Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 30
Jólablað 22. desember 201626 Skrýtið Sakamál Á aðfangadag 2008 klæddi Bruce Jeffrey Pardo sig í jólasveinsbúning. Síðan lá leið hans að heimili fyrr- verandi tengdaforeldra hans í Covina í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum. En því fór fjarri að Bruce væri í jólaskapi þegar hann bankaði á dyrnar klukkan hálf tólf um kvöldið. Reyndar var hann með jólapakka í annarri hendi en í hinni var hann með hálfsjálfvirka skammbyssu. Að auki hafði hann þrjár viðlíka byssur í pússi sínu. Skotið á allt sem hreyfist Þegar dyrnar opnuðust kom átta ára stúlka hlaupandi til „jólasveins- ins“ og skaut Bruce hana í andlitið (það skal strax tekið fram að stúlk- an særðist en lifði af). Síðan lét hann kúlunum rigna yfir allt sem hreyfðist og var af nógu að taka því 25 manns voru í jólateitinni. Leiða má líkur að því að Bruce hafi í sumum tilfellum staðið yfir sumum fórnarlömbunum og nán- ast tekið þau af lífi. Þegar Bruce var búinn að skjóta nægju sína tók opnaði hann „jólapakkann“ sem hann hafði komið með. Banvæn jólagjöf Jólagjöf Bruce reyndist vera heima- gerð eldvarpa og þegar hann hafði beitt henni var húsið alelda. Þegar upp var staðið höfðu níu manns misst lífið, annaðhvort vegna skotsára eða eldhafsins. Þrennt var sært; átta ára stúlka, sem áður er getið, 16 ára stúlka, sem hafði verið skotin í bakið, og 20 ára kona, sem ökklabrotnaði þegar hún stökk út um glugga á annarri hæð. Það tók slökkviliðið hálfan annan tíma að ráða niðurlögum eldsins og þurfti að nota tann- læknaskýrslur til að bera kennsl á sum fórnarlambanna. Á meðal hinna látnu voru fyrr- verandi eiginkona Bruce, Sylvia, og tengdaforeldrar, Joseph og Alicia Ortega. Breytt áform Að árás lokinni fór Bruce úr jóla- sveinsbúningnum og íklæddist venjulegum klæðnaði. Síðan ók hann sem leið lá heim til bróður síns í Sylmar í tæplega 50 kílómetra fjarlægð. Þar fannst hann síðar, liðið lík eftir að hafa skotið sjálfan sig, fyrir mistök eða viljandi. Bruce hafði keypt flugmiða til Kanada, en reyndar einnig til Illinois, með millilendingu í Minnesota. Talið var að hann hefði með þessu viljað villa um fyrir lög- reglunni. En Bruce fór sem sagt hvergi og kann að vera að þriggja stigs brunasár á handleggjum hans hafi haft áhrif á fyrirætlanir hans. Innanklæða á honum fann lög- reglan 17.000 dali sem verður að teljast álitleg upphæð. Gildra í jólasveinsbúningi Bruce hafði lagt bifreið sinni skammt frá heimili bróður síns. Í bílnum var jólasveinsbúningur- inn sem hann hafði notað. Bruce hafði búið þannig um hnútana að ef búningurinn yrðir tekinn yrði bílinn alelda. Sprengjudeild lög- reglunnar tók enga áhættu hvað bílinn áhrærði og sprengdi hann í loft upp. Við líkið af Bruce voru fjórar hálfsjálfvirkar skammbyssur og að minnsta kosti 200 skot. Heima hjá Bruce, í Montrose, fann lög- reglan fimm tómar öskjur utan af skammbyssum, tvær haglabyssur og bensín dunk. Skilnaður og framfærsla Hvað ástæður ódæðisins varðaði taldi lögreglan að þær mætti rekja til hjúskaparvandamála. Fyrrver- andi eiginkona Bruce hafði sótt um skilnað eftir eins árs hjónaband og töldu sumir að orsökin hefði verið barn Bruce frá fyrra sambandi, sem hann hafði þó ekki séð ástæðu til að upplýsa eiginkonu sína um. Bruce hafði einnig krafist þess að hann og Sylvia hefðu aðskil- inn fjárhag og til að kóróna allt fór hann fram á að hún notaði eigin fé til að sjá þremur börnum hennar farborða. Við skilnaðinn var úrskurðað að Bruce skyldi greiða 1.784 dali mánaðarlega í framfærslu auk þess sem Sylvia fékk 10.000 í sinn hlut. Hafði Bruce á orði, við vin sinn, að Sylvia væri að blóðmjólka hann. Með einhverjum hætti varð ljóst að Bruce ætlaði einnig að bana sinni eigin móður því hún hafði hallast um of á sveif með Sylviu þegar skilnaðurinn var að ganga í gegn. En það gekk ekki eftir. n Uppgjör á aðfangadagskvöld n Það var ekki vingjarnlegur, þriflegur jólasveinn sem knúði dyra hjá Ortega-fjölskyldunni Í ljósum logum Bruce Pardo notaði heimagerða eldvörpu við morðin. „Bruce ætlaði einnig bana sinni eigin móður því hún hafði hallast um of á sveif með Sylviu. Sylvia Ortega Pardo Fyrrverandi eigin­ kona Bruce var á meðal fórnarlambanna. Bruce Pardo Íklæddur jólasveinsbúningi lét hann kúlum rigna yfir fyrrverandi tengda­ fjölskyldu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.