Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 8
Jólablað 22. desember 20168 Fréttir Héðinsgata 2 . 105 Reykjavík . www.tolli.is Glæsilegir púðar Opið alla daga fram að jólum frá kl. 14-17 stærð 52x52 cmVerð kr. 19.300,- F innur Reyr Stefánsson, fjár­ festir og varaformaður stjórnar Kviku fjárfestingarbanka, seldi hluta af bréfum sínum í bank­ anum þegar hjónin Svanhild­ ur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi eigend­ ur Skeljungs, og fjárfestirinn Sigurður Bollason keyptu í lok síðasta mánað­ ar samanlagt um fimmtán prósenta hlut í bankanum. Fjárfestingarfélag­ ið Snæból ehf., sem er í eigu Finns Reyrs og eiginkonu hans, Steinunnar Jónsdóttur, seldi þá 1,87 prósenta hlut í bankanum. Þau eru hins vegar eft­ ir sem áður á meðal stærstu hluthafa Kviku með 7,32 prósenta hlut í gegn­ um eignarhald sitt á félaginu Siglu, sem er jafnframt í eigu Tómasar Krist­ jánssonar, viðskiptafélaga þeirra. DV greindi frá því 2. desember síðastliðinn að hjónin Svanhildur og Guðmundur og Sigurður Bollason, stærstu einkafjárfestarnir í hluthafa­ hópi tryggingafélagsins VÍS, hefðu fjárfest í bankanum nokkrum dögum áður en tilkynnt var um að stjórn­ ir Kviku og Virðingar hefðu undir­ ritað viljayfirlýsingu um að hefja undirbúning að samruna félaganna. Samkvæmt uppfærðum hluthafalista Kviku eru Svanhildur og Guðmundur nú þriðju stærstu hluthafar bank­ ans með 8,06 prósenta hlut í gegn­ um félagið K2B fjárfestingar. Félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar, er hins vegar sjöundi stærsti hluthafi Kviku með 7,05 prósenta hlut. Kaup­ verð þessara tveggja félaga á ríflega fimmtán prósenta hlut í bankanum nam samanlagt um milljarði króna. Bankinn seldi eigin bréf Á meðal þeirra sem seldu hluti sína í Kviku til félags hjónanna og Sigurðar, eins og áður hefur verið upplýst um í DV, var eignaumsýslu­ félagið Klakki sem átti 3,12 prósenta hlut auk þess sem ýmsir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Straums fjárfestingarbanka, sem sameinað­ ist MP banka undir nafninu Kviku sumarið 2015, seldu bréf sín í bank­ anum. Sigþór Jónsson, sem gegnir núna starfi forstjóra Íslenskra verð­ bréfa, seldi þannig rúmlega 1,6 pró­ senta hlut sinn í Kviku sem hann átti í gegnum félagið Salvus. Kaupverðið á bréfunum í Kviku var á genginu rúm­ lega einn miðað við áætlað eigið fé bankans í árslok 2016, sem verður að óbreyttu um 6,6 milljarðar króna, og því hefur Sigþór fengið um 110 millj­ ónir króna fyrir sinn hlut í bankanum. Þá sýnir nýr hluthafalisti Kviku jafnframt að bankinn seldi sín eigin bréf sem námu um 2,7 prósenta hlut í bankanum. Fyrir þá sölu átti Kvika tæplega fjögurra prósenta hlut í sjálfum sér. Þau bréf höfðu að stærst­ um hluta komist í hendur bankans eftir að samkomulag náðist fyrr á þessu ári um að Kvika myndi kaupa samanlagt um 2,5 prósenta hlut sem var í eigu Haraldar I. Þórðarson­ ar, framkvæmdastjóra Fossa mark­ aða, og Steingríms Arnars Finns­ sonar, forstöðumanns markaða hjá Fossum. Haraldur og Steingrímur höfðu áður verið lykilstarfsmenn í markaðsviðskiptum hjá Straumi fjár­ festingarbanka en létu af störfum þar í ársbyrjun 2015 og stofnuðu í kjöl­ farið verðbréfafyrirtækið Fossa. 600 milljónir til hluthafa Í aðdraganda sameiningar Kviku og verðbréfafyrirtækisins Virðingar stendur til að lækka eigið fé Kviku um 600 milljónir og greiða þá fjármuni út til hluthafa bankans. Eftir samruna félaganna munu hluthafar Kviku eiga 70 prósenta hlut í sameinuðu félagi en hluthafar Virðingar 30 pró­ sent. Síðastliðinn mánudag sendi Kvika síðan frá sér tilkynningu þar sem sagði að stjórnir félaganna hefðu náð samkomulagi um helstu skilmála í tengslum við fyrirhug­ aðan samruna með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki hluthafafunda og eftirlits­ aðila. Í byrjun nýs árs hefst vinna við áreiðan leikakannanir og viðræður um nánari útfærslu á sameiningu fé­ laganna. Boðaður samruni fjármálafyrir­ tækjanna á sér nokkurn aðdraganda en DV greindi fyrst frá því þann 21. október að Virðing hefði gert kaup­ tilboð, með fyrirvara um fjármögn­ un, í hlutabréf í Kviku með það að markmiði að sameina félögin. Stjórn Kviku taldi aftur á móti ekki ástæðu til að koma því tilboði áleiðis til hluthafa enda væri það fjarri því að vera nægjan lega hagstætt. Tæplega mánuði síðar kom Virðing með nýtt og endurbætt tilboð í allt hlutafé Kviku. Í bréfi sem stjórn Kviku sendi til hluthafa kom fram að hún mælti sömuleiðis ekki með tilboðinu, þar sem Virðing væri metið alltof hátt í samanburði við Kviku, heldur taldi hún réttara að félögin yrðu sam­ einuð á grundvelli þess að Kvika gerði hluthöfum Virðingar kauptil­ boð í bréf þeirra. Niðurstaðan var að lokum hins vegar sem fyrr segir sú að eigið fé Kviku yrði lækkað um 600 milljónir króna með útgreiðslu til hluthafa sem myndu í kjölfarið eiga sjötíu prósenta hlut í sameinuðu fé­ lagi. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 9,6 prósenta hlut og félagið Brim­ garðar ehf. með 8,73 prósenta hlut en það er í eigu systkinanna Gunnars Þórs, Guðnýjar Eddu, Halldórs Páls og Eggerts Árna Gíslabarna. n Varaformaður stjórnar seldi tæplega tvö prósent í Kviku n Finnur Reyr seldi hluta af bréfum sínum n Forstjóri ÍV seldi 1,6% hlut fyrir um 110 milljónir Hörður Ægisson hordur@dv.is Fjárfestir Eftir að Snæból seldi hlut sinn í Kviku eiga Finnur Reyr og eigin­ kona hans, ásamt Tómasi Kristjáns­ syni, 7,32 prósent í bankanum í gegnum félagið Siglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.