Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 44
Jólablað 22. desember 201640 Menning Sjónvarp Sjónvarpsdagskrá Aðfangadagur 24. desember eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello RÚV Stöð 2 07.00 Barnaefni 13.00 Fréttir 13.20 Veður 13.25 Lottó 13.30 KrakkaRÚV 13.31 Jóladagatalið 14.20 Home Alone: Lost in New York Sígild gamanmynd með barnastjörn- unni Macaulay Culkin í aðalhlut- verki. Þegar átta ára grallari er skilinn eftir heima fyrir mis- tök á jólunum koma tveir innbrotsþjófar í heimsókn. Nú eru góð ráð dýr fyrir en stráksi deyr ekki ráðalaus. 16.15 Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas) Banda- rísk ævintýramynd frá 2000 byggð á frægri sögu eftir Dr. Seuss um furðuveru sem reynir að stela jólunum frá íbúum lítils bæjar í ævintýralandinu. Leikstjóri er Ron Howard og meðal leikenda eru Jim Carrey, Taylor Momsen, Jeffrey Tambor og Christine Baranski. e. 18.00 Hlé 18.55 Nóttin var sú ágæt ein Helgi Skúlason les kvæðið og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur ásamt kór Öldutúnsskóla. Upptaka frá 1986. 19.10 Jólatónleikar Sinfóníunnar 20.00 The Best Exotic Marigold Hotel (Velkomin á Mari- gold-hótelið) 22.00 Aftansöngur jóla 2016 22.55 It's A Wonderful Life 01.05 The Butler (Brytinn) 03.10 Útvarpsfréttir 07:00 Barnaefni 14:00 Tom & Jerry: Santa's Little Helpers 14:25 Beethoven's Christmas Adventure Skemmtileg og spennandi mynd um hundinn Beethoven og félaga hans. Þeir leggja upp í ævin- týralega björgunar- leiðangur til þess að finna gjafapoka Jólasveinsins sem týndist rétt fyrir jól. Það liggur á að finna pokann svo börnin fái gjafirnar svo þeir fá sleða Jólasveins- ins lánaðan. 15:55 Fred Claus 18:00 Aftansöngur í Grafarvogskirkju 19:05 Jólalög Loga Skemmtileg og þægileg jólatónlist sem flutt hefur verið í jólaþáttum Loga Bergmanns á undanförnum árum. 20:40 Four Christmases Frábær gamanmynd þar sem Vince Vaughn og Reese Witherspoon leika par sem neyðist til að heimsækja fjölskyldu sína á jólunum eftir að flugi þeirra í fríið er aflýst. 22:10 Friends (10:24) 22:35 Friends (10:24) 23:00 Jólatónleikar Fíladelfíu Glæsi- legir jólatónleikar Fíladelfíu, Fyrir þá sem minna mega sín, hafa verið fastur liður í jólahaldi fjöl- margra Íslendinga undanfarin ár. Gospelkór Fíladelfíu kemur fram ásamt góðum gestum undir stjórn Óskars Einarssonar. 00:25 Christmas Cottage Falleg jólasaga um ungan mann sem fer heim til móður sinnar um hátíðarnar til að hjálpa henni en hún er um það bil að missa húsið sitt. 02:05 Help for the Holidays 03:30 Angels Sing 08:00 America's Funniest Home Videos (18:44) 08:20 The Grinder (5:22) 08:45 Grandfathered 09:05 Life In Pieces 09:30 The Muppets 09:50 Parks & Recr- eation (5:13) 10:15 30 Rock (5:13) 10:40 Hachi: A Dog's Tale Hugljúf mynd með Richard Gere og Joan Allen í aðalhlutverkum. 12:15 Race to Space 14:00 Beethoven 15:30 Uncle Buck Frábær gamanmynd með John Candy, Macaulay Culkin og Jean Louisa Kelly í aðalhlutverkum. Russell-fjölskyld- an er í vanda. Þeim bráðvantar barnapíu og sá eini sem getur bjargað þeim er Buck frændi. Hann er staðráðinn í að standa sig, enda hefur hann alltaf verið svarti sauður- inn í fjölskyldunni. 