Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 26
Jólablað 22. desember 20164 Jólin koma - Kynningarblað Jólastemningin er komin í Síðumúlann Systur & Makar, Síðumúla 21, Reykjavík S traumhvörf áttu sér stað í rekstri fyrirtækisins Systur & Makar er það flutti Reykjavíkurverslun sína frá Laugavegi upp í Síðu- múla en mikil gróska er nú í síðar- nefndu götunni þar sem mjög fjöl- breytt úrval er af fyrirtækjum. Katla Hreiðarsdóttir, einn eigenda fyrir- tækisins, lýsir þessu svo: „Við fluttum upp í Síðumúlann þegar við misstum húsnæðið okkar á Laugavegi. Við fórum þá að skoða meira í kringum okkur. Við erum mjög öflug á samfélagsmiðlum og gerðum könnun meðal notenda okkar þar. Þá kom í ljós að fólk vildi alls ekki hafa okkur í gamla mið- bænum. Þar eru erlendu ferða- mennirnir en Íslendingar eru í auknum mæli farnir að snúa sér annað. Þessi verslun hefur alltaf verið rekin með Íslendinga í huga bæði hvað varðar hönnunina og vöruúrvalið og við miðum bara við Ísland í markaðssetningu okkar.“ Katla segir magnað að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað núna í Síðumúlanum: „ Síðumúlinn er í raun nýtt miðbæjarsvæði, sam- bærilegt við það sem hefur risið á Grandanum. Íslendingar sækja mikið hingað og þjónustan er geysi- leg fjölbreytt. Við stofnuðum síðan Síðumúlasamstökin þar sem fjöl- mörg fyrirtæki vinna saman, auglýsa saman, eru með sameiginlega vef- síðu og Facebook-síðu og við erum meira að segja með samræmdar jólaskreytingar. Þjónustan hér er geysilega fjölbreytt og hér eru auk hinna fjölbreyttu verslana til dæm- is bílaverkstæði og tölvuverkstæði. Síðumúlinn er líka alltaf í leiðinni enda mjög miðsvæðis.“ Auk verslunarinnar að Síðu- múla 21 er Systur & Makar einnig með verslun á Akureyri, að Strand- götu 9. Fyrirtækið er í eigu tveggja systra, sem báðar eru hönnuðir, og maka þeirra, sem koma að rekstrin- um með öðrum hætti. Systurnar eru Katla og María Krista Hreiðars- dætur. Maki Kötlu er Þórhildur Guðmundsdóttir, sem vinnur m.a. í fjárhagnum, á hönnunarverk- stæði fyrirtækisins að Síðu- múla 32 og í verslun- inni að Síðumúla 21. Maki Maríu er Börk- ur Jónsson en hann stýrir verkstæðinu í Hafnarfirði þar sem margir gripir Kristu Design eru gerð- ir í vatnsskurðar- vél sem sker meðal annars út ál, við, flísar, endurunna hjólbarða og fleira. „Ég er innanhús- hönnuður að mennt en starfa mestmegnis við fata- hönnun í dag og hanna föt und- ir merkinu Volcano Design. María er grafískur hönnuður og vinnur sem vöruhönnuður í dag og hann- ar undir merkinu Krista Design. Við ákváðum að sameina okkur í eina verslun og bæta fleiru við.“ Vöruúrvalið í Systrum & Mökum er afar fjölbreytt en áber- andi er falleg og metnaðarfull ís- lensk hönnun sem höfðar sérstak- lega til kvenna. Þetta er fatnaður, skartgripir og ýmiss konar híbýla- prýði. Við þetta er bætt við innflutt- um vörum, til dæmis húðvörulínu breska gæðamerkisins Crabtree & Evelyn, Insight-hárvörum, Essie- naglalökkum og heimilisvöru frá Fairtrade-merki Nkuku ásamt þónokkru öðru. Glæsilegt úrvalið er gott að skoða á heimasíðunni systurog- makar.is og á Facebook-síðunni Systur og makar Reykjavík. Heima- síða Síðumúlasamtakanna er si- dumuli.is og Facebook-síðan ber heitið Síðumúlinn. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.