Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 34
Jólablað 22. desember 201630 Heilsa Þ að er víst aldrei nógu oft kveðin sú vísa að svefn er okkur öllum mikilvægur, bæði andlega og líkam- lega. Það er á þessum tíma sem líkaminn endurnærist og hleð- ur batteríin svo við getum tekist á við næsta dag full af orku og fagn- að þeim verkefnum sem hann fær- ir okkur. Þegar við höfum upplifað það að vera svefnlaus skiljum við vel hversu stórt hlutverk í okkar daglega lífi svefninn leikur og skyldi maður ekki taka honum sem sjálfsögðum hlut, sérstaklega þegar við eldumst. Eitt af stærstu heilsufarsvanda- málum samtímans eru svefnleysi og svefntruflanir en við þekkjum ótal- margar birtingarmyndir þessa. Ef við reynum að skilgreina svefnrask- anir almennt þá má segja að það sé ástand sem hefur áhrif á hversu mikið og hversu vel einstaklingur- inn sefur og þar af leiðandi getur það haft áhrif á hann til skemmri og lengri tíma. Svefnmunstur og svefn- venjur eru líklega stærsti þátturinn í vanda þeirra sem glíma við slíkar raskanir og oftsinnis gera einstak- lingar sér ekki grein fyrir því og þurfa aðstoð til að breyta venjum sínum. Fjögur stig svefns Uppbygging svefns er margslungið fyrirbæri og skiptist í fjögur dýptar- stig sem sveiflast frá léttum og yfir í djúpan svefn auk þess að skilgrein- ast sem svefn með og án svokallaðs REM (Rapid Eye Movement) en á þeim tíma erum við að dreyma. Sá hluti tímans þar sem okkur dreym- ir er um fjórðungur af svefni full- orðinna en allt að helmingur hjá börnum og eykst jafnan eftir því sem nær dregur morgni eða vöku- ástandi. Það er í hinu NONREM ástandi sem við hvílumst og endurnærumst og hafa svefntruflanir alla jafna mest áhrif á hinn djúpa svefn sem fer fram á þriðja og fjórða dýptar- stigi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að eðlilegur svefn breytist með aldr- inum og er einnig að vissu leyti einstaklingsbundinn, en fullorðnir þurfa á bilinu 7–8 klukkustunda svefn á sólarhring að því talið er. Veruleg áhrif Það er hægt að skipta svefnvanda- málum í tilfallandi vandamál sem standa í viku eða skemur, bráðan svefnvanda sem stendur í mánuð eða skemur og svo krónískar svefn- truflanir sem standa lengur yfir. Öll- um er sammerkt að geta haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega líð- an, en orsakir og meðhöndlun geta verið mjög mismunandi. Algengar orsakir sem tengjast vanahegðun og er tiltölulega auðvelt að breyta til hins betra eru til dæmis kaffi eða koffínneysla seinnipart dags eða að kvöldi, reykingar, áfengis drykkja, sjónvarpsgláp eða tölvunotkun fyrir svefn, þungar og kryddaðar mál- tíðir að kvöldi, að sofna með ljósin kveikt, lítil eða ónóg líkamleg hreyf- ing, of mikil líkamsþjálfun sérstak- lega stuttu fyrir svefn, óreglulegur háttatími og vaktavinna svo eitthvað sé nefnt geta haft verulega slæm áhrif á svefn okkar. Undirliggjandi sjúkdómar eða vandamál eru til dæmis kæfisvefn sem er oft vangreindur, verkjaheil- kenni ýmiss konar, „restless legs syndrome“, geð- og kvíðasjúkdómar, hormónaójafnvægi kvenna í tíða- hvörfum eða á meðgöngu, skjald- kirtilstruflanir, brjóstsviði, fíkniheil- kenni, streita og álag og svona mætti eflaust lengi telja. Verri í vinnu Þeir sem eru vansvefta eru í auk- inni hættu á að glíma við truflun á einbeitingu og þannig standa sig verr í vinnu, þeir geta verið bein- línis hættulegir við stjórn ökutækja. Þeir eru líklegri til að eiga í sam- skiptaerfiðleikum, vera uppstökkir og með lyndisraskanir. En fyrir utan þessa upptalningu eru svefntrufl- anir áhættuþáttur fyrir þróun alvar- legra sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og heilabilunar. Kynlíf bætir svefn Greining á svefnvanda fer fyrst og fremst fram með svefndagbók til að átta sig á hegðunar- og neyslu- mynstri einstaklingsins, undirliggj- andi sjúkdómum og lyfjanotkun en einnig með flóknari aðferðum eins og svefnriti sem getur greint á milli mismunandi orsaka eins og til dæmis kæfisvefns. Meðferð við slíkum truflunum byggir vitaskuld á eðli þeirra truflana sem við er að eiga hverju sinni en góður árangur næst með því að breyta út af slæm- um venjum, borða léttar á kvöldin og taka til sín flóknari kolvetni og prótein svo dæmi séu tekin. Gott er að stunda slökun og samtalsmeð- ferð, jafnvel kynlíf sem hefur slak- andi og svefnbætandi áhrif. Þá beita margir hugrænni atferlis meðferð með góðum árangri og hefur komið á daginn að slík meðferð getur dugað jafnvel betur en lyfseðilsskyld svefnlyf sem oftar en ekki eru ofnotuð og fólk ánetjast að óþörfu. Sértækar meðferðir eins og við kæfisvefni eru fjölmargar en sumir þurfa að sofa með vél til að hvílast. Ef þú glímir við svefnvanda ættir þú að skoða vel venjur þínar og ræða við lækni þinn til að hægt sé að átta sig á því hvaða úrræði hentar þér og reyndu að forðast sem lengst að nota svefnlyf sé það mögulegt. n Góður svefn gulli betri n Gott er að stunda slökun og samtalsmeðferð við svefnleysi n Kynlíf getur haft svefnbætandi áhrif Teitur Guðmundsson læknir Útsofin kona Þeir sem sofa vel eiga betra með að stunda vinnu. Mynd 123rF.coM ráð sem segir sex Kynlíf er á meðal þess sem getur haft slakandi og svefnbætandi áhrif.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.