17:10 Junior 19:00 French Kiss 20:55 Legally Blonde Rómantísk gamanmynd með Reese Witherspoon og Luke Wilson í aðalhlutverkum. 22:35 Jurassic Park Stór- mynd sem Steven Spielberg leikstýrir. Júragarðurinn er nýr skemmtigarður með risaeðlum sem hafa verið klónaðar. Skapari garðsins býður fjórum einstaklingum og afabörnum sínum í skoðunarferð í eyj- una þar sem Júra- garðurinn er. Óvænt rafmagnsleysi setur allt úr skorðum og risaeðlurnar leika lausum hala. Upp- hefst þá barátta upp á líf og dauða. Aðalhlutverkin leika Sam Neill, Laura Dern, Jeff Goldblum og Richard Atten- borough. 1993. 00:45 Hairspray 02:45 S Snow Falling On Cedars Sjónvarp Símans V arla er hægt að ímynda sér yndislegri jólamynd en It's A Wonderful Life (Þetta er dásamlegt líf ) frá árinu 1946 sem Frank Capra leikstýrði og RÚV sýnir á aðfangadagskvöld. Ég hef fyrir venju að horfa á þessa mannbætandi mynd um hver jól. Hún geymir þann dásamlega boð­ skap að líf okkar sé samtvinnað lífi annarra og að öll getum við haft áhrif til góðs. Í myndinni leikur James Stewart afar hjálpsaman mann, George Bailey, sem býr í smábæ og aðstæð­ ur hafa hagað því svo að hann hef­ ur aldrei almennilega fengið að njóta sín. Hremmingar sem illur auðmaður stuðlar að verða til þess að George lendir í fjárhagserfið­ leikum, missir lífslöngun og ætlar að fyrirfara sér. Hann sér ekki leng­ ur tilgang í því að lifa og óskar þess að hann hefði aldrei fæðst. Ekki er þetta hugsunarháttur sem er til eftir­ breytni. Öll höfum við okkar hlut­ verk í lífinu og megum ekki leggja árar í bát þótt á móti blási. Það verður hinum örvinglaða George til happs að verndarengill mætir á svæðið og sýnir honum hvernig líf þeirra sem næst honum standa hefði orðið hefði hann ekki fæðst. Þá hefði ýmislegt orðið á annan veg og mun verri. George áttar sig á því að hann hefur haft góð áhrif á líf annarra og öðlast lífsgleði á ný. James Stewart er frábær í hlut­ verki George og örvænting hans er slík að áhorfandanum getur ekki annað en liðið verulega illa við að horfa upp á hana. Ekki eigum við að kvarta yfir því, það er hollt að finna til með öðrum og sýnir að við erum nokkurn veginn í lagi sem mann­ eskja, þótt vissulega mætti ýmislegt betur fara. Ég er hrifin af hugmyndinni um verndarengla, það er varla hægt að hugsa sér göfugra hlutskipti en að hafa þann starfa að gæta og vernda aðra. Í þessari mynd er verndareng­ illinn Clarence ekki unglegasti eng­ ill sem hægt er að ímynda sér en hann er algjört krútt og stundum skemmtilega viðutan. Við ættum öll að eiga okkar Clarence. Þessi skemmtilega, hugljúfa og merkingarríka mynd þolir sannar­ lega að horft sé á hana einu sinni á ári, enda er hún sýnd á sjónvarps­ stöðvum víða um heim fyrir jól. Þetta er mynd sem hefur þau áhrif á fólk að það verður ögn betra fyrir vikið. Ekki er víst að sú umbreyting standi lengi en hún verður samt, og það skiptir máli. n Hin fullkomna jólamynd RÚV sýnir Þetta er dásamlegt líf Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Hamingjusöm fjölskylda Allt fór vel að lokum. „Hún geymir þann dásam- lega boðskap að líf okkar sé samtvinnað lífi annarra og að öll getum við haft áhrif til góðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.