Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 20
Jólablað 22. desember 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Afar þungbært að
vera borin sökum
Mál Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hefur verið fellt niður. – Pressan
Hættir Davíð?
Skrafað er um það að Davíð Odds-
son muni láta af starfi ritstjóra
Morgunblaðsins um áramótin.
Rætt er um að Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson taki við af honum,
en Davíð hefur stutt Sigmund öt-
ullega og margoft tekið til varna
fyrir hann á síðum Morgun-
blaðsins. Aðrir fullyrða að Illugi
Gunnarsson muni setjast í stól
Davíðs. Um leið ber þess að geta
að vangaveltur um að Davíð sé
að hætta á Mogganum hafa á síð-
ustu árum reglulega skotið upp
kollinum. Davíð hefur hins vegar
setið sem fastast. Senn kemur í
ljós hvort hinar nýju sögusagn-
ir séu á rökum reistar eða hvort
þarna sé einfaldlega um að ræða
vangaveltur eða jafnvel hreina
óskhyggju.
Sundurlyndisfylkingin
Samfylkingarfólk á sannar-
lega ekki sjö dagana sæla þessa
dagana. Nú síðast lýsti Guðjón
Brjánsson, nýr þingmaður Sam-
fylkingarinnar, því að gagnrýni
lækna og stjórnenda Landspít-
alans á stjórn-
völd væru „árviss
faraldur“. Bakaði
Guðjón sér mikla
reiði margs Sam-
fylkingarfólks
með þessum um-
mælum sínum
þótt aðrir hafi af veikum mætti
reynt að bera blak af honum.
Hér í þessum dálki var í síðasta
blaði minnst á að klofningur
hefði myndast í þriggja manna
þingflokki Samfylkingarinn-
ar í síðustu stjórnarmyndunar-
viðræðum. Margt bendir til að
þingmennirnir þrír sitji nú hver
við sitt borðið í mötuneyti Al-
þingis.
Gleði jólanna
J
ólahátíðin gengur í garð og við
tökum henni fagnandi. Henni
fylgir umstang og alls kyns stúss,
sem vissulega leggst misvel í
fólk, sumum finnst það skemmti-
legt meðan öðrum finnst nóg um
allt tilstandið. Ætli þetta sé samt ekki
sá mánuður sem við brosum hvað
mest til náungans. Við leggjum okk-
ur fram við að vanda okkur í sam-
skiptum við aðra. Orðin: Gleðileg jól!
mæta okkur hvert sem við förum og
þau eru kveðjuorð sem við fáum frá
fólki sem við þekkjum lítið en eigum
hversdagsleg erindi við.
Þetta er tími til að gleðjast yfir
lífinu. Jólin eru þó víða haldin í
skugga sorgar. Við hljótum að hugsa
til þess fólks sem nýlega hélt á jóla-
markað í Berlín, glatt og fullt til-
hlökkunar, en var þar í sinni hinstu
för. Einstaklingur tók sér það vald,
sem við eigum aldrei að taka okkur,
að ákveða að deyða fólk. Við hljót-
um öll að vera slegin yfir þessu til-
gangslausa drápi. Atburðir eins og
þessi eru orðnir of algengir. Þarna
varð enn einn harmleikurinn í heimi
sem er æði oft skelfilega miskunnar-
laus. Samt megum við ekki gleyma
gleðinni.
Gleðina sjáum við í augum barn-
anna sem fyllast tilhlökkun vegna
jólanna. Þau kunna að lifa lífinu lif-
andi. Nokkuð sem við getum sannar-
lega lært af þeim. En einnig þar eru
undantekningar. Það eru börn á Ís-
landi sem búa við fátækt og skylda
okkar hlýtur að vera sú að leggja okk-
ar af mörkum til að gera þeim jólin
sem gleðilegust. Hér á landi vinna
fjölmargir í sjálfboðavinnu við að út-
hluta mat og gjöfum til þeirra sem
búa við lítil efni. Það gott að vita af
slíkum samtökum en sömuleiðis
hryggilegt að þörfin skuli vera jafn
mikil og raun ber vitni. Þessum
einstaklingum megum við alls ekki
gleyma.
Við skulum heldur ekki gleyma
því að jólin eru trúarhátíð kristinna
manna. Á sama hátt og kristnum
mönnum ber að virða önnur trúar-
brögð eiga þeir sem eru annarrar
trúar að virða trú kristinna. Við
eigum ekki að fara í feluleik og leyna
því af hverju við fögnum jólum. Ekki
skulum við heldur gleyma hlutverki
kirkjunnar.
Kirkjusókn um jól er venjulega
góð og stundum afar mikil. Fólki líð-
ur vel í kirkju enda ríkir þar hátíðleiki
og kyrrð sem við finnum ekki nægi-
lega oft í hinu hversdagslega lífi. Það
er hlálegt til þess að hugsa að ein-
hverjum skuli finnast hið versta mál
að börn heimsæki kirkjur um jól og
telji þær vera hið versta innrætingar-
bæli. Kirkja er góður staður til að
koma í.
Gleðileg jól! Og Guðs blessun! n
Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is
Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða
Andlitsbað með lúxusmaska eftir húðgerð hvers og eins, þar sem leitast er eftir því að ná fram því besta
fyrir húðina þína með hágæða vörum. Frábær slökun og vellíðan.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Fólki líður
vel í kirkju enda
ríkir þar hátíðleiki og
kyrrð sem við finnum ekki
nægilega oft í hinu hvers-
dagslega lífi.
Myndin Gleðilega hátíð Leikskólabörn dansa hringinn í kringum jólatréð á Austurvelli á vetrarsólstöðum, stysta degi ársins. Starfsfólk DV óskar landsmönnum öllum
gleðilegrar hátíðar með þökkum fyrir samfylgdina á árinu. Handan við jólin bíður sólin. mynD SIGtryGGur ArI
Í raun verið að vinna
gegn breytingum
Píratinn Smári mcCarthy gagnrýnir Bjarta framtíð og Viðreisn. – Vísir
Reiðin er til staðar og hún
er innanbrjósts hjá mér
Ögmundi Jónassyni hugnast ekki jarðarkaup Jims Ratcliffe. – Rás 2