúmar 92 milljónir króna eftir næstu sveitarstjórnar­ kosningar, þegar borgarfulltrúum verður fjölgað um átta. Launakostn­ aður borgarinnar gæti hins vegar lækkað frá því sem nú er þrátt fyrir aukningu þess kostnaðar, sé horf til sviðsmynda sem fjármálaskrifstofa borgarinnar hefur brugðið upp. Borgarfulltrúum verður fjölgað um átta við næstu sveitarstjórnar­ kosningar, úr 15 í 23. Er það í sam­ ræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga frá árinu 2011 en þar er tiltekið að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli standa á oddatölu og vera á bilinu 23 til 31 í sveitarfélögum þar sem íbú­ ar eru 100 þúsund eða fleiri. Þó var ákvæði til bráðabirgða í lögunum þar sem tilgreint var að ekki væri skylt að breyta fulltrúafjölda í borgarstjórn fyrr en við aðrar sveitarstjórnarkosn­ ingar frá gildistöku laganna. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, árið 2014, var ákveðið að nýta sér það bráðabirgðaákvæði og eru því borgarfulltrúar enn 15 talsins. Við borgarstjórnarkosningarnar 2018 mun þeim hins vegar fjölga í 23. Laun varaborgarfulltrúa hugsanlega felld niður Fjármálaskrifstofa borgarinnar skil­ aði minnisblaði með rýni á fjár­ hagsleg áhrif vegna fjölgunar borgarfulltrúa til forsætisnefndar borgarstjórnar 16. september síðast­ liðinn. Í rýninni er brugðið upp tveimur sviðsmyndum. Í báðum tilfellum er reiknað með óbreyttu launakerfi borgarfulltrúa, óbreyttum fjölda sæta í fastanefndum borgar­ innar og óbreyttum fjölda borgar­ stjórnarflokka. Í annarri sviðs­ myndinni er reiknað með að föst laun varaborgarfulltrúa verði felld niður og aðeins verði greitt fyrir setu í fastanefndum og fyrir mætingu á einstaka fundi. Í hinni sviðs­ myndinni er gert ráð fyrir að vara­ borgarfulltrúar haldi föstum laun­ um. Bíða ákvörðunar Alþingis Borgarfulltrúar eru á föstum launum sem nema 77,82 prósentum af þing­ fararkaupi, eða 593.720 krónum. Líkt og frægt er orðið ákvað kjararáð að hækka þingfararkaup 29. október síðastliðinn úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Hefur sú hækkun valdið mikilli úlfúð og hefur meðal annars verið kallað eftir því að Alþingi beiti sér fyrir því að hækkunin verði afturkölluð. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember síðastliðinn tillögu um að laun kjörinna fulltrúa borgarinn­ ar myndu haldast óbreytt líkt og þau voru fyrir ákvörðun kjararáðs og skal sú ráðstöfun standa yfir „þar til Al­ þingi hefur haft tækifæri til að bregðast við úr­ skurði kjara­ ráðs eða eigi síðar en til 31. n Launakostnaður eykst að óbreyttu um 92 milljónir n Úrskurður kjararáðs óvissuþáttur n Gerðar tillögur til að draga úr kostnaði Borgin gæti sparað þrátt fyrir fjölgun Borgarfulltrúa Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Borgarfulltrúum fjölgar Borgar- fulltrúum mun fjölga um átta við næstu sveitarstjórnarkosningar. Gerðar hafa verið tillögur til að draga úr launakostnaði borgarinnar samfara því. Mynd ÞoRMAR VigniR Fangi sýknaður Fangi á Litla­Hrauni var á mánu­ dag sýknaður í Héraðsdómi Suður lands af ákæru um að hafa áreitt sam fanga sinn kyn ferðis­ lega. Maður inn var sakaður um óviðeig andi og kyn ferðis leg ar snert ing ar og kyn ferðis legt og ósiðlegt orðbragð. Hann sagði að um „Litla­Hrauns djók“ hafi verið að ræða en ríkissaksóknari höfðaði málið. 31 gæti fengið ríkis- borgararétt Allsherjar­ og menntamálanefnd hefur venju samkvæmt lagt fram frumvarp til laga um veitingu ís­ lensks ríkisborgararéttar. Þar er lagt til að 31 einstaklingur fái ís­ lenskan ríkisborgararétt. Þeirra á meðal eru einn Sýrlendingur, Íraki, þrír Afganar, fjórir Pól­ verjar, tveir Danir, þrír Rússar og Senegali. Elstur einstaklinga sem nefndin leggur til að fái rík­ isborgararétt er kona fædd árið 1947 í Sovétríkjunum. Yngstur umsækjenda er kona fædd í Úkraínu árið 1996. Nöfn fólksins má finna á vef Alþingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.