Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 48
Jólablað 22. desember 2016
101. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Rannsóknir sýna að samvera fjölskyldunnar er ein besta forvörnin
gegn vímuefnum. Þær sýna jafnframt að ungmenni vilja gjarnan
eyða meiri tíma með fjölskyldunni og njóta stuðnings hennar.
Á www.forvarnardagur.is/hugmyndir finnur þú ýmsar skemmtilegar
hugmyndir unglinga að ánægjulegum samverustundum.
Fleiri samverustundir unglinga
og forráðamanna er besta forvörnin
Forvarnardagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2006 að frumkvæði Actavis og forseta
Íslands, í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands,
Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskólann í Reykjavík og Rannsóknir og greiningu.
Actavis hefur verið bakhjarl Forvarnardagsins frá upphafi.
mEiRI sAmVeRA
UM HáTíðaRnAr
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
6-
37
07
HUGMYND #7
HORFA Á BÍÓMYND
SAMAN
HUGMYND #18
GANGA SAMAN
HUGMYND #5
FARA Í KEILU
SAMAN
HUGMYND #8
SPILA SAMAN
HUGMYND #21
TAKA LAGIÐ
SAMAN
HUGMYND #13
BORÐA
SAMAN
HUGMYND #1
Í SUND SAMAN
HUGMYND #11
FARA Á SKÍÐI
SAMAN
HUGMYND #15
ELDA
SAMAN
Er eitthvað
á hann að
stóla?!
Pírati „tók“ sæti
n „Var beðinn um að taka sæti
á Alþingi,“ skrifar nýjasti þing-
maður Pírata, Viktor Orri Val-
garðsson, og birtir meðfylgj-
andi mynd af sér á Facebook
þar sem hann heldur á stól í
þingsalnum. Kunnu netverjar
augljóslega vel að meta þetta vel
heppnaða orðagrín þingmanns-
ins og fjölda fólks líkaði færslan
og deildi henni. Viktor Orri, sem
er 27 ára, var kallaður inn sem
varaþingmaður eftir að Gunnar
Hrafn Jónsson tilkynnti að hann
myndi taka sér
frí vegna
veikinda.
Hlýtt milli Harma-
geddonbræðra
n Útvarpsmaðurinn
Þorkell Máni Pétursson úr
Harmageddon varð fertugur í
gær og fékk góða kveðju á Face-
book frá samstarfsmanni sínum
Frosta Logasyni. Það er greini-
lega afar hlýtt milli þeirra fé-
laga sem hafa þekkst síðan þeir
voru börn. „Ég fullyrði að betri
og traustari vin er ekki hægt að
eiga og þið hin getið í raun ekki
ímyndað ykkur hversu vel hann
reynist þeim sem standa honum
næst. Máni er sigurvegari í öllum
aðstæðum þar sem hann hefur
hæfileika til þess að láta öllum
líða eins og þeir séu alltaf í vinn-
ingsliðinu. Það eru forréttindi að
fylgja þér Máni,“ segir Frosti.
Fjölmenningarleg jólaveisla í Ráðhúsinu
Um tvö hundruð manns hafa skráð sig í jólaveislu Hjálpræðishersins
A
nnað árið í röð fer árleg jóla-
veisla Hjálpræðishersins fram
í Tjarnarsal Ráðhússins á að-
fangadag. Um tvö hundruð
manns eru skráðir þetta árið en í
ljósi reynslunnar munu aðstandend-
ur gera ráð fyrir fleiri munnum sem
þarf að fæða. „Þetta gekk frábærlega í
fyrra og við hlökkum til að endurtaka
leikinn í samstarfi við Reykjavíkur-
borg,“ segir Sigurður Ingimarsson,
flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum.
Að hans sögn verður um frábært
partí að ræða sem verður með fjöl-
menningarlegu ívafi. „Það verða
heimilislausir einstaklingar í mat
hjá okkur en einnig hælisleitendur.
Helstu vandræðin eru einmitt að
skipuleggja samgöngur, til dæm-
is til og frá Kjalarnesi, og við erum
að vinna í því núna,“ segir Sigurður.
Þá hafi erlendir ferðamenn litið inn
í fyrra og tekið hraustlega til matar
síns. „Það eru allir veitingastaðir lok-
aðir þannig að það má segja að þeir
hafi runnið á lyktina. Það var hins
vegar nóg til af mat, þökk sé frábær-
um fyrirtækjum sem styðja okkur,
þannig að þetta var bara skemmti-
legt,“ segir Sigurður.
Hann segir að samhentur hópur
fólks komi að skipulagningu veisl-
unnar og margir komi ár eftir ár. „Það
eru um sjötíu sjálfboðaliðar sem að-
stoða við að raða upp í salnum og
þjóna til borðs. Það er ánægjulegt að
segja frá því að það hefur færst í vöxt
að fjölskyldur, sem hafa engin tengsl
við Hjálpræðisherinn, bjóði sig fram
og verji aðfangadegi með þessum
hætti,“ segir Sigurður. Sjálfur tekur
hann nú þátt í sinni sjöundu jóla-
veislu og hlakkar til sem endranær.
„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa
andrúmsloftinu. Þetta er mjög sér-
stök upplifun,“ segir Sigurður.
Húsið verður opnað kl.15.30 á að-
fangadag og hálftíma síðar hefst dag-
skrá
sem
er
sér-
stak-
lega
miðuð að börnum. „Við búumst við
óvenju mörgum börnum í ár þannig
að við ætlum að dansa í kringum
jólatréð saman og syngja. Borðhaldið
hefst svo kl.18.00,“ segir Sigurður. n
bjornth@dv.is
Frá jólaveislu í Ráðhúsinu Alls eru um
200 manns skráðir í borðhald Hjálpræðis-
hersins en búast má við að einhverjir óskráðir
renni á lyktina, jafnvel erlendir ferðamenn.
Sigurður
Ingimarsson