Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Side 13
Jólablað 22. desember 2016 Fréttir 13 Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Frábær jólagjöf! Augnhvílan getur minnkað þreytu í augum, hvarmabólgu og haft jákvæð áhrif á augn- þurrk, vogris, rósroða í hvörmum/augnlokum og vanstarfsemi í fitukirtlum. Augnhvílan Dekraðu við augun desember nk. Bregðist Alþingi ekki við úrskurðinum er því beint til for­ sætisnefndar að gera breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkur­ borg.“ Á fundi forsætisnefndar borg­ arinnar 16. desember síðastliðinn var síðan samþykkt að framlengja þessa ákvörðun til 31. janúar 2017. Í minnisblaði fjármálaskrifstofu sem að framan er nefnt er miðað við launakjör eins og þau eru nú, hlutfall af þingfararkaupi áður en til hækkun­ ar kjararáðs kom. Kostnaður vegna launa borgarfulltrúa mun aukast um rúmar 92 milljónir króna á ári við fjölgun þeirra eftir næstu kosningar, sé miðað við þá útreikninga. Verði ekki gerðar breytingar á þingfarar­ kaupi og laun borgarfulltrúa reiknuð út frá þeim munu laun þeirra hækka um komandi áramót í 856.949 krón­ ur á mánuði og heildarlaunakostn­ aður því aukast í samræmi við það en ekki liggur fyrir hversu mikið. Í grunnlaunum borgar fulltrúa felast greiðslur fyrir setu í nefndum og ráð­ um borgarinnar, þar með talið for­ mennsku í nefndum, innkomu borg­ arfulltrúa sem varamanna í nefndir og setur þeirra sem áheyrnarfull­ trúa í nefndum. Gert er ráð fyrir að borgarfulltrúar sitji að lágmarki í einni eða tveimur nefndum, eftir vægi þeirra. Laun skerðast uppfylli borgarfulltrúar ekki þær skyldur en aukast sitji þeir í fleiri nefndum. Launakostnaður gæti lækkað Fyrstu varaborgarfulltrúar hvers lista fá í dag greidd föst laun sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borg­ arfulltrúa, eða 415.604 krónum á mánuði. Hækki laun borgarfulltrúa í samræmi við hækkun þingfarar­ kaups líkt og rakið er hér að fram­ an munu laun fyrstu varaborgar­ fulltrúa einnig hækka, í rétt tæpar 600 þúsund krónur á mánuði. Í dag nemur kostnaður vegna fastra launa fyrstu varaborgarfulltrúa, sem eru sex talsins sem stendur, rúmum 47 milljónum króna á ári. Kostnaður vegna þóknana til annarra kjör­ inna fulltrúa vegna setu þeirra í fastanefndum borgarinnar nemur tæpum 78 milljónum króna á ári. Samkvæmt annarri sviðs­ myndinni sem unnið er með munu föst laun fyrstu varaborgarfulltrúa verða felld niður sem og föst þóknun annarra sem sitja í fastanefndum borgarinnar. Þess í stað yrði tekin upp þóknun fyrir hvern fund sem nefndarmenn myndu sitja og er reiknað með að hver nefnd fundi að meðaltali tvisvar sinnum í mánuði. Heildarkostnaður vegna fundarsetu er metinn 4,6 milljónir króna á ári miðað við þessar forsendur. Yrði þessi sviðsmynd að veruleika er gert ráð fyrir að launakostnaður borgar­ innar vegna starfa kjörinna fulltrúa myndi lækka um rúmar 28 milljón­ ir króna. Sé hins vegar gert ráð fyrir að fyrstu varaborgarfulltrúar fá áfram greidd föst laun, líkt og nú er, er gert ráð fyrir að launakostnaður muni hækka um tæpar 19 milljónir á ári. Ekki verið tekin ákvörðun Þá eru einnig lagðar fram þrjár mis­ munandi tillögur um breytingar á hverfisráðum borgarinnar. Er þar fjallað um nokkurn veginn óbreytt