Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 38
Jólablað 22. desember 201634 Menning F yrir þremur áratugum hóf ljós­ myndarinn Rax, Ragnar Axels­ son, að skrásetja líf og störf fólks á norðurslóðum. Bókin Andlit norðursins birtir þetta ævistarf hans. Bókin hefur verið tilnefnd til Ís­ lensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og hreppti hin eftir­ sótti Bóksalaverðlaun í flokki fræðirita. „Ég er glaður og hrærður yfir þessum viðurkenningum en líka feiminn,“ segir Rax. „Ég hef aldrei beðið um athygli og hefði helst viljað að enginn vissi hver ég er. Ég hef fengið verðlaun fyrir ljósmyndir en er löngu hættur að taka þátt í slíkum keppnum. Ég þoli ekki að tapa og þoli ekki heldur að vinna.“ Næsta bók hans verður vegleg bók um norðurheimskautið og hann er þegar byrjaður að vinna að henni. „Ég ætla að halda áfram að mynda lífið á norðurslóðum og í bókinni verða myndir frá átta löndum. Þeir ljósmyndarar sem mynda norður­ slóðir í dag eru aðallega að mynda ísjaka, af myndunum mætti ætla að það væri ekkert fólk þarna. Það er fólkið sem ég vil ekki hvað síst festa á filmu. Sumir hafa ekki hugmynd um að fólk býr á þessum stöðum. Það er ekki langt síðan ég var að fletta ljósmyndabók eftir bandarísk­ an ljósmyndara sem hafði farið á norðurslóðir og í bókinni voru tugir ljósmynda af honum sjálfum að sýna sig. Mín skoðun er sú að bókin hefði ekki átt að snúast um hann heldur fólkið á þessum slóðum. Ég fór tvisvar til Síberíu síðast­ liðinn vetur, ferðaðist á hreindýra­ sleða út í auðnina, þarna var flatneskja eins langt og augað eygði. Ég fór meðal annars til Jakútíu og úti í skógi fann ég gömul hjón sem bjuggu í litlum kofa og þar voru myndir af Stalín á öllum veggjum. Þarna var túlkur og ég spurði gamla manninn af hverju hann væri svona hrifinn af Stalín. Hann sagði: „Hann rak Þjóðverjana í burtu.“ Ég hitti líka hreindýrahirðingja sem búa í tjöldum. Konurnar færa tjöldin á tíu daga fresti meðan karl­ mennirnir sinna hreindýrunum. Meðalævilengd fólks á þeim slóðum er um fimmtíu ár. Þarna er töluvert mikil drykkja og lífið getur verið erfitt. Ég á eftir að ferðast mikið við vinnslu bókarinnar og fer fljótlega til Grænlands í lítið þorp í Scoresby­ sundi og þar geta ísbirnir verið á vappi fyrir utan húsdyrnar. Þarna ætla ég að mynda og svo ætla ég að rannsaka hundana á Grænlandi. Þeir eru merkilegir og það eru til margar sögur af þeim. Ég á þær margar og ætla að safna fleiri. Hundarnir eru búnir að halda í lífinu í Grænlendingum í 4.000 ár.“ Vísindamenn skrifa hugleiðingar Rax segist ætla að taka tvö til þrjú ár í að vinna að bókinni. „Ég talaði á Arctic Circle­ráðstefnunni í Hörpu og minnti þar á mikilvægi ljósmyndarinnar til að sýna heiminum hvað sé að gerast varðandi breytingar á norður slóðum, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. Það sem vísindamenn segja fer oft inn um annað eyrað og út um hitt. Þeir kvarta undan því að bara sé hlustað á þá einu sinni á ári. Á undanförnum árum hef ég verið að koma mér upp samskiptum við vísindamenn, bæði til að afla mér þekkingar og fá þá til að skrifa hugleiðingar um framtíð norð­ urslóða. Nokkrir þekktir vísindamenn hafa samþykkt að skrifa hugleiðingar í bókina. Á ráðstefnunni kom svo til mín fólk sem vill koma að fjármögn­ un þessa verkefnis. Það er dýrt að gera þetta en ég gæti unnið verkið á tveim­ ur til þremur árum.“ Þú ferðast um svæði þar sem íbúar hafa mikil tengsl við náttúruna og ert stundum á stöðum þar sem eru engir menn. Hvaða áhrif hefur það á þig? „Þegar ég fer út í auðnina og er í tjaldi eða kofa þar sem kyrrðin er yfirþyrmandi og ég sé stjörnurnar á himnum í svarta myrkri í 30 stiga frosti þá get ég ekki annað en fyllst lotningu og hugsað allt lífið upp á nýtt. Þegar ég sé allar þessar stjörnur, sem blikka mann, hugsa ég: Það get­ ur ekki verið að við séum ein. Þegar ég var lítill sagði mamma mér að allir ættu sína stjörnu. Þegar við sáum einu sinni stjörnuhrap spurði ég hana: Var einhver að deyja núna? Ég hugsa ennþá þannig að maður eigi eina stjörnu á himninum. Ég var í KFUM sem unglingur og hef mína trú þótt maður efist stund­ um. En þarna, úti í náttúrunni þá hverfur þessi efi og ég finn fyrir yfir­ þyrmandi sterku afli. Þetta er sér­ staklega áberandi á Grænlandi og það eru fleiri en ég sem segja það. Ég get ekki útskýrt það en stundum finnst mér að verið sé að tala við mig, alltaf á góðan hátt. Það er eins og þögnin tali við mann og hugsun manns verður mjög skýr.“ Erum við nútímamenn of hræddir við þögnina? „Þetta er mín köllun“ n Rax vinnur að stórvirki um norðurheimskautið n Þekktir vísindamenn skrifa þar hugleiðingar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is starfsfólk mamma veit best óskar öllum gleðilegra jóla Mamma veit best • Laufbrekka 30 • 200 Kópavogur • mammaveitbest.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.