ástand, fækkun ráða ásamt því að fækka þeim sem fá greitt fyrir setu í þeim. Er kostnaður vegna tillagn­ anna metinn frá því að hafa í för með sér tæplega fjögurra milljóna kostnaðarauka og upp í ríflega 31 milljónar króna sparnað. Sé horft á þær mismunandi sviðs­ myndir sem birtar eru í minnisblaði fjármálaskrifstofu, bæði hvað varð­ ar launagreiðslur fyrstu varaborgar­ fulltrúa og varðandi breytingar á hverfisráðum, eru niðurstöðurn­ ar þær að mögulegt er að lækka launakostnað um 59,5 milljón­ ir króna á mánuði með ýtrustu sparnaðartillögunum. Hins vegar, ef fyrstu varaborgarfulltrú­ ar fá enn greidd föst laun og fjöldi hverfisráða helst óbreyttur, myndi það þýða kostnaðaraukningu upp á 22,7 milljónir króna á mánuði. Allt miðast þetta þó við laun sem taka mið af þingfararkaupi áður en kjara­ ráð hækkaði það í lok október. Ekki liggja fyrir heildarútreikningar á því hvað það myndi hafa í för með sér ef laun borgarfulltrúa myndu hækka í samræmi við þá hækkun en ljóst er að við það myndu forsendur breytast nokkuð. Tillögurnar eru sem stendur til umræðu í forsætisnefnd borgar­ stjórnar. n Kostnaður gæti lækkað eða hækkað Launakostnaður kjörinna fulltrúa gæti hækk- að en eins lækkað eftir því hvaða tillaga verður ofan á í borgarstjórn. Mynd Bragi Þór Bíða ákvörðunar alþingis Borgarstjórn, undir forystu Dags B. Eggertssonar, sam- þykkti að bíða með hækkun launa borgarfulltrúa í tengsl- um við ákvörðun kjararáðs þar til Alþingi hefði tekið ákvörðun um sín viðbrögð. Mynd Sigtryggur ari S áralitlar líkur eru til þess að takast muni að mynda ríkis­ stjórn fyrir áramót. Bæði er það vegna þess að mikil orka fer nú í að afgreiða fjárlög en eins telja forystumenn flokkanna ekki liggja jafn mikið á nú og skömmu eftir kosningar. Þótt ný ríkisstjórn næði saman myndi hún ekki geta sett mark sitt á fjárlög að neinu ráði og því liggur ekki lífið á. Náist hins vegar ekki saman um ríkisstjórnar­ myndun fljótlega á nýju ári má fast­ lega gera ráð fyrir að boðað verði til kosninga í vor. Þetta herma heimildir DV og eins er þetta skoðun stjórnmálafræðinga sem blaðið hefur rætt við. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórn­ málafræði við Háskóla Íslands, segir að hugsanlega muni einhverjar lín­ ur skýrast í fjárlagavinnunni og ein­ hver bandalög myndast. „Það gefur kannski einhverjar vísbendingar að fjórir flokkar skuli standa saman að meirihluta í lífeyrissjóðamálinu. Það er einmitt draumaríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem að samanstæði af Sjálfstæðisflokki, Framsóknar­ flokki, Viðreisn og Bjartri framtíð.“ Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akur eyri, segir að samkomulag flokkanna fjögurra sýni ekkert annað en að Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð séu á sömu línu og það þurfi ekki að koma á óvart. Óvar­ legt sé hins vegar að lesa út úr stöð­ unni að mynduð verði ríkisstjórn allra þessara flokka. „Þeir hafa talað nokkuð afdráttarlaust, Óttarr og Benedikt, um að þeir hafi ekki áhuga á stjórnarsetu með Framsóknar­ flokknum. Ég get ekki séð hvað ætti að hafa breyst í því.“ n Ríkisstjórn vart mynduð á árinu Kosningar líklegar ef stjórnarmyndun tekst ekki fljótt á nýju ári

